Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar eru ríkisstarfsmenn

Barn með Nýja testamentið

Prestarnir eru starfsfólk Þjóðkirkjunnar, en ekki ríkisins og eru nú skipaðir af Biskupi, en ekki ráðherra eins og áður. # - Gunnlaugur Stefánsson, ríkiskirkjuprestur og kirkjuráðsmaður.

Hluti af afneitun kirkjufólks á eðli Þjóðkirkjunnar sem ríkiskirkju er sú fullyrðing sums þeirra að prestar séu ekki starfsmenn ríkisins. Samt ætti það að vera öllum ljóst að prestar og biskupar eru ríkisstarfsmenn.

Augljósu staðreyndirnar

Til að byrja með er sérstaklega tekið fram í 22. grein laga um starfsmenn ríkisins að "*Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar” séu" “starfsmenn ríkisins”.

Hæstiréttur Íslands hefur meira að segja staðfest þetta í frægum dómi í máli Ásatrúarfélagsins gegn íslenska ríkinu, en þar sagði meirihlutinn berum orðum: “Starfsmenn þjóðkirkjunnar eru opinberir starfsmenn…”

Og allt í kringum prestsstarfið er þannig háttað að þeir séu ríkisstarfsmenn: Laus prestsstörf eru auglýst á Starfatorgi (þar eru laus störf hjá ríkinu auglýst), þeir fá laun úr ríkissjóði og Kjararáð ákveður laun þeirra!

Prestar vilja vera ríkisstarfsmenn

Sumt kirkjunnar fólk áttar sig á því að staða presta sem ríkisstarfsmenn passar ekki við fullyrðingar þeirra um að Þjóðkirkjan sé “sjálfstætt" trúfélag, og þess vegna var lagt til nýlega á Kirkjuþingi að prestar yrðu ekki lengur ríkisstarfsmenn. Þetta voru viðbrögð presta:

Mér er ljóst að þær tillögur sem fram koma í frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga þess efnis að biskupar og prestar verði ekki lengur embættismenn ríkisins heldur embættismenn þjóðkirkjunnar hafa mætt mikilli andstöðu af hálfu mjög margra í hópi hinna vígðu þjóna kirkjunnar og valdið óróa og ótta um versnandi hag og stöðu. - Pétur Kr. Hafstein #

Tillögurnar um að biskupar og prestar yrðu ekki lengur ríkisstarfsmenn voru dregnar til baka. Þannig að prestar eru ríkisstarfsmenn og þeir vilja vera ríkisstarfsmenn vegna “ótta um versnandi hag og stöðu".

Ritstjórn 13.10.2014
Flokkað undir: ( Klassík , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 14/10/14 11:35 #

Umboðsmaður Alþingis og kærunefnd jafnréttismála hafa líka marg staðfest að prestar séu ríkisstarfsmenn

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?