Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Biblían TL;DR

Mynd af texta úr biblíunni

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa alla biblíuna, þá er hérna leiðrétt útgáfa af TL;DR (of langt, las ekki) útgáfu af biblíunni. Notandinn cabbagetroll birti upphaflegu útgáfuna á reddit og jafn-röng þýðing birtist einnig áður á trú.is.

1 Mósebók

Guð: Ok, þið tvö, ekki gera þetta hérna. Annars bara góða skemmtun!
Adam og Eva: Allt í lagi.
Satan: Má ég stinga upp á einu?
Adam og Eva: Allt í lagi.
Guð: Hvað gerðist!?
Adam og Eva: Sko, við gerðum þetta eina sem við máttum ekki gera.
Guð: Vegna óhlýðni ykkar mun ég gera fæðingar kvenna mjög þjáningarfullar og ég mun fylla jörðina af þyrnum og karlar munu þurfa að strita á jörðinni til þess að lifa af.

Afgangurinn af Gamla testamentinu

Guð: Þið eruð fólkið mitt og þið eigið ekki að gera sumt.
Fólkið: Við gerum það ekki.
Guð: Gott.
Fólk: Við gerðum það.
Guð: Ég mun drekkja heiminum og svo refsa ykkur og börnum ykkar með plágum, þurrkum og innrásum óvinaþjóða.

Guðspjöllin

Jesús: Ég er sonur guðs og þótt þið hafið gert það sem þið áttuð ekki að gera þá elska faðirinn og ég ykkur og við viljum að þið lifið góðu lífi. Ekki gera þetta aftur.
Fólkið sem Jesús læknaði: Allt í lagi. Takk.
Annað fólk: Við höfum aldrei séð hann gera þetta en hann gerir það líklega þegar enginn er að horfa.
Jesús: Ég hef aldrei gert þetta.
Annað fólk: Við ætlum að láta rétta yfir þér fyrir að hafa gert þetta.
Pílatus: Gerðir þú þetta.
Jesús: Nei.
Pílatus: Hann gerði þetta ekki.
Vondu gyðingarnir: Taktu hann samt af lífi.
Pílatus: Allt í lagi.
Jesús: Við endurkomu mína mun faðir minn senda engla sína og þeir munu senda þeim þá sem gjöra illt til eilífrar refsingar í hinn eilífa eld.

Bréf Páls

Fólkið: Við gerðum svolítið.
Páll: Rekið þau vondu úr ykkar hópi. Seljið þau Satani á vald til tortímingar holdinu, til þess að andinn megi hólpinn verða á degi Drottins Jesú.
Fólkið: Allt í lagi.

Bréf Páls, síðari hluti

Fólkið: Við gerðum þetta aftur.
Páll: Þegar Drottinn Jesús opinberast af himni með englum máttar síns mun hann koma í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá, sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú. Þeir munu sæta hegningu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti.

Opinberun Jóhannesar

Jóhannes: Þegar Jesús kemur aftur þá mun hann varpa fólki í eldsdíkið þar sem þeir verða kvaldir í eldi og brennisteini. Reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt. Þangað til væri fínt ef þið hættuð að haga ykkur illa.

Ritstjórn 25.03.2015
Flokkað undir: ( Biblían )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?