Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kirkjusókn á páskum

Mynd af tómri kirkju

Ef það er eitthvert stakt atriði sem skilur kristna menn frá þeim sem eru ekki kristnir, þá er það trúin á að Jesús hafi í alvörunni risið upp frá dauðum. Fyrir þá sem ekki vita, á þessi meinti heimssögulegi atburður, sjálfur „brandari guðs“, að hafa gerst á páskadag og því ekki að ástæðulausu að margir telja páskana mikilvægustu hátíð kristninnar.

Í Danmörku var birt skoðanakönnun í mars 2014[1] og spurt: „Går du som regel i kirke i påsken?“ „Nej“ sögðu 92%, „ja“ sögðu heil 7%, og „ved ikke“ sagði 1%. Þess má geta að í annarri könnun, árið 2008, sögðust heil 25% trúa því að Jesús væri sonur guðs, þótt rúm 74% landsmanna séu skráð í Folkekirken.[2] (Skrítið svona misræmi milli trúarskoðana og trúfélagsskráningar, en það er önnur saga.)

Það væri fróðlegt að vita hvað margir Íslendingar sækja kirkju á páskunum.


[1] YouGov fyrir MetroXpress. 2.004 manna rýnihópur á aldrinum 18 til 74 ára var spurður, dagana 21.-23. mars 2014. Ekki kom fram hvert svarhlutfall var.
[2] Wikipedia: "Religion in Denmark", skoðað í mars 2014.

Upprunaleg mynd frá Jack Torcello og birt með CC-leyfi.

Ritstjórn 04.04.2015
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Valdimar - 11/04/15 00:50 #

Af hverju ertu ekki búinn að upplýsa þetta fyrr með upprisuna?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?