Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Grunnlaun sóknarpresta um 650 þúsund á mánuði

Mynd af jesúsbrjáli

Upphæðin er miðað við launatöflu Kjararáðs og upplýsingar frá ráðherra. Þessi grunnlaun eru mun hærri en hjá nánast öllum starfsstéttum í þjóðfélaginu. Má þar nefna hjúkrunarfræðinga, lögregluþjóna, slökkviliðsmenn og lögfræðinga.

Samkvæmt könnun sem var birt í vikunni eru meðallaun nýútskrifaðra lögfræðinga um 550 þúsund á mánuði. Þeir eiga því talsvert í land með að ná prestum í launum. Prestarnir hífa svo margir hverjir verulega upp heildarlaunin með viðbótargreiðslum fyrir athafnir, hlunnindi af jörðum og fleira.

Kjararáð úrskurðaði í fyrra að laun sérþjónustu- og sóknarpresta skyldu hækka frá 1. febrúar 2014. Sóknarprestar eru í launaflokki 124. Ofan á launaflokkinn bætast við einingar og hver eining gefur 7.153 kr. á mánuði.

Samkvæmt svari ráðherra á Alþingi 2012 eru sóknarprestar að meðaltali með 15 einingar. Meðalgrunnlaun sóknarpresta reiknast því um 650 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin eru oft mun hærri því við grunnlaunin bætast við áðurnefndar aukagreiðslur.

Kjararáð á enn eftir að úrskurða fyrir árið 2015.

Ritstjórn 26.06.2015
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?