Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1910: Heiðna biblían afturkölluð

Mynd innan úr Heiðnu biblíunni

Árið 1908 kom út ný íslensk biblíuþýðing. Tveimur árum seinna var þessi nýja þýðing hins vegar ekki lengur fáanlegar á Íslandi, af því að breska biblíufélagið, sem hafði gefið út biblíuna, hafði keypt aftur flestar af þeim biblíum sem höfðu verið prentaðar, og neitaði að prenta fleiri.

Þýðingin kærð

Ástæðan fyrir stöðvuninni var sú að breska félagið vildi gera breytingar á þýðingunni, en nokkrir “sanntrúaðir” Íslendingar höfðu bent Bretunum á að sumt í þýðingunni væri frekar óhentugt fyrir kristna trú. Og ekki bætti úr skák að þýðendurnir voru frjálslyndir guðfræðingar, en þeir eru ekki þekktir fyrir að taka biblíuna trúanlega.

Heiðnu þýðingarnar

Eftirtalin fjögur atriði eru meðal þeirra helstu sem íslensku trúmönnunum fannst vera bagalegt við nýju þýðinguna:

  1. Í Jesaja 7:14 var sagt að “kona verður þunguð” en ekki “yngismær verður þunguð”, en í Matteusarguðspjalli er vísað á þetta vers sem spádóm um meyfæðingu Jesú og enn þann dag í dag túlka kristnir menn þetta vers sem spádóm um meyfæðinguna.

  2. Í Jesaja 1:18 var fullyrðing frá Jahve þess eðlis að syndir manna yrðu þvegnar í burtu, en í nýju þýðingunni var þessu snúið við. Þar var þetta spurning: “Munu syndir þínar verða þvegnar í burtu?”, og svarið sem mátti búast við var “Nei”.

  3. Í Matteusarguðspjalli 28:19 var kvartað yfir því að Jesús segir lærisveinunum sínum að gera þjóðirnar að lærisveinum “með því að skíra þær”, en segir þeim ekki að gera þjóðirnar að lærisveinum og að skíra þær og héldu menn að þarna væri verið að lauma inn barnaskírn.

  4. “Jahve” var notað í staðinn fyrir “Drottinn” til að þýða nafnið “Jahve”, sem er augljóslega rétt þýðing. Haraldur Níelsson, aðalþýðandi Gamla Testamentisins gekk svo langt að kalla það að “falsa textann” að nota “Drottinn” í staðinn fyrir Jahve.

Hverjir unnu?

Lok málsins urðu þau að fallist var á kröfur breska biblíufélagsins og árið 1912 kom út útgáfa af textanum sem hafði verið "lagfærð" svo að hún væri kristindómsvænni, til dæmis var konan í Jesaja 7:14 aftur orðin hrein mey, en þó var Jahve enn notað (en það fékk líka að hverfa tveimur árum seinna).

Nýjasta biblíuþýðingin, hin svokallaða Grænsápubiblía, fetar því miður í fótspor “lagfærðu” þýðingarinnar, þó svo að oft megi sjá þær betrumbætur sem voru gerðar í Heiðnu biblíunni í neðanmálsgrein (í Jesaja 7:14 er til dæmis “Eða: ung kona” í neðanmálsgreinm en í textanum er “yngismær”).

Nú geta landsmenn aftur lesið Heiðnu biblíuna á bókavefi Landsbókasafnins.


Grein þar sem Haraldir Níelsson ver þýðingar sínar
Frétt um lausn á “biblíumálinu”
Blaðagrein eftir Arthur Gook, trúboða sem tók þátt í kærunni gagnrýnir þýðinguna.
Frétt í Ísafold um að þýðingin hefði verið rægð erlendis
Frétt í Lögréttu um árásir á þýðinguna
Blaðagrein þar sem Sigurbjörn Á. Gíslason, sem tók þátt í kærunni, útskýrir sinn þátt

Ritstjórn 11.03.2014
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?