Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú

Mynd af skjáskoti

Árni Svanur Daníelsson, vefprestur ríkiskirkjunnar, sendi þetta skot á Vantrú á Facebook núna í kvöld. Skotið er ágætt í sjálfu sér þó það byggist á því að afneita sögu kirkju og kristni. Það er rétt hjá Árna, það er töluverður munur Vantrú og ríkiskirkjunni. Tökum tíu dæmi.

  1. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Þjóðkirkjan hefur barist gegn réttindum samkynhneigðra allt fram á 21. öld. Vantrú hefur alltaf gagnrýnt kirkjuna fyrir það.

  2. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Fyrrverandi biskup Þjóðkirkjunnar sagði að hjónabandinu sem stofnun væri kastað á sorphauga sögunnar mættu samkynhneigðir ganga í hjónaband. Enginn meðlima Vantrúar hefur sagt nokkuð þessu líkt en við kölluðum biskupinn reyndar fífl. Dæmi hver fyrir sig.

  3. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Þjóðkirkjan þarf að beita túlkunarfræðum og Biblíuvísindum sem iðkuð eru við Guðfræðideild Háskóla Íslands til að samræma texta úr fornriti við skoðanir sínar og finna heppilegar túlkanir. Þannig geta þau lesið orðin “Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.(3. Mós. 20:13) án þess að sjá fordæmingu á samkynhneigð. Vantrú getur það ekki.

  4. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Hátt launaðir opinberir starfsmenn Þjóðkirkjunnar messa yfir fólki og lesa úr fornriti á hverjum sunnudegi, laun eru samkvæmt Kjaradómi og starfað er eftir siðareglum opinberra starfsmanna, samt mega þau mismuna fólki út frá kynhneigð í starfi sínu fyrir Þjóðkirkjuna. Vantrú hefur enga launaða starfsmenn og mismunar fólki ekki út frá kynhneigð. Þeir sem slíkt gera eru asnar.

  5. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Vantrú telur Biblíuna vera eins og hvert annað fornrit og nálgast hana frá óhlutdrægu, vísindalegu sjónarmiði. Þjóðkirkjan heldur að Biblían sé innblásið orð guðs og trúir furðusögum úr henni eins og sögum af meyfæðingu og upprisu.

  6. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Þjóðkirkjufólk er ákaflega sorgmætt og þunglynt á föstudaginn langa og vill stjórna því hvað aðrir landsmenn hafa fyrir stafni á slíkum dögum. Vantrú heldur hressandi ólöglegt bingó í veðurblíðunni á Austurvelli klukkan 13:00 alla föstudaga langa þar sem allir eru velkomnir!! :D

  7. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Þjóðkirkjan greiðir almannatengslafyrirtækjum fullt af peningum til að pússa upp á ímynd sína. Vantrú stendur ekki í slíku rugli.

  8. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Þjóðkirkjan eyður milljónum á mánuði í netmál. Hjá Vantrú sjá sjálfboðaliðar um að halda vefsíðunni, spjallborði, Facebook-, Youtube-, Moggablogg- og Twittersíðum í gangi. Skattgreiðendum að kostnaðarlausu.

  9. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Það er opið fyrir athugasemdir á Vantrú.is og við hvetjum fólk til að ræða málin. Á Trú.is er lokað fyrir athugasemdir. Þau tala um samtöl, en þau orð hafa ekkert innihald. Við tökum þátt í samtölum.

  10. Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Meira en fjórir milljarðir á ári úr ríkissjóði.

Ritstjórn 08.08.2015
Flokkað undir: ( Listi , Ríkiskirkjan , Vantrú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/08/15 21:48 #

Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Þjóðkirkjan kaus leiðtoga nýlega sem lofaði að berjast fyrir því að starfsmenn kirkjunnar mættu mismuna gegn samkynhneigðum. Vantrú myndi aldrei kjósa sér þannig formann.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/08/15 23:06 #

Munurinn á Þjóðkirkjunni og Vantrú: Ungabörn eru skráð sjálfkrafa í Þjóðkirkjuna við fæðingu. Vantrú grínast bara með slíkt.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 09/08/15 12:10 #

Svo er svolítið sérkennilegt (eða ekki) að sjá prestinn skrifa eins og hann hafi aldrei lesið biblíuna og aldrei heyrt rök kristinna (þjóðkirkju sem annarra) fyrir fordómum gegn samkynhneigð.

Hann veit auðvitað fullvel hvað stendur í biblíunn.

Hann veit auðvitað fullvel á hverju Vantrú byggir þetta mat.

Er ekkert eitthver boðorð í sömu biblíu sem segir að það sé ekki fallegt að bera ljúgvitni?

Það er kannski líka misskilningur hjá Vantrú hvað það boðorð táknar að mati fræðimanna á "biblíuvísindum".


Þröstur - 09/08/15 12:20 #

Góðir punktar. Finnst samt atriði #6 slakast, jafnvel ósatt.

"Þjóðkirkjufólk er ákaflega sorgmætt og þunglynt á föstudaginn langa og vill stjórna því hvað aðrir landsmenn hafa fyrir stafni á slíkum dögum."


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 09/08/15 12:32 #

Þessi punktur á að vera slakur. :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/08/15 13:12 #

Hey, það geta ekki allir punktarnir verið frábærir :-) Annars er verið að vísa í helgidagalöggjöfina og ég veit ekki betur en að Þjóðkirkjan styðji þá löggjöf og vilji alls ekki afnema hana - en það gæti svosem verið rangt.


Lárus Viðar - 09/08/15 16:23 #

Ekkert nema gott um það að segja ef ríkiskirkjan ætlar loksins að hætta andstöðu sinni við samkynhneigð. En það væri heiðarlegra ef það væri einfaldlega viðurkennt að Biblían er stútfull af allskonar vitleysu og blaðri sem fáir trúa nú á dögum. Þessi aðferð að þykjast ekkert finna sem fordæmir homma og lessur í Biblíunni er dæmd til þess að mistakast og er óheiðarleg að auki.

Síðan er þetta ekki einhver einkaskoðun Vantrúar að Biblían fordæmir samkynhneigð. Þetta er skoðun nær allra þeirra trúfélaga sem játa kristni; kaþólskra, hvítasunnufólk, rétttrúnaðarkirkjurnar, o.s.frv.

Þetta var líka skoðun Þjóðkirkjunnar þar til fyrir skemmstu og enn eru þar prestar sem eru mótfallnir hommaskap. Þess vegna hafa þau enn svokallað "samviskufrelsi" til að neita því að gefa saman samkynhneigð pör.


jón Valur Jensson - 21/08/15 00:30 #

Biblían fordæmir samkynja mök ítrekað (ekki samkynhneigð). Árni Svanur Daníelsson er slæmur fulltrúi kristinnar siðfræði.


Friðrik Tryggvason - 21/08/15 20:10 #

Jón Valur, það er rosalega gay að hugsa svona mikið um samkynhneigð.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?