Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Slæmt trúleysi

Mynd af Vatnaskógi

Það gerist að ég sest niður með vinum mínum og horfi á sjónvarpið. Þar sem ég hef enga áskrift að neinum stöðvum þá er oft aðeins um tvo hluti að velja; hið ríkisrekna RÚV eða gospelið á Ómega. Það gerist oftast að við horfum frekar á Ómega.

Á þessu tiltekna kvöldi var ónefndur íslenskur predikari að tala um ónefndan son sinn og hvernig hann var sannfærður um að djöfullinn hefði komist í hann þegar hann var tólf ára. Venjulegt fólk mundi nú einfaldlega halda að mótþróarskeið unglinga væri hormónum að kenna frekar en yfirnáttúrulegum öflum. Þessi predikari var ekki hluti af þeim hóp og í stað þess að horfa í eigin barm og skoða uppeldið sem syninum hefði verið gefið þá var sökinni kastað á kölska. Sú niðurstaða var augljós fyrst að sonurinn var byrjaður að hlusta á þungarokk. Eina leiðin til að berjast gegn þessum illu öndum sem höfðu heltekið þennan unga mann var ekki að tala við hann eða reyna að skilja hann, heldur að fara niður á hné og biðja til guðs.

Okkur blöskraði við þessum viðbrögðum og tókum þetta sem skýrt dæmi um slæm áhrif trúar á yfirnáttúrulegan guð sem segist geta reddað öllu. Vinur minn sagði: "þetta er ástæðan fyrir því að ég trúi ekki á guð."

Þessi orð sátu í mér í nokkra daga og því meira sem ég hugsaði um þau því meira fór það í taugarnar á mér. Guð gæti í raun verið til þrátt fyrir afleiðingarnar.

Sama hvaða afleiðingar það hefur í för með sér að það sé til guð og sama hversu hræðilegar þær afleiðingar eru, þá eru þær engin rök fyri því að guð sé ekki til. Sama hversu marga slæma hluti eru framdir af mönnum sem kenna sig við guð, þá er það ekki rök gegn guði. Að byggja trúleysi sitt á því að kirkjan eða trú er slæm er, verður að segjast, slæmt trúleysi.

Ég verð að játa að reynsla mín af trúarstarfsemi í bernsku var ekki beint slæm. Ég fór í sumarbúðir sem ég elskaði og lærði þar að prísa Jesú og Guð þar. Tilfinningalega get ég ekki beint sagt að þeir hafa gert mér neitt illt. Hinsvegar komust hugmyndir í kollinn minn um eðli mannsins og náttúru sem ég áttu erfitt með að fitta í hin raunverulega heim. Þær hugmyndir völdu mér áhyggjum og togstreitu þar til ég gaf upp trúna.

Það var ekkert neikvætt sem varð orsök af trúleysi mínu. Ég var ekki misnotaður af klerkum eða fórnalamb óréttlátra trúabragða. Það var aðeins áhugi minn á gagnrýnni hugsun sem fyrst gerði guð óþarfan og þar eftir trúarbrögð.

Það að Guð gerir hluti sem geta farið í taugarnar á þér er ekki ástæða fyrir trúleysi, því í raun ertu ekki að taka afstöðu um tilvist hans. Þótt þú lokir augunum þegar eitthvað er fyrir framan þig sem þér líkar illa við, þá hættir það ekki að vera til.

Sumir trúa á guð því þeim líkar svo vel við hann. Þeir vilja að hann sé til, loka augunum á raunveruleikann og vona að hann sé þarna einhverstaðar. Það er trú. Að halda að eitthvað sé þarna þrátt fyrir engar góðar vísbendingar. Sumir telja það vera gott og sýna styrk. Ekki ég.

Guð virðist ekki vera til. Sama hversu vel eða illa okkur líkar við hann.


Upprunaleg mynd frá Paul Hutchinson og birt með CC-leyfi.

Kristján Lindberg 28.01.2015
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Siggit - 28/01/15 13:54 #

Fyrir mig var það lógíkin í því að ef Guð er almáttugur og góður. Hvernig getur þá illska verið til.

Það var náttúrulega sú pæling sem varð til þess að ég horfði lógískt á þetta og allt sem hét trú. Í dag er ég algerlega trúlaus, enda Occam's razor hugsunin altaf verið fremst í kolli.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/01/15 14:58 #

Ég held að þetta sé einmitt ágætur punktur. Vangaveltur um grimmd/illsku almættisins eru oft upphafið á frekari vangaveltum um trúarbrögðin. Þegar fólk áttar sig á því að gvuðirnir eru ekkert sérlega góðir fer það hugsanlega í kjölfarið að velta því fyrir sér hvort þeir eru yfir höfuð til.


Jón Hjörleifur Stefánsson - 28/01/15 21:30 #

Þetta fannst mér vera góður punktur. Afstaða er alltaf stöðugari þegar hún er byggð á einhverju meiru en bara ósk um að svo sé (eða að svo sé ekki). Þeir sem trúa ekki á Guð vegna þess að þeim mislíkar hann eru ekki beinlínis trúleysingjar. Ég held hinsvegar að þetta hljóti að fara smá saman: Sumir fara að hugsa um guðshugmyndina, líkar hún svo illa að á endanum hætta þeir að trúa henni. Þannig getur ,,slæmt trúleysi" verið skref í átt að algjöru trúleysi.


Kristján L (meðlimur í Vantrú) - 29/01/15 18:24 #

Ég myndi segja að lógíkin "ef Guð er almáttugur og góður, en illska er til, þá er guð ekki til" séu ekki alveg þétt.

Þau sýna hinsvegar fram á þversögn við margt sem okkur er sagt í sunnudagsskólum og fær fólk til að efast.

Ég er sammála, eins og Matti og Jón sögðu, að það eru oft tilfinningarmál sem fær fólk til að efast um hluti sem virðast áður hafa verið sjálfsagðir, en ef fólk stoppar þar og er ekki með meiri grunn en það, þá tel ég það vera "slæmt trúleysi".

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.