Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Laun presta hækka og hækka

Mynd af prestum

Fyrr í mánuðinum fengu ríkiskirkjuprestar launahækkun. Ný gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta gekk í gildi og nemur hækkun á öllum liðum um það bil 10.000 krónum. Nú fá prestar því ~5.000 krónur fyrir skírn, ~14.300 krónur fyrir hvert fermingarbarn, ~9.300 krónur fyrir hjónavígslu og ~18.600 krónur fyrir útför.

Nýja gjaldskráin

Þessi gjaldskrá er enn eitt dæmið um ósjálfstæði ríkiskirkjunnar þar sem innanríkisráðherra setur hana. Gjaldskrá var síðast breytt í fyrra og þá voru gjöld einnig hækkuð þannig að ljóst er að það er góð vertíð hjá prestum ríkiskirkjunnar eins og sést í meðfylgjandi súluriti:

Súlurit sem sýnir hækkun á aukagreiðslum presta

Laun presta

Ekki veitir af því að prestar fái vel borgað fyrir “aukaverk” eins og skírnir, fermingar og útfarir þar sem lægstu mögulegu byrjunarlaun presta eru ekki nema ~585.000 krónur á mánuði. Margir átta sig ekki á því að prestar fá greitt aukalega fyrir þessi verk enda eru útfarir t.d. greiddar af kirkjugarðsstjórn.

Eins og sást í tekjublaði DV um daginn, þaðan sem eftirfarandi tölur eru fengnar, eru ýmsir klerkar með töluvert hærri laun en það:

Hreinn Hákonarson fangaprestur1.179
Agnes M. Sigurðardóttir biskup 1.036
Cecil Haraldsson fv. sóknarprestur Seyðisfirði 1.035
Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík 1.035
Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur Grafarvogskirkju990
Davíð Baldursson sóknarprestur á Eskifiði941
Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir sóknarprestur Seyðisfirði936
Þorbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur á Borg á Mýrum 932
Baldur Kristjánsson sóknarprestur Þorlákshöfn914
Birgir Ásgeirsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju911
Gísli Jónasson sóknarprestur í Breiðholtskirkju904
Dalla Þórðardóttir sóknarprestur í Miklabæ881
Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Bústaðakirkju870
Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur850
Halldóra Þorvarðardóttir sóknarprestur í Fellsmúla á Landi847
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur819
Hildur Eir Bolladóttir sóknarprestur í Akureyrarkirkju819
Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Grafarholtssókn 816
Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigssókn811
Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur í Garðabæ809
Magnús Erlingsson sóknarprestur Ísafirði801
Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur Holti, Önundarfirði795
Vigfús Þór Árnason sóknarprestur í Grafarvogskirkju 792
Leifur Jónsson sóknarprestur á Patreksfirði 787
Bragi Ingibergsson sóknarprestur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 773
Örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Neskirkju og frambjóðandi 764
Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur í Keflavík 764
Önundur Björnsson sóknarprestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð 719
Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík 718
Tómas Sveinsson sóknarprestur í Háteigskirkju 716
Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur á Akureyri 715
Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarneskirkju 708
Guðni Þór Ólafsson sóknarprestur á Melstað 707
Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur á Sauðárkóki 704
Valgeir Ástráðsson sóknarprestur í Seljaprestakalli Reykjavík 682
Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur Selfossi 675
Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði 662
Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ 653
Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur í Stykkishólmi 643
Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur Grundarfirði 634
Toshiki Toma prestur innflytjenda625
Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum612
Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti í Borgarfirði610
Flóki Kristinsson sóknarprestur Hvanneyri610
Geir Waage sóknarprestur í Reykholti605

Ekki borga þeim laun

Ef þér blöskrar þetta fjáraustur til kirkjunnar hvetjum við þig til þess að skrá þig úr ríkiskirkjunni. Því skráning í ríkiskirkjuna er ekki hlutlaus afstaða heldur stuðningur við núverandi fyrirkomulag.

Ritstjórn 28.08.2014
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Stefán - 28/08/14 12:54 #

Getur einhver frætt mig um hver starfslýsing presta er? Við fyrstu sýn virðist manni að allt utan hefðbundins messuhalds sé aukaverk og ekki hluti af starfinu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/08/14 17:39 #

Það er von þú spyrjir. Þeir eru með viðtalstíma og svoleiðis. Svo þarf að boða kristni í leik- og grunnskólum. Auðvitað er líka heimikil vinna að kvarta yfir kjörum sínum á póstlista prestanna. Einnig þarf að skrifa greinar í blöðin þar sem því er haldið fram að verið sé að kúga kristna og jaðarsetja kristna trú. Allt þetta gera þetta án þess að fá greitt aukalega.

Það fer auðvitað eftir samvisku prestanna sjálfra hvað þeir gefa mikið upp af aukatekjunum. Stundum hafa prestar í stórum sóknum verið með grunsamlega lágar uppgefnar tekjur ef tekið er mið af fjölda fermingarbarna. Talandi um fermingarbörn, ætli skatturinn hafi eitthvað skoðað viðskiptin með fermingarkirtlana - þar er sæmileg velta í gangi og oft þess krafist að leigan sé borguð með seðlum.


Gunnlaugur Jónsson - 29/08/14 17:48 #

Ég er sendiboði guðs og ég er með skilaboð frá guði: Gefið sendiboða guðs peninga!


Valur Arnarson - 30/08/14 01:08 #

Flott samantekt. Þið standið ykkur vel í að fletta ofan af spillingunni!


S.R.Haralds - 04/01/15 01:59 #

"Ye cannot serve God AND mammon !" - Jesus Christ "Woe unto you, blind guides and hypocrites, liars ! For ye shut up the kingdom of heaven against men, for ye neither go in yourselves nor will ye let those in who are trying. Ye serpents, ye generation of vipers, how can ye escape the damnation of hell ?" MATTHEW 23.


Jón Arnarr - 24/06/15 09:37 #

Það vantar allar hlunnindatekjur í þessa samantekt.


adam - 24/06/15 20:23 #

Hvernig væri að borga lögreglu læknum og leikskóla kennurum meiri laun og vera ekki að sóa peningum í kirkju og presta


Jón Valur Jensson - 05/11/15 20:26 #

Hlunnindatekjur presta eru sennilega með í þessari samantekt, sbr. háar tekjur presta í Holti í Ön. og í Fellsmúla.

Allverulegur hluti þessara prestalauna kemur EKKI úr ríkissjóði. Fólk borgar sjálft fyrir giftingu sína og fermingu barna sinna.

Svo halda ýmsir lútherskir prestar því fram, að þeir fái ekki borgað sérstaklega fyrir sakramentið (skírnina), enda væri það mjög óviðeigandi, heldur fái þeir borgað fyrir skráningu hennar og nafngjafarinnar fyrir Hagstofuna.

Þá er þess að geta, að margir prestar vinna óskyld aukastörf, m.a. við kennslu.


Jón Valur Jensson - 05/11/15 20:26 #

Hlunnindatekjur presta eru sennilega með í þessari samantekt, sbr. háar tekjur presta í Holti í Ön. og í Fellsmúla.

Allverulegur hluti þessara prestalauna kemur EKKI úr ríkissjóði. Fólk borgar sjálft fyrir giftingu sína og fermingu barna sinna.

Svo halda ýmsir lútherskir prestar því fram, að þeir fái ekki borgað sérstaklega fyrir sakramentið (skírnina), enda væri það mjög óviðeigandi, heldur fái þeir borgað fyrir skráningu hennar og nafngjafarinnar fyrir Hagstofuna.

Þá er þess að geta, að margir prestar vinna óskyld aukastörf, m.a. við kennslu.


Jón Valur Jensson - 05/11/15 20:28 #

Hlunnindatekjur presta eru sennilega með í þessari samantekt, sbr. háar tekjur presta í Holti í Ön. og í Fellsmúla.

Allverulegur hluti þessara prestalauna kemur EKKI úr ríkissjóði. Fólk borgar sjálft fyrir giftingu sína og fermingu barna sinna.

Svo halda ýmsir lútherskir prestar því fram, að þeir fái ekki borgað sérstaklega fyrir sakramentið (skírnina), enda væri það mjög óviðeigandi, heldur fái þeir borgað fyrir skráningu hennar og nafngjafarinnar fyrir Hagstofuna.

Þá er þess að geta, að margir prestar vinna óskyld aukastörf, m.a. við kennslu.


Jón Valur Jensson - 05/11/15 20:29 #

Hlunnindatekjur presta eru sennilega með í þessari samantekt, sbr. háar tekjur presta í Holti í Önundarfirði og í Fellsmúla.

All-verulegur hluti þessara prestalauna kemur EKKI úr ríkissjóði. Fólk borgar sjálft fyrir giftingu sína og fermingu barna sinna.

Þá er þess að geta, að margir prestar vinna óskyld aukastörf, m.a. við kennslu.


Jón Valur Jensson - 05/11/15 20:30 #

Hlunnindatekjur presta eru sennilega með í þessari samantekt, sbr. háar tekjur presta í Holti í Önundarfirði og í Fellsmúla.


Jón Valur Jensson - 05/11/15 20:31 #

All-verulegur hluti þessara prestalauna kemur EKKI úr ríkissjóði. Fólk borgar sjálft fyrir giftingu sína og fermingu barna sinna.

Þá er þess að geta, að margir prestar vinna óskyld aukastörf, m.a. við kennslu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.