Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Samsæriskenning í frétt á rúv.is

WTC

Í frétt sem birtist á rúv.is fyrr í dag kemur fram staðhæfing sem er vinsæl hjá samsærissinnum en stenst ekki nánari skoðun.

Þá hefur danski efnafræði prófessorinn Niels Harrit sem var í hópi vísindamanna sem rannsakaði ryk úr rústum tvíburaturnanna sýnt fram á að hátækni sprengiefnið Nano thermite fannst í miklum mæli í rústunum.

Hið rétta er að Niels Harrit heldur því fram að hann hafi fundið nano termít í ryki sem á að vera úr rústum tvíburaturnanna. Kenning Harrit þykir ekki traust og aðrir vísindamenn taka ekki undir hana. Grein Harrit birtist í Open Chemical Physics Journal, en útgefendur þess hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir slöpp vinnubrögð þegar kemur að ritrýningu. Til dæmis samþykkti þessi útgefandi grein sem var skrifuð af SCIgen, sem er forrit sem skrifar vísindagreinar sjálfvirkt. Ritstjóri tímaritsins sem birti grein Harrit sagði af sér útaf málinu. Efnafræðiskor Kaupmannahafnarháskóla hefur bannað Harrit að tengja skólann við fyrirlestra sem hann hélt í kjölfar birtingar greinarinnar.

Rykið sem Harrit rannsakaði hafði legið í krukkum á óskilgreindum stöðum árum saman áður en því var komið til Harrit. Niðurstaða Harrit er þar að auki alls ekki traust og bent hefur verið á að niðurstöður hans eiga alveg eins við um málningu.

Að lokum er vert að taka fram að Nano termít er ekki “sprengiefni” eins og sagt er í frétt RÚV. Nano termít er ólíkt hefðbundnu termíti að því leiti að efnahvarfið gerist hraðar þar sem efnin eru mulin í fínt duft. Efnahvarfið er samt ekki nærri nógu hratt til að hægt sé að flokka nanó termít sem sprengiefni og vantar þar talsvert upp á.

Við í Vantrú sendum tölvupóst til fréttastjóra RÚV fyrr í dag. Fréttastjórinn ætlaði að koma ábendinu til blaðamanns en fréttin er enn óbreytt á vefnum fréttastofu Ríkisútvarpsins til háðungar.

Sjá nánar:

Ritstjórn 11.09.2014
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/09/14 16:38 #

Ef fólk hefur áhuga á að lesa langar umræður um nanó termít er ágætt að byrja á þessari athugasemd. Ég vara þó við, fólk gæti fundið fyrir dálitlum pirringi þegar umræðurnar eru skoðaðar.


Benni - 24/09/14 00:17 #

Ha,ha, þið trúleysingjar trúið mestu samsæriskenningu allra samsæriskenninga. Svo þykist þið vera trúlausir.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/09/14 10:05 #

Þú ert svona fullorðins. :|


Benni - 24/09/14 11:11 #

Eru trúleysingjar þeir einu sem eru eftir, sem trúa lygum yfirvalda, varðandi 9/11? Hvað meinarðu, "aðrir vísindamenn taka ekki undir hana". Áttu við þá sem vilja halda starfi sínu, eða vilja komast hjá ofsóknum?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 24/09/14 11:22 #

Ert þú sá eini sem veist betur? Þér hlýtur að iða í skinninu að upplýsa okkur í góðu, rituðu máli, með vísunum í heimildir. Sannfærðu okkur. Vertu skýr og slepptu barnaskapnum.

http://aneta.org/911experiments_com/millette/paper/


Benni - 29/09/14 15:03 #

Það er nóg að googla "Israel did 911 all the proof" þá finnurðu, eins og titillinn segir, hverjir stóðu fyrir þeim hryðjuverkum. Það getur reyndar tekið nokkurn tíma, því sannanirnar eru svo margar.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/09/14 20:27 #

Aha. Ísrael gerði 911 og öll sönnunargögnin liggja fyrir á internetinu. Takk Benni. Þessu mun ég aldrei gleyma.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 30/09/14 12:42 #

enda allt satt og rétt sem hægt er að finna á internetinu..


Símon - 04/10/14 21:15 #

Æi, hversu oft ætlið þið að gera ykkur að fíflum með svona bulli? Þið endurtakið lygabull um Bentham Open Chemical Physics Journal, enn einu sinni. Hið rétta er að veikir nafnlausir einstaklingar á JREF spjallborðinu dreyfðu lygasögu um OCPJ, þess efnis að þar væri lítil eða engin ritrýning og að ritið hefði gefið út falska grein eftir tölvuforrit.

Þessi saga gekk um netið þar til David Griscom gaf sig fram sem einn af þeim sem ritrýndu grein Harrits fyrir OCPJ, en hann er einn af virtustu vísindamönnum BNA: http://911blogger.com/news/2010-12-02/peer-reviewer-active-thermitic-materials-paper-identifies-himself-great

Þessir veiku einstaklingar á JREF reyndu einnig að bendla Bentham OCPJ við atvik þar sem einhver reyndi að fá eitt af um 200 Bentham systurritum þess til þess að birta falsaða grein. En greinin var aldrei birt, og það er að sjálfsögðu ekki alveg heiðarlegt að reyna að rugla saman þessum ritum.

JREF spjallborðið er frægt fyrir svona bull, og nú er svo komið að JREF er að losa sig við spjallborðið.

En þið haldið að fréttamenn á RÚV geti dregið til baka fréttir út af svona þvælu, greyin mín?

Það eina sem gerist þegar þið hagið ykkur svona er að þið fáið á ykkur sama veikinda og vitleysinga orðsporið sem drap JREF spjallborðið.

Í raun mætti færa ágætis rök fyrir því að þið hafið nú þegar smá svona orðspor á ykkur.

Góðar stundir.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/10/14 21:35 #

Telurðu í alvöru að það styrki mál þitt og grein Harrit að einn þeirra sem las yfir greinina er "truther" og frekar virkur samsærissinni? Ég hefði einmitt haldið að það veikti málstað þeirra sem telja vit í grein Harrit - í svona tilvikum reynir maður að finna "peers" sem hafa ekki sterkar skoðanir á umdeildu máli.


Símon - 11/10/14 00:31 #

Matti, þetta snýst um það hversu ömurlegt það er að dreyfa lygasögu um að OCPJ hafi birt grein sem tölvuforrit falsaði, og að ritið stundi ekki raunverulega ritrýningu. Ég verð að bæta því við að það er frekar aumt að gera þetta þrátt fyrir að þú vissir augljóslega betur, þar sem þetta kemur allt saman fram í fyrri umræðu við þig.

Þú getur ekki réttlætt þetta með svertingu á Griscom og kalla hann "truther," það er algjörlega fáránlegt. Hvernig heldur þú að það myndi ganga að gera þá kröfu á t.d. loftslagsvísindin, að þeir sem ritrýni þær rannsóknir trúi alls ekki á loftlagsbreytingar af mannavöldum? Ég er ansi hræddur um að mikil læti myndu heyrast frá ykkur félögum ef einhver sem mótmælir hnattrænni hlýnun myndi reyna "debunka" rannsóknir IPCC á þennan hátt.

Rannsókn Harrit er birt í chemical physics/efna-eðlisfræði riti, og ritið hefði varla geta fundið virtari og reyndari visindamann til að ritrýna rannsóknina. Griscom er sérfræðingur í þessu, og hefur gefið út yfir 100 greinar sem aðal höfundur, og ritrýnt hátt í þúsund greinar. Þegar hann byrjaði ferill sinn þá valdi NASA hann til að rannsaka rykið sem það kom með til baka frá tunglinu á sínum tíma.

Það er hlægilegt og ekki svaravert að gefa í skyn að Griscom hafi ekki verið hæfur til að ritrýna rannsóknina, eða að hann hafi verið valinn vegna þess að það mætti búast við því að hann myndi "sleppa" Harrit í gegn með einhverju hálfkáki.

Það gleymist líka að Griscom var bara annar af tveimur dómurum, en hinn var ekki "truther", og gagnrýni hans var ekki nærri eins ströng.

Dr. Harrit og Dr. Jones hafa báðir gefið út yfir 50 rannsóknir í virtustu vísindaritunum og þeir hafa báðir talað um það hversu strangar kröfur Griscom gerði. Þeir fengu 12 bls af athugasemdum og þurftu að bæta við auka rannsóknum í ca 3 mánuði til að standast kröfur hans, áður en hann samþykkti að rannsóknin yrði birt.

Það er nokkuð ljóst að OCPJ stóð að ritrýningu með hefðbundnum hætti og að mjög vel var vandað til verks: það voru 2 dómarar og ritið leitaði augljóslega eftir fólki með menntun og reynslu við hæfi.

Þessar lygasögur frá JREF spjallborðinu voru fáránlegar og "snillunum" þar ekki til sóma. Það er ekki að ástæðulausu að JREF er búið að losa sig við spjallborðið. Lygasögurnar voru nógu slæmar áður en að Griscom gaf sig fram, en verra var að drullumallið hélt áfram eftir það.

Það gleymist líka að 2 aðalhöfundar Harrit rannsóknarinnar störfuðu við háskólann í Utah, og að yfirmaður eðlisfræðideildarinnar (yfirmaður þeirra beggja)lét ekki nægja hefðbundna ritrýningu á vegum ritsins. Hann lét deildina fara yfir rannsóknina og sjá um eins konar "innra eftirlit" á vegum skólans. Harrit og félagar þurftu að bíða eftir samþykki þeirra áður en þeir fengu leyfi til að birta rannsóknina, og það fékkst augljóslega. M.ö.o. þá hefði skólinn bannað birtingu ef hann hefði fundið eitthvað athugavert, þrátt fyrir samþkki ritrýnenda OCPJ.

Rannsókn Harrit et al er nokkuð skotheld fyrir vikið. Nú eru liðin 5 ár og ekkert bólar á rannsóknum sem hrekja niðurstöðu Harrit. Ég, og þeir sjálfir, og "Trutherar" yfir höfuð viljum sjá gagnrýni, en það nennir enginn lengur að hlusta á lygasögur frá spjallborðinu sem var kennt við JREF.

Enislega gagnrýni, takk fyrir, og ritrýndar rannsóknir. Dr. Millette gafst upp..nokkur orð um hann á eftir.


Símon - 11/10/14 01:08 #

Matti, það er líka ágætt að átta sig á því hversu miklum fíflum þetta JREF lið gerði sig að, eftir að hafa dreyft þessum faránlegu lygasögum um "enga ritrýningu" hjá OCPJ miðlinum sem birti rannsókn Harrit, til að reyna að "debunka" Harrit, og enda svo með óritrýnda og óbirta rannsókn Millette (sem þú vitnar í, og Þórður hér að ofan)

Það þarf alveg einstaklega mikla hræsni eftir þetta allt saman til að vitna í Millette rannsóknina sem eitthvað "debunk" á Harrit, á meðan Millette drullast ekki til að láta ritrýna hana og gefa út.

Talandi um að kasta steinum úr glerhúsi.

Nú eru meira en tvö ár liðin frá því að Millette birti eittvað illa unnið uppkast af rannsókn sinni, og stór loforð voru gefin um að ritrýning og að útgáfa væri á næsta leiti. Þetta var algjört prump og plat, og það frá manni (Millette) sem hafði áður verið kærður af samstarfsfélaga hjá EPA fyrir svik vegna fyrri rannsókna hans á ryki frá ellefta september: http://digwithin.net/2012/02/17/when-mohr-is-less-the-official-non-response-to-energetic-materials-at-the-wtc/

Er ekki líka magnað að ráðast á Griscom sem óhæfan ritrýnanda vegna þess að hann var "truther" á meðan sama fólk sér ekkert athugavert við að ráða Millette til að sjá um rannsókn, mann sem var ekki aðeins í forsvari fyrir opinberu söguna (klárlega anti-truther) og auk þess með kæru á bakinu fyrir svik?

Hræsnin er ótrúleg.

Ef þið skráið ykkur á spjallborðinu sem var áður kennt við JREF, og reynið að fá þetta lið þar til þess að heimta að rannsóknin verði gefin út (þetta fólk stóð fyrir og fjármagnaði rannsóknina), þá verðið þið sjálfsagt bönnuð.

Það eru mjög fáir sem trúa því að Millette muni klára rannsóknina, og láta ritrýna hana og gefa út. Ég held að Séra Chris Mohr trúi því ennþá, en veit ekki um neina fleiri..


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 12/10/14 13:56 #

Smá hugmynd, Símon... minna af upphrópunum, "lygar", "hræsni", "lygasögur", "hlægilegt", "ekki svaravert" og kannski aðeins meira innihald... svona ef þú vilt ná eyrum einhverra hér.

Þanngi gætir þú stytt textann talsvert og sparað bæði þér og okkur tíma.

Eftir stendur að - tímaritið hefur fallið á einföldu prófi - það sem var rannsakað stenst ekki lágmarkskröfur um rekjanleika - það eru aðrar mögulegar skýringar, mun sennilegri - það sem hann fann er ekki "sprengiefni" eins og segir í frétt Rúv

Og svo þetta smáatriði að það vantar einhverja vitræna skýringu á því hver ætti að hafa komið sprengiefni fyrir, hvernig og hvers vegna..


Símon - 14/10/14 05:11 #

Valgarður minn, það er leitt að þú ræður illa við langa texta. Þetta eru ekki "upphrópanir" heldur einfaldar staðreyndir sem hrekja gömlu lygasöguna um að BOCPJ hafi ekki ritrýnt rannsókn Harrits, og birt falsaða grein eftir tölvuforrit.

Svar þitt er innhaldslaust blaður og mér dettur ekki í hug að eyða meiri tíma í þig.

Svar mitt hér var ekki ætlað til þess að "ná eyrum einhverra hér" varðandi rannsókn Harrit eða 9/11 "samsæriskenningar" yfir höfuð. Það nennir enginn að ræða þetta við ykkur lengur, þið eru heppnir ef Mofi nennir að rífast um sköpunarkenninguna sína við ykkur.

Það fylgjast heldur ekki nógu margir með spjallborðinu ykkar til að réttlæta viðræður til þess að veiða áhorfendur í mitt lið.

Mitt eina innlegg hér er að gefa ykkur "heads up" hvers vegna RÚV getur ekki dregið til baka fréttir vegna svona þvælu, og biðja ykkur um að athuga að svona þvæla er helsta ástæðan fyrir því að JREF varð að losa sig við spjallborðið: Rugludallarnir þar voru búnir að rústa orðsporinu og fjármagnið var hætt að steyma inn.

En, þú Valgarður mátt að sjálfsögðu halda áfram að láta eins og JREF "snillanir". Kannski finnst einhverjum þetta ennþá vera voða flott.

Góðar stundir. Bless, bless!


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 14/10/14 09:58 #

Fyndið, "dettur ekki að eyða meiri tíma í þig".. og svo kemur enn ein langlokan - innihaldslaust, upphrópanir, , uppnefni, gífuryrði - en engar upplýsingar og ekkert fram að færa.

Kannski er þetta ástæðan fyrir því að ég efast um svona margar samsæriskenningar.. talsmenn þeirra eiga flestir mjög erfitt með að koma skoðunum sínum og rökum á framfæri en eyða þess í stað allri sinni orku í upphrópanir.


Guffi - 03/03/15 21:13 #

Varðandi tvíbbaturnana, þá et nægilega mikið álitamál með þetta frjálsa fall þeirra til jarðar og ljósmyndir af thermite ská-skornum burðarsúlunum og hundruð annarra vafa og furðuatriða varðandi málið að verkfræðingafélag BNA, sem er lögaðili með rannsóknarskyldu og forgang að gögnum og svæðinu þegar háhýsi hryniur, eru með málsókn í gangi gegn ríkinu til að fá rannsókn í gang til þessa að upplýsa hvað gerðist. Bara fyrir þig, Valli, þá finnst mér hroki þinn og yfirlæti gagnvart skoðun annarra á 9/11 ekki bera þér gott vitni og enn síður gera þig trúverðugan í vantrúarfelaginu. Ég hélt alltaf að þú værir kúl gæji en sé núna að þú ert alveg jafn fastur í þínum krrddum eins og fólkið sem þú gagnrýnir mest. Ef þú bakkar út úr kústaskápnum þínum, opnar augun almennilega og horfir á söguna endurtaka sig aftur og aftur og horfir á heildarmyndina, þá hlýtur þú að sjá hvað er að gerast, eins og svo margir, miklu gáfaðri en ég og þú hafa gert. Rökvísi er nefnilega ekki stærðfræðigrein, heldur svo miklu meira flókið og fjölbreytt mál. En hvað um það, þær sannanir sem ekki voru fjarlægðar á fyrstu dögunum eftir 9/11 eru samt fjölmargar. Bara bakka aðeins út úr kústaskáobum og opna augun. :) og biðja svo alla afsökunar sem þú hefur sakað um þröngsýni vegna trúar eða annarra mála. ;)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/03/15 21:35 #

þá et nægilega mikið álitamál með þetta frjálsa fall þeirra til jarðar

Það er ekki álitamál, turnarnir féllu ekki í frjálsu falli - þeir féllu hægar. Nóg að horfa á myndbönd af atburðinum til að staðfesta það, brak fellur hraðar en turnarnir sjálfir.

og ljósmyndir af thermite ská-skornum burðarsúlunum

Skáskornu burðarsúlurnar voru skáskornar í niðurrifinu á svæðinu löngu eftir hrunið. Það eru til myndir af því.

og hundruð annarra vafa og furðuatriða varðandi málið að verkfræðingafélag BNA, sem er lögaðili með rannsóknarskyldu og forgang að gögnum og svæðinu þegar háhýsi hryniur, eru með málsókn í gangi gegn ríkinu

Neibb, þú ert að rugla þessu félagi saman við eitthvað annað.


Guffi - 03/03/15 21:36 #

Valgarður. Öryggismál og viðhald tvíburaturnanna var í höndum ísraelsk fyrirtækis. Í þrjár vikur allavega fyrir hrunið þá voru starfsmenn þessa ísraelska fyrirtækis að vinna á nóttunni við "viðhald" í lyftustokkunum. (Lyftur og stokkar voru innan um burðarsúlurnar. ) Þetta ætti að segja þér hverjir og hvernig.
Af hverju? Bush og co voru lengi búnir að reyna að fá samþykkt hryðjuverkalögin, Terrorist Act Law, sem i grunninn gerðu hvern bandarískan þegn algerlega réttlausan í sínu eigin landi. Þetta hafpist ekki í gegn fyrr en turnarnir hrundu, handklæðahausum kennt um og allir sáu allt í einu ógnina. ( vel þekkt aðferð að búa til ógn yil að stjórna massanum betur, ergo almáttugur guð sem ber að óttadt og virða. Þú þekkir þetta alveg, Valli. ) needless to say, hinn venjulegi bna maður er i dag i raun réttlaus, ef yfirvöldum finnst hann grunsamlegur. Þetta gekk svo vel að síðar varð Sandy Hook sett af stað til að ná tökum á vopnaeign þjóðarinnar, en Charlton Heston hefur reynst ríkisdtjórninni ofjarl til þessa. Ef þú nærð ekki tengingunni við CH ig þetta mál þá átt þí lítið upp á pallborðið í þessari umræðu. Ég vona að þetta hafi verið nægilega stutt og laggott hjá mér fyrir þig. ;)


Guffi - 03/03/15 21:44 #

Matti. Þetta er ótrúlega vel stutt hjá þér og vönduð rök. Ég gæti sprænt ómældu flóði af linkum, gögnum, fréttasíðym, umræðuþáttum og fleira yfir þig og ykjur um þetta, en það tekur mikinn tíma og ég bara nenni honum ekki í fólk með svarta fötu á höfðinu. Legg til að þú haldir bara áfram að rífast við einhver trúfélog og heilara, en skaðir ekki heilabúið á víðara samhenginu. ;) godt nat :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/03/15 22:32 #

Ég vísa áhugasömu (og læsu) fólki á vísanirnar neðst í greininni. Ekkert af því sem Guffi segir er nýtt í umræðunni hér á Vantrú, þetta hefur ítrekað verið hrakið afar ítarlega.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 03/03/15 22:40 #

Nú, nú, voru þetta starfsmenn "ísraelsks" fyritækis.. það breytir augljóslega öllu, nú sé ég að það er endanlega sannað að þetta var samsæri - ég þarf bara að fabúlera einhverjar tengingar út í bláinn og ímynda mér hvernig þetta var allt saman út frá nokkrum losaralegum hugmynd - og bingó!

Eða kannski ég haldi mig við að biðja um staðreyndir og raunverulegar upplýsingar.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 03/03/15 23:58 #

Guffi, gúglar maður þetta ekki bara fyrst þú nennir ekkert að stafa þetta ofaní þessa pappakassa? Held að leitarstrengurinn "israeli 911 attack conspiracy all true" svarar pottþétt öllu og meira til. Hvað heldur þú?


Tinna G. Gígja - 09/03/15 13:09 #

https://www.google.com/search?q=proof+aliens+911&gws_rd=ssl

Geimverur eru augljóslega sökudólgarnir. Google sannaði það!


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 09/03/15 17:49 #

en Charlton Heston hefur reynst ríkisdtjórninni ofjarl til þessa.

Og það þrátt fyrir að hafa dáið fyrir sjö árum... Gott að fólk fylgist með og velur sér réttu upplýsingarnar.

að verkfræðingafélag BNA, sem er lögaðili með rannsóknarskyldu og forgang að gögnum og svæðinu þegar háhýsi hryniur, eru með málsókn í gangi gegn ríkinu til að fá rannsókn í gang til þessa að upplýsa hvað gerðist.

Hvaða verkfræðingafélag BNA? ASCE? Ekki get ég séð að það félag sé með einhverja slíka málsókn í gangi. Í hvaða félag ertu að vísa?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?