Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vond trúarbrögð

Mynd af Benjamin Franklin

Hugmyndin um rækilegan aðskilnað ríkisvaldsins og trúarbragða er viðtekin í hinum vestræna heimi og á meðal annars rætur að rekja til stofnunar Bandaríkjanna. Benjamin Franklin var rithöfundur, stjórnmálamaður og fleira. Hann var frumgyðistrúar (trú á guð sem ópersónulegt afl). Hann hefur stundum verið kallaður stofnandi Bandaríkjanna vegna baráttu sinnar fyrir því að sameina nýlendur í Bandaríkjunum. Eftir honum er haft eftirfarandi:

Ég tel að góð trúarbrögð standi undir sér sjálf. Þegar þau standa ekki undir sér sjálf og Guð sinnir því ekki sjá þeim fyrir stuðningi, sem veldur því að iðkenndurnir þurfa að leita eftir stuðningi frá hinu opinbera, er það merki, að mínu mati, um að trúarbrögðin séu slæm.

Mér verður hugsað til þessara orða í hvert sinn sem ég les 62. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda

Raunar verður mér ekki bara hugsað til þessarar orða Benjamin Franklin þegar ég les ákvæði stjórnarskrárinnar, heldur í hvert sinn sem ég heyri um fjárveitingar og aukafjárveitingar frá ríkinu til kirkjunnar. Líka þegar ég hugsa til launasamnings ríkis og kirkju þar sem ríkið samdi illa af sér og hagsmunir hins opinbera voru fyrir borð bornir í þágu hinnar evangelísku lútersku kirkju. Slagorð ríkiskirkjunnar er að vera biðjandi, boðandi og þjónandi. Hún mætti spyrja sig af því af hverju hún verður að þjóna sumum á kostnað alls almennings og hvers vegna hún er svona háð ríkisvaldinu um afkomu.


Sjá einnig:

Sindri G. 20.04.2015
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Magnús Ragnar (Maggi Raggi) - 26/04/15 12:38 #

Hverjir eru kristnir? => http://maggiraggi.blog.is/blog/maggiraggi/entry/1715179/

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.