Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stewart Swerdlow – vafasamur “Íslandsvinur”

Mynd af höfrungi

Stewart Swerdlow er merkilegur maður - að eigin sögn. Hann getur séð árur og persónugerð fólks, lesið DNA- mengi og hugsanamynstur og getur flutt meðvitund sína til utan tíma og rúms. Eða svo segir hann sjálfur.

Stewart Swerdlow hefur einnig sagt að “einhverfa stafi af því að höfrungar taki sér bólfestu í mönnum”. Hann segir að til séu eðlugeimverur sem gangi meðal okkar dulbúnar sem venjulegt fólk. Hann segist geta læknað fólk af heilaþvotti sem það hefur orðið fyrir af hálfu Illuminati-reglunnar, og að hann sérhæfi sig í að “afforrita” fólk. Hér er myndband frá fyrirlestri þar sem Swerdlow segir að Stubbarnir (Teletubbies) séu að senda börnum illa leynd skilaboð um að þau muni verða að vélmennum.

Hljómar þessi maður traustvekjandi? Myndir þú vilja gefa honum pening í staðinn fyrir ráðleggingar frá honum? Hvernig hljómar 16.000 króna gjald fyrir einnar klukkustundar einkatíma? Það er upphæðin sem Swerdlow rukkar, en hann er væntanlegur til Íslands þann 4. september. Hér mun hann dvelja í viku og bjóða upp á námskeið og einkatíma fyrir hvern þann sem vill láta féfletta sig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Swerdlow kemur til Íslands, en hann hefur verið reglulegur gestur hér sl. 7 ár og hefur haldið að minnsta kosti þrjú námskeið ætluð almenningi. Grein um hann birtist á Vantrú árið 2008, og hann virðist enn við sama heygarðshornið.

Það vakti réttilega hörð viðbrögð meðal almennings þegar predikarinn Franklin Graham kom til Íslands. Það er hins vegar dapurlegt hversu fátíð mótmæli eru vegna snákaolíusölu á Íslandi. Á heildina litið er nefnilega ekki svo mikill munur milli predikara eins og Graham og fólks á borð við Swerdlow. Báðir halda fram ótrúlegum staðhæfingum sem ekki er hægt að sanna, og báðir vilja fá greitt fyrir að ”laga” andlegt líf fólks.

Rebekka Búadóttir 02.09.2014
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin , Nýöld )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?