Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúlaus prestur?

Mynd af prestum að labba

Prestur nokkur reyndi að sannfæra mig, og fleiri trúleysingja, um að við værum trúuð. Hann greip í alls kyns hundalógík og satt að segja var frekar vandræðalegt að horfa upp á flumbruganginn. En hann fékk mig til að hugsa: skyldi hann sjálfur vera trúaður?

Hvernig skilgreina kristnir sig? Boðorðin eru auðvitað ákveðinn grundvöllur. Og ekki gleyma trúarjátningunni. Þá eru ýmis skýr fyrirmæli eignuð Jesú. Til að teljast kristinn þarf auðvitað að taka allan pakkann. Væntanlega er ekki mikils virði að vera svona nokkurn veginn kristinn.. “sæll, ég heiti Gunnar og er 68% kristinn” gengur varla.

Gefum okkur að prestur hafi nú haldið boðorðin tíu að mestu. Reyndar segir hann vísvitandi ósatt þegar hann segir okkur vera trúuð, það er fullyrðing þvert gegn þekktum staðreyndum.

Ég efast svo um að prestur samþykki trúarjátninguna, það hefur engin manneskja mögulega risið upp frá dauðum og enginn með lágmarksmenntun lætur sér detta í hug að þetta sé satt og rétt.

Að lokum má skoða fyrirmæli sem Kristur á að hafa gefið - eins og að (selja og) gefa fátækum allar sínar eigur. Nú er ég nokkuð viss um að prestur hefur ekki gert þetta.

Þannig að mér er spurn, hversu trúaður er prestur í raun? Og kannski prestar almennt, ef út í það er farið.

Valgarður Guðjónsson 26.03.2015
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?