Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kirkjuferðir á fölskum forsendum

Mynd af barni að biðja

Í umræðunum um kirkjuheimsóknir opinberra skóla hamra talsmenn þeirra á því að heimsóknirnar séu “liður í fræðslu um trúarbrögð". Þetta skiptir sérstaklega máli í Reykjavík, þar sem að heimsóknirnar eru einungis leyfðar ef þær eru gerðar í fræðslutilgangi, en einnig skiptir þetta máli þar sem engar reglur hafa verið settar, því þá er þetta oft sú réttlæting sem er gefin fyrir ferðunum. En eru þetta fræðsluferðir?

Ekki fræðsluferðir

Það er auðvitað hægt að fara í fræðsluferð til kirkju um jólin. En þegar farið er árlega í sömu kirkjuna til að taka þátt í útvatnaðri skólaguðsþjónustu er ekki verið að fræða börnin.

Og er uppruni heimsóknanna ekki sá að þetta voru kristilegar helgiathafnir sem krakkar voru send í? Svo þegar reglurnar voru settar í Reykjavík, var í kjölfarið reynt að draga úr áróðrinum og kalla “fræðslu”, þó í grunninn sé þetta eins.

Ef þetta eru fræðsluferðir, hvað eiga börnin þá eiginlega að vera að læra í þessum ferðum sem krefst þess að farið sé á hverju einasta ári?

Ekki fjölbreytileiki

Stundum er því einnig haldið fram að ferðirnar séu liður í því að læra um fjölbreytileika trúarbragða. Talsmenn heimsóknanna segja að þeir hefðu til dæmis ekkert á móti því ef börnin færu í mosku eða hof.

Það væri ekkert óeðlilegt við fræðsluferðir á forsendum skólanna til tilbeiðsluhúsa annarra en ríkiskirkjunnar. En segir það okkur ekki eitthvað um þessar ferðir að það sé farið ár eftir ár til ríkiskirkjunnar einnar?

Ímyndum okkur að skólarnir færu ár eftir ár með börnin í meintar fræðsluferðir til Valhallar, höfuðstöðva Sjálfstæðisflokksins. Væri hægt að verja þær heimsóknir á þeim grundvelli að það væri verið að fræða um fjöldreytileika stjórnmálaflórunnar?

Hvers konar heimsóknir?

Mig grunar að oftar en ekki séu þessar ferðir kallaðar “fræðsluferðir" af illri nauðsyn. Mér finnst að talsmenn þeirra ættu að segja hreint og beint hvort þeir telji það réttlætanlegt að opinberir skólar fari í árlegar helgiathafnir í kirkju. Þá getum við rökrætt það í staðin fyrir að reyna að ræða um einhverjar ímyndaðar fræðsluferðir í ímynduðu fjölbreyttu trúarbragðanámi.


Mynd fengin hjá Cassidy Lancaster.

Hjalti Rúnar Ómarsson 22.12.2014
Flokkað undir: ( Skólinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?