Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ó, hve trúlaus er vor æska!

Mynd af helling af fólki

Samkvæmt könnun á trúarviðhorfum íslendinga sem Siðmennt kynnti í gær segist minnihluti Íslendinga vera trúaður. Meirihluti er einnig fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju og öðrum trúfrelsismálum. Mikil fylgni er milli yngri aldurs, trúleysis og andstöðu við ríkiskirkjufyrirkomulagið.

Trúarafstaða

Í könnuninni sögðustast 46,4% landsmanna vera trúaðir. Þessi hópur var spurður nánar út í trú sína og segjast um 27% landsmanna “trúa á Guð” og enginn í hópnum 25 ára og yngri sagðist trúa á guð í þeirri spurningu.

Það var þá allt, rétt um fjórðungur landsmanna guðstrúar. Annað mætti halda af hátíðarræðum ríkiskirkjufólks.

Í svona könnunum er ekki alltaf fullkomið samræmi milli spurninga. Í annarri spurningu segjast þó 68,8% aðspurðra ”játa kristna trú”, sem er töluvert stærri hópur en segist trúaður. Þegar sá hópur er spurður nánar (spurning 6) hafa meira en 20% þess hóps ekki trú á Guð en segjast tilheyra kristinni hefð eða aðhyllast kristilegt siðferði. Stór hluti þessa fólks sem segist játa kristna trú er semsagt menningarkristið fólk.

Trúfrelsi

Eins og í eldri könnunum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tók afstöðu fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Enginn yngri en 25 ára var andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju. Einn helsti kostur þessarar kannanar var að þarna var spurt nánar út í hvað fólk vildi: 46% sögðu beint út að ríkið ætti ekki að styrkja trúfélög, 25% sögðu að ríkið ætti að styrkja öll trúfélög jafnt, en einungis 29% voru fylgjandi núverandi kerfi þar sem ríkiskirkjan er í forréttindastöðu.

Einnig vildi meirihlutinn að hætt yrði við að skrá nýfædd börn sjálfkrafa í trúfélög við fæðingu (41% styðja það).

Á bara eftir að batna

Í öllum þessum spurningum kom yngsti hópurinn áberandi best út. Framtíðin er því björt. Hugsanlega óttast kristnir landsmenn þessa þróun og telja trúfrelsi þeirra í hættu þegar þeir verða komnir í minnihluta. Óttist ekki, við hin lofum að hegða okkur ekki eins og þið í krafti meirihlutans. Trúfrelsi verður áfram tryggt á Íslandi þó forréttindi ríkiskirkjunnar verði að sjálfsögðu afnumin.


Fjölmiðlar hafa sagt frá könnuninni og bent á ýmislegt áhugavert.

Ritstjórn 14.01.2016
Flokkað undir: ( Efahyggja )

Viðbrögð


snorri - 18/01/16 19:01 #

...og samkvæmt fræðslustjóra Akureyrar hefur vanlíðan nemenda Grunnskóla Akureyra sjaldan eða aldrei verið meiri. Þetta atriði og aukin vantrú haldast í hendur einhverra hluta vegna. "Hvers vegna" gefur tilefni til deilna en staðreyndirnar segja að líðan og viðhorf fara saman. k.kv. Snorri í Betel


G2 (meðlimur í Vantrú) - 20/01/16 13:25 #

Fræðslustjóri Akureyrar er með öllu ómarktæk í þessum efnum. Hennar helsta ráð er að sekta foreldra barna sem haldin eru kvíða og geta þ.a.l. ekki mætt jafn vel í skólann og önnur börn.

Síðan vita auðvitað allir að það eru engin tengsl sönnuð milli minkaðrar kristintrúar og vanlíðunar, heldur þvert á móti.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?