Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sérfræðikunnátta presta

Mynd af prestum

Meðallaun sóknarpresta ríkiskirkjunnar eru langt yfir meðaldagvinnulaunum háskólamenntaðra sérfræðinga hjá ríkinu. Auk þess fá prestar greiðslur fyrir verk sem eru sjálfsagður hluti af starfi þeirra, svo sem skírnir, giftingar, jarðarfarir og fermingar.

Kjör presta eru varin með ýmsum rökum. Ein vinsæl rök eru að menntun presta við guðfræðdeild Háskóla Íslands sé svo ítarleg og gagnleg að það réttlæti launin. Þegar litið er yfir námskeiðin í guðfræðináminu sést strax að mörg þeirra snúa einungis að fræðilegri guðfræði sem hefur ekkert gagn í veraldlegu samhengi.

Samanburður á menntun presta og „sambærilegra“ hópa vekur upp spurningar: Hvað fá bókmenntafræðingar með MA gráðu há laun hjá ríkinu? Af hverju eru sóknarprestar með miklu hærri laun en sálfræðingar?

  • Prestar láta stundum eins og þeir séu sálfræðingar en eru aðeins með 10 einingar í guðfræðilegri sálgæslu. Örstutt námskeið stendur engan veginn undir því að ganga í störf sálfræðinga.

  • Prestar láta stundum eins og þeir séu barnakennarar en hafa yfirleitt enga menntun í uppeldisfræði eða tómstunda- og félagsmálafræði.

  • Prestar láta stundum eins og þeir séu sagnfræðingar en hafa svo til engan grunn á því sviði og halda því blákalt fram að uppdiktaðar helgisögur séu dagsannar.

  • Prestar láta oft eins og þeir séu heimspekingar en eru með afar takmarkaðan grunn í því. Reyndar er útgangspunkturinn í öllum þeirra fræðum forsenda sem ekki er hægt að sanna: að til sé nákvæmlega einn, kristinn guð!

Ef prestar eru sérfræðingar í einhverju, þá er það túlkun á Nýja Testamentinu. Það rit er vissulega merkilegt og hefur haft gríðarleg áhrif á mannkynssöguna. En það réttlætir engan veginn að ríkið greiði laun 130 sérfræðinga í því fagi. Það er ekki einu sinni eins og margir prestar séu duglegir við að stunda rannsóknir. Tvö eða þrjú stöðugildi við trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands ættu að duga.

Ritstjórn 27.10.2015
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


baldurkr - 28/10/15 11:10 #

Mjög margir prestar hafa menntun umfram lágmarksmenntun, sem vitnað er til í pistlinum. Hafa framhaldsmenntun í sálgæslu t.a.m. margir. Nokkrir hafa fleiri en eitt háskólapróf eins og t.a.m. undirritaður. Að einhverju leyti er tekið tillit til þessa þegar ráðið er í stöður. Annars er rétt hjá ykkur að háskólamenntaðir hjá ríkinu fá lág laun. Það þarf þó ekki að gefa tilefni til þess að lækka laun þeirra sem teljast ekki hafa lág laun.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?