Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ríkiskirkjan og guðfræðideild semja um kennslu

Mynd aðalbyggingu Háskóla Íslands

Vantrú hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að ríkiskirkjan ætlar að gera sérstakan samning við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Samningurinn felst í því að ríkiskirkjan mun beinlínis borga fyrir kennslu í deildinni. Við höfum oft bent á það hversu óeðlilegt það er að hafa sérstakan “prestaskóla ríkiskirkjunnar" við Háskóla Íslands. Nú verður sá skóli virkilega að veruleika.

Samningurinn

Samkvæmt heimildum okkar, þá eru samningsdrögin unnin af forseta guðfræðideildarinnar, prófessori í “praktískri guðfræði" og starfsfólki á biskupsstofu.

Efni væntanlegs samningsins er á þá leið að ár hvert mun ákveðinn “stýrihópur biskups og guðfræði- og trúarbragðafræðideildar" gera tillögu um fjárveitingu kirkjunnar til “praktíska námsins" og þær tillögur verða lagðar fyrir kirkjuráð og deildarfund guðfræðideildarinnar í aðdraganda samþykktar kennsluskrár.

Í drögunum er minnst á að ríkiskirkjan mun líklega borga guðfræðideildinni 3,3, milljónir króna næsta skólaárið vegna hálfrar lektorsstöðu í “hinum praktísku greinum". Annar kostnaður “við umsjón kennslu og vegna samfylgdakerfis kirkjunnar og guðfræðideildar" verður 1,1 milljón á árinu 2014 en 3,3 milljónir á árinu 2015.

Rugl-kennsla

Það er ótrúlegt að á 21. öldinni skuli vera hægt að fá Háskóla Íslands til þess að selja sig með þessum hætti. Það sæmir ekki Háskólanum að þarna sé verið að stunda starfsþjálfun fyrir prestastéttina. Háskólinn ætti ekki að kenna prestum að kvaka bænir, flytja messur og tóna.

Ef Sálarrannsóknarfélag Íslands ætti nógan pening, myndi þá kannski hægt að kenna “praktísku" hlið miðlalesturs í Háskólanum? Hvernig væri að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að borga stöðu lektors í stjórnmálafræði til að kenna “praktíska stjórnmálafræði"?

Það þarf að skera á tengsl ríkiskirkjunnar við Háskóla Íslands og leggja niður guðfræðideildina í núverandi mynd. Þessi væntanlegi samningur er skref í þveröfuga átt.


Mynd fengin hjá Guðmundi D. Haraldssyni

Ritstjórn 01.04.2014
Flokkað undir: ( Háskólinn , Ríkiskirkjan )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/14 13:19 #

Þegar Vantrú kvartaði fyrir siðanefnd Háskólans undan glærum sem kenndar voru við kúrs í guðfræðideildinni fóru margir af stað með þann söng að það gengi ekki að þrýstihópar úti í samfélaginu gætu stjórnað kennsluháttum inni í háskólanum. En hvað er þetta sem við sjáum hér annað en nákvæmlega það?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/14 15:08 #

Já, en, sko. Háskóli Íslands og ríkiskirkjan eru ofin órjúfanlegum sögulegum böndum. Skilurru.


Gunnar Snorri Ragnarsson - 01/04/14 16:30 #

Hvenær á loksins að stofna guðverkfræðideild innan Verk- og nátt?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 02/04/14 14:07 #

Þetta er ekkert gabb heldur.


Bisat - 02/04/14 15:58 #

Var SVO VISS um að þetta væri bara írónískt, tíkarlegt gabb hjá ykkur :´(

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.