Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðgreind fólks án Guðs

Þegar Guð hverfur úr lífi fólks og þjóða er hætta á að á nokkrum kynslóðum rýrni gildin, daprist munur góðs og ills, siðgreind fólks veiklist og þar með verði flest eða allt leyfilegt.

Sigurður Árni Þórðarson á trú.is

Ritstjórn 31.10.2014
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/10/14 10:48 #

Ég mæli með því að fólk lesi þessa prédikun Sigurðar Árna, það tekur ekki nema fimm mínútur.

Veltið svo fyrir ykkur fordómunum í garð þeirra sem gagnrýna ríkiskirkju, kristni og/eða trúarbrögð. Berið þetta saman við það sem skrifað hefur verið á Vantrú.

Áður hefur Sigurður Árni sagt um þá sem tjá sig með gagnrýnum hætti um kristni eða kirkju.

Kynnið ykkur boðskap þeirra, sem eru herskáir guðleysingjar. Þar finnið þið ekki þroskaða vitmenn, heldur hrokagikki, sem hæða og níða. Herskáir guðleysingjar eru bókstafstrúarmenn. Hjá slíkum er jafnan stutt í ofbeldið. #

Eru svona fordómar í lagi? Er eðlilegt að ríkisstarfsmaður tjái sig með þessum hætti - á launum hjá okkur?


Helga - 31/10/14 11:52 #

farid ad hljoma eins og ofsatru thessi islenska kirkja.. eda kannski alltaf verid thad i grunninn. allavega ekki langt i thad.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/10/14 13:24 #

Ég held að ríkiskirkjan hafi alltaf verið dálítið "öfgafull" - síðustu áratugi hefur þjóðin einfaldlega færst frá slíkum viðhorfum. Kirkjan fylgir svo í humátt á eftir þjóðinni, yfirleitt svona fimm til tíu árum á eftir viðhorfi almennings.

Þykist svo hafa leitt vagninn.


Árni - 31/10/14 16:25 #

Matti "Eru svona fordómar í lagi? Er eðlilegt að ríkisstarfsmaður tjái sig með þessum hætti - á launum hjá okkur?"

Ertu ekki að beina orðum þínum að ykkur sjálfum líka? Sumir vantrúarfélagar, meðal annars stjórnarmenn félagsins eru líka ríkisstarfsmenn á launum hjá okkur. Þið farið nú ýmsum orðum presta og aðra sem að mínum dómi hljóma oft sem fordómar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/10/14 16:30 #

Sumir vantrúarfélagar, meðal annars stjórnarmenn félagsins eru líka ríkisstarfsmenn á launum hjá okkur.

Enginn í Vantrú fær greitt fyrir að skrifa greinar á Vantrú eða tjá sig um trúmál með öðrum hætti, ólíkt séra Sigurði Árna. Séra Sigurður Árni var á launum hjá ríkinu við að skrifa þessi orð og flytja.

Svo máttu endilega benda á sambærileg skrif okkar.


Árni - 31/10/14 17:18 #

Mikið rétt hjá þér Matti að engin í Vantrú fær greitt fyrir að tjá sig um trúmal. Mín skoðun er samt sú að hvort sem þú vinnur hjá ríkinu eða öðrum hefur þú rétt á því að hafa skoðanir. Ég las ræðuna hans Sigurðar Árna og að mínu áliti er ekki um fordóma að ræða. Hann tjáir sína sannfæringu rétt eins og margir aðrir sem eru annarar skoðunar.

Það er langt síðan ég kíkti inn á síðuna ykkar síðast og í fljótu bragði (nenni ekki að fletta upp í gömlum greinum) sýnist mér mun betri bragur á ykkar skrifum í dag en var hér áður. Því ber að hrósa, þó svo að ég sé oft ekki sammála. En ég ber fulla virðingu fyrir ykkar skoðunum og vænti þess að mínar skoðanir séu einnig virtar. Góðar stundir.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 31/10/14 18:20 #

Árni, segjum að herra X skrifi pistil um að samfélaginu stafi ógn af gyðingdómi. Skiptir það engu máli hvort að ríkið sé að borga honum fyrir að gera það eða ekki? Það skiptir þó nokkru máli að mínu mati.

Það er enginn að mótmæla því að starfsmenn ríkisins hafi "rétt á því að hafa skoðanir", en það er allt annað en það að borga þeim sérstaklega fyrir að boða svona skoðanir.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 31/10/14 18:25 #

Eða enn betra dæmi: Segjum að Snorri í Betel væri í starfi hjá ríkinu við að boða kristni. Myndi það ekki skipta neinu máli þegar við metuð áróður hans gegn samkynhneigð?


Hanna Lára Gunnarsdóttir - 02/11/14 16:53 #

Þegar öllu er á botninn hvolft þá sitjum við uppi með spurninguna: má gera grín að hverju sem er? Má t.d. gera grín að forseta lýðveldisins, þingmönnum, læknum og hjúkrunarfólki? Má spotta kennara og bifvélavirkja, sjómenn og skrifstofufólk, lögreglþjóna og fasteignasala?

Ef svarið er já, af hverju má þá ekki gera grín að prestum - jafnvel gvuðinu sem ríkiskirkjan vill eindregið að við elskum, dýrkum og hræðumst? Ef ekki, þá liggja nú spaugstofumenn, strákarnir, stelpurnar, mið-Ísland og aðrir prakkarar laglega í því!

Málið snýst nefnilega um að ríkiskirkjan og þjónar hennar eru ekki lengur "heilagar kýr" í augum almennings.

Satt best að segja verð alltaf dálítið kát þegar ég sé hvernig prest-greyin engjast undan því að fólk skríður ekki lengur í duftinu fyrir ofurvaldi kirkunnar, eins og undangengnar aldir. Nú er gert soldið at í prestum, lygar þeirra og loddaraskapur afhjúpuð. Og viðbrögðin sýna að þeir finna að þeir eru búnir að missa ógnartökin. Og það er nú gott......

Áfram með skensið -

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?