Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Meirihluti enn fylgjandi aðskilnaði

Línurit sem sýnir stuðning við aðskilnað í gegnum árin

Samkvæmt glænýrri skoðanakönnun Capacent hefur dregið úr stuðningi við aðskilnað ríkis og kirkju en þó segist meirihluti (rúmlega 60%) þeirra sem tóku afstöðu styðja aðskilnað ríkis og kirkju. Alltaf hefur mælst stuðningur meirihluta landsmanna við aðskilnað í þessum könnunum Capacent.

Hlutfall þeirra sem styðja aðskilnað er þó um það bil 10% lægra núna en fyrir 2 árum. Það er erfitt að geta sér til um hvað hefur valdið breytingum á þessu tveggja ára tímabili. Hugsanlega hefur nýr biskup áhrif, sá sem var á undan sló ekki í gegn! Hugsanlega hefur áróður kirkjunnar áhrif, kirkjan hefur síðastliðinn áratug eytt töluverðri orku (og fé) í almannatengsl. Kannski hefur kosning um tillögur stjórnlagaráðs einhver áhrif og vera má að “kristnir þjóðernissinnar” séu að flykkjast að ríkiskirkjunni í andstöðu við múslíma og fjölmenningu.

Ef miðað er við síðustu könnun sem var gerð virðist hlutfallið óbreytt hjá yngsta aldurshópnum, 20-29 ára. Þar er enn yfirgnæfandi meirihluti, ~85%, fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Og þrír af hverjum fjórum á fertugsaldri eru einnig fylgjandi aðskilnaði. Helstu stuðningsmenn ríkiskirkjufyrirkomulags eru svo eldri borgarar. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru mun líklegri en aðrir til að styðja samband ríkis og kirkju.

Þó það sé slæmt að sjá minni stuðning við þetta réttlætismál í skoðanakönnunum bendir allt til þess að meirihluti landsmanna muni áfram styðja aðskilnað og þá sérstaklega þegar yngri kynslóðirnar taka við.

Ritstjórn 18.12.2014
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?