Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar með meira en tvöföld laun lögregluþjóna

Mynd af prestum og löggum

Á undanförnum árum hafa þónokkrar starfsstéttir staðið í harðri kjarabaráttu fyrir daufum eyrum stjórnvalda og atvinnurekenda. Prestar ríkiskirkjunnar hafa hins vegar ekki haft hátt um óréttláta skiptingu lífsgæða í þjóðfélaginu, enda heyra þeir undir Kjararáð ásamt öðrum hópi ríkisstarfsmanna. Prestar eru með mun hærri grunnlaun og heildarlaun en langflestir starfandi Íslendingar. Nú þegar lögregluþjónar og fleiri opinberar stéttir standa í erfiðri kjaradeilu er vert að skoða launamun presta og annarra starfsstétta hjá hinu opinbera.

Kjökrað til Kjararáðs

Samanburður á grunnlaunum lögregluþjóna og sóknarpresta er sláandi. Grunnlaun lögregluþjóna eru um 280.000 krónur en grunnlaun sóknarpresta eru um 650.000 krónur.

Á sínum tíma sendu prestar og stofnanir kirkjunnar yfir 100 bænabréf þar sem prestar grátbáðu um að vera undir Kjararáði. Í umsögn Biskupsstofu sagði meðal annars að:

[p]restastéttin væri fámenn stétt og eðli starfs þeirra þannig að erfitt gæti reynst þeim að vera í kjarabaráttu. Einnig væri ljóst að góð sátt hefði ríkt um þetta fyrirkomulag innan prestastéttarinnar…

Í dag eru prestar sannkallaðir hálaunamenn þótt starf þeirra sé síður en svo merkilegra eða mikilvægara en annarra í þjóðfélaginu. Svo má ekki gleyma því að prestar eiga eflaust inni ríflega hækkun þegar kjararáð úrskurðar um launahækkun ríkisstarfsmanna síðar í vetur eftir að aðrir launamenn hafa staðið í strangri kjarabaráttu.

Fækkun meðlima en hækkuð framlög

Samkvæmt drögum að fjárlögum fyrir árið 2016 mun kirkjan fá um 400 milljóna króna hækkun þrátt fyrir stöðugra fækkun sóknarbarna, en samkvæmt versta samningi sem ríkið hefur gert fyrir hönd þjóðarinnar eiga fjárframlög til kirkjunnar að minnka meðfram fækkun meðlima. Ríkiskirkjan vill hunsa þann hluta samningsins og krefst meira. Heildartekjur hennar eru áætlaðar um 4,5 milljarðar króna.

Við í Vantrú viljum einfaldlega að ríkið stroki út 62. grein stjórnarskrárinnar og segi upp þessum samningum sem undirritaðir voru árið 1997. Kirkjunnar þjónar ættu auðvitað að sýna gott fordæmi og deila kjörum með almenningi í landinu en hugsa ekki einvörðungu um eigin hag. Að vera ríkiskirkjuprestur er auðvitað engin köllun!

Ritstjórn 18.10.2015
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/10/15 15:24 #

Einhverjir verja kjör presta með því að starf þeirra sé erfitt. Ég held að starf lögreglumanna sé erfiðara.

Þá eru kjörin varin með menntun prestanna. Ég held að menntun presta sé algjört djók og í engri deild HÍ fái fólk jafn margar einingar fyrir eins litla fyrirhöfn (í flestum deildum verður stundum skörun á námsefni milli námskeiða en í guðfræðinni gengur það stundum mjög langt). Auk þess á að bera menntun presta saman við "sambærilega" menntun, hvað eru bókmenntafræðingar með MA gráðu að fá í laun hjá ríkinu? Af hverju eru prestar með mun hærri laun en sálfræðingar hjá ríkinu? Athugið, ég er ekki að likja saman menntun presta og sálfræðinga, hef mun meira álit á menntun sálfræðinga.

Að lokum er það samningur ríkis og kirkju - en hann segir ekkert um að kjör presta þurfi að vera svona góð.

Festum kjör presta við kjör leikskóla- og grunnskólakennara. Það myndi væntanlega hífa upp laun kennara og draga laun presta niður um leið!


Hörður - 18/10/15 15:55 #

Það mætti líka skoða að setja presta á listamannalaun, velja árlega nokkra sem að hafa verið að standa sig vel.


Halldor Magnusson - 27/10/15 14:03 #

Mjög sammála! Nokkuð viss um að laun presta annara trúarfélaga eru miklu lægri en presta þjóðkirkjunnar þó eitthvað segir mér að nokkrir af þeim frægari höfðu eða hafa það mjög gott.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?