Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Pólitískur rétttrúnaður ríkiskirkjunnar

Mynd af Alþingi og dómkirkjunni

Stundum koma upp í hendurnar á manni hlutir sem maður eiginlega trúir ekki. Fólk segir eitthvað eða gerir eitthvað sem smellpassar svo við það sem maður hefur sjálfur verið að benda á að það er eins og einhver hafi hreinlega hannað atburðarrás fyrir mann.

Nýlega samþykkti Skátaþing breytingu á skátaheitinu. Í stað þess að þurfa að strengja Guði heit geta skátar nú strengt samvisku sinni heit, ef þeir það kjósa. Þarna er semsagt kominn valkostur fyrir þá skáta sem ekki trúa á Guð. Unnið hefur verið að þessari breytingu lengi og gerðar skoðanakannanir til þess að finna rétta orðalagið. Arnór Bjarki Svarfdal er einn af þeim sem hefur tekið þátt í þeirri vinnu:

Markmið var að færa skátana meira inn í nútímann og opna fyrir alla hvort sem þeir trúa á guð eða ekki eða hvaða guð þeir trúa á.

Það er erfitt að sjá hvernig þetta gæti stuðað nokkurn. Þarna eru skátarnir að sýna umburðarlyndi í verki. Við í Vantrú höfum hinsvegar bent á að þegar ríkiskirkjan talar um trúfrelsi, jafnrétti og umburðarlyndi þá sé hún að tala um að þessir hlutir eigi að gilda fyrir sig en ekki aðra. Aðrir mega alveg vera skör neðar.

Og hér höfum við alveg yndislegt dæmi um þetta, frá prestinum Gísla Gunnarssyni:

Skjámynd af Facebook

Það að gefa þeim sem ekki trúa á Guð þann valkost að strengja samvisku sinni skátaheitið er ekki umburðarlyndi eða víðsýni. Nei, það er pólitískur rétttrúnaður. Það skal sko ekkert gefa eftir. Þeir sem eru ekki kristnir geta bara verið úti.

Svona er hið raunverulega umburðarlyndi margra presta.

Egill Óskarsson 27.03.2015
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 28/03/15 01:32 #

Maður hefði haldið að þessi athugasemd prestsins væri bara klaufaskapur, mistök sem fólk myndi benda honum á, en í staðin taka mætir menn undir með honum. Þessir eru meðal þeirra sem setja "like" við Facebook stöðuna:

  • Einar K. Guðfinnsson
  • Bergþóra Ragnarsdóttir
  • Petur Blöndal
  • Auður Hermannsdóttir
  • Þórsteinn Ragnarsson
  • Sigurður Björnsson
  • Karl Sigurbjörnsson
  • Ursula Arnadottir
  • Jón Ármann Gíslason
  • Jakob Ágúst Hjálmarsson
  • Kristinn Dagur Gissurarson
  • Margrét Jónsdóttir
  • Ari Jóhann Sigurðsson
  • Elínborg Gísladóttir
  • Anna Maria Gudmundsdottir
  • Sigríður Munda Jónsdóttir
  • Gunnlaugur A. Jónsson
  • Hreinn Hákonarson
  • Örn Friðriksson
  • Jóhannes Björn Þorleifsson
  • Kristjan Valur Ingolfsson
  • Guðmundur Þór Guðmundsson
  • Sighvatur Karlsson
  • Helga Árnadóttir
  • Sigurdur Arni Thordarson
  • Björn Jóhann Björnsson
  • Sigfús Kristjánsson

Á þessum lista eru prestar, biskupar og alþingismenn. Þetta er umburðarlyndið sem ríkiskirkjusinnar boða.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/03/15 15:53 #

Hvað er eiginlega að þessu fólki? Ég skil ekki þennan þankagang. Hvernig getur valkostur, þar sem trúmenn fá áfram að gera nákvæmlega það sama og áður en aðrir fá að velja annað, verið "rétttrúnaður"?

Er allt annað en svartasta íhald semsagt "pólitískur rétttrúnaður" í dag?

Eða er þetta fólk, og þá sérstaklega séra Gísli Gunnarsson, bara óheyrilega vitlaust?


Jón Valur Jensson - 05/11/15 13:01 #

Ekki vantar, að Matti haldi áfram að lýsa fólk, sem er ekki sammála honum, vitleysinga. Hér gerir hann því skóna, að fólk eins og ýmsir, sem ég og aðrir þekkjum að góðum hæfileikum og þarfri þjónustu, sé "bara óheyrilega vitlaust"!

Hér voru t.d. nefndir doktorarnir Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og séra Sigurður Árni Þórðarson, einnig þeir eiga að vera "óheyrilega vitlausir" samkvæmt Matthíasi Ásgeirssyni, sem málar sjálfan sig út í horn í siðlegri umræðu með þvílíkum öfga-yfirlýsingum. Það sama á við um ógáfulegt mat hans á valinkunnum mönnum eins og Einari K. Guðfinnsssyni, Þórsteini Ragnarssyni, sr. Karli Sigurbjörnssyni, sr. Jakobi Ágúst Hjálmarssyni, Kristni Degi Gissurarsyni, Elínborgu Gísladóttur, sr. Hreini Hákonarsyni fangapresti, sr. Erni Friðrikssyni, Kristjáni Val Ingólfssyni Skálholtsbiskup og Birni Jóhanni Björnssyni. (Aðra hér þekki ég ekki – að þeim ólöstuðum!)

Rökþrota, en ófyrirleitinn lýsir þessi tengdasonur fyrrverandi forseta ASÍ sjálfan sig með þessum pörupilts-skrifum.

Ekki er kyn, þegar fyrrv. formaður Vantrúar skrifar með þessum hætti og lætur aths. sína standa hér opinberlega (og án athugasemda félaga hans) í rúma sjö mánuði, að þið Vantrúarmenn eruð oft kallaðir öfgamenn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/11/15 15:21 #

Ég vil hvetja fólk til að lesa athugasemd mína betur en Jón Valur gerir hér. Ég stend við hvert orð (hvern bókstaf ef út í það er farið).

Veit ekki alveg hvað tengdafaðir minn eða fyrrum starfsvettvangur hans hefur með málið að gera.

Jón Valur mætti glíma við spurningu mína. Ef hann treystir sér ekki til þess mætti hann gjarnan hóa í eitthvað af þessu úrvalsliði sem hann vitnar til og biðja það um svar.

Hvernig getur valkostur, þar sem trúmenn fá áfram að gera nákvæmlega það sama og áður en aðrir fá að velja annað, verið "rétttrúnaður"?


Jón Valur Jensson - 09/11/15 16:22 #

Þetta er stórundarleg spurning, Matti, og erfitt að átta sig á. En ekki dregurðu til baka ósæmileg orð þín um valinkunna menn, sjá hér ofar í fyrra innleggi mínu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/11/15 17:30 #

Ef þér þykir spurningin "stórundarleg" er það vegna þess að þú skilur ekki samhengið - en það má einmitt lesa úr greininni og athugasemdum.

Að sjálfsögðu dreg ég orð mín ekki til baka enda skrifaði ég ekkert sem þarf að draga til baka. Samhengið skiptir máli.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?