Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Refsandi guð Jesú

Mynd af gömlu málverki sem sýnir hin hinsta dóm

Í nýlegri predikun sagði ríkiskirkjupresturinn Guðrún Karls Helgudóttir að "Jesús birti okkur ekki refsandi Guð". Það má kalla þetta eina af kennisetningum krúttguðfræðinnar, en hún á lítið skylt við Jesú guðspjallanna.

Jesús talar um helvíti og heimsendi

Ef maður les guðspjöllin sér maður að sá guð sem Jesú boðar er guð sem refsar fólki svo um munar.

Jesús talar oft um helvíti. Hann kallar það að vera dæmdur til helvítisvistar “eilífa refsingu”. Það er eins mikill refsandi guð og hægt er að ímynda sér.

Ef maður les svo dæmisögur Jesú, þá fjalla margar þeirra einmitt um hvernig guð mun refsa fólki. Sem dæmi þá segir Jesús í dæmisögunni um skulduga þjóninn frá konungi sem að refsar þjóni sínum með því að senda hann í dýflissu til þess að verða pyntaður og bætir við að "Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum. Einnig líkir Jesú endurkomu sinni við það að þrælaeigandi komi heim og drepi vondan þræl sinn.

Sölumaður Jesú

Sú glansmynd af Jesú sem Guðrún og aðrir prestar boða hefur afskaplega lítið að gera með guðspjöllin eða gagnrýnin lestur á þeim. Hún er einfaldlega að búa til Jesú sem henni líkar við. Jesús sem hótar fólki að guð muni refsa þeim við heimsendi er ekki góð söluvara og þess vegna þegja prestar um hann, þrátt fyrir að þeir hljóta að vita að hann blasir við manni á mörgum síðum guðspjallanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson 26.02.2015
Flokkað undir: ( Messurýni , Sögulegi Jesús )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?