Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fækkar í ríkiskirkjunni

Mynd af margmenni í miðbæ Reykjavíkur

Samkvæmt glænýjum tölum frá Hagstofu Íslands eru meðlimir í ríkiskirkjunni nú 75,1% landsmanna, en í fyrra var talan 76,2%. Fjórðungur landsmanna er því utan ríkiskirkjunnar.

Skífurit - hlutfall í Þjóðkirkjunni

Hagstofan sýnir mannfjölda eftir trúfélögum frá árinu 1998. Þróunin hefur ekki verið hagstæð ríkiskirkjunni á þessum árum. Árið 2004, þegar félag Vantrú var stofnað, voru 86,1% landsmanna í ríkiskirkjunni.

Línurit - þróun ríkiskirkjufjölda

Þrátt fyrir jákvæða þróun eru enn alltof margir skráðir í ríkiskirkjuna ef miðað er við trúarviðhorf landsmanna. Ekkert bendir til annars en að þróun síðustu ára haldi áfram og enn verði hlutfallsleg fækkun í ríkiskirkjunni.

Við viljum benda fólki á að það er hægt að skrá sig úr ríkiskirkjunni í gegnum netið.

Ritstjórn 07.03.2014
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Pétur - 07/03/14 14:34 #

Má ekki alveg fylgja með þessu að það eru um 95% af þjóðinni skráð í trúfélög og þar af 75,1% í Þjóðkirkjuna.

Einnig að sú minnkun sem hefur átt sér stað frá t.d. árinu 1998 úr Þjóðkirkjunni hefur ekki skilað sér nema að litlu leyti úr trúfélögum. Það er ekki nema einhver 3% aukning á aðilum utan trúfélaga/Siðmennt á þessu tímabili. (Tók báða þessa aðila saman) Held að það sé ekki fleiri aðilar þarna inni sem geta talist utan trúfélaga.

Út frá þessu væri áhugavert að heyra hvernig þið fáið út að trúarviðhorf Íslendinga sé eitthvað að breytast.

Ég get alveg tekið undir það að fjöldinn í Þjóðkirkjunni er ekki réttur en það segir ekki til um að fólk sé trúlaust.

Þetta er ekki stór mál fyrir mig, fólk á rétt á sinni skoðun og á að fá lifa í friði með hana svo langt sem hún skaðar ekki aðra. En mér finnst málfutningur ykkar vera á þann veg að það séu stórvægilegar breytingar á trú og/eða trúleysi á meðal þjóðarinnar.

Ég get ekki séð það á þessum tölum. En samt gaman að skoða þetta, takk fyrir að benda á þetta.

Mannfjöldi eftir trúfélögum og lífsskoðunarfélögum 1998-2014 Alls 2014
Þjóðkirkjan 244.440 Fríkirkjan í Reykjavík 9.386 Óháði söfnuðurinn 3.312 Fríkirkjan í Hafnarfirði 6.221 Kaþólska kirkjan 11.454 Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi 754 Hvítasunnukirkjan á Íslandi 2.075 Sjónarhæðarsöfnuðurinn 57 Vottar Jehóva 688 Bahá'í samfélagið 399 Ásatrúarfélagið 2.382 Krossinn 601 Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu 185 Vegurinn 632 Orð lífsins . Kletturinn - kristið samfélag . Búddistafélag Íslands 964 Fríkirkjan Kefas 121 Fyrsta baptistakirkjan 26 Félag múslima á Íslandi 481 Íslenska Kristskirkjan 273 Boðunarkirkjan 119 Samfélag trúaðra 32 Zen á Íslandi - Nátthagi 111 Betanía 185 Rússneska rétttrúnaðarkirkjan 563 Serbneska rétttrúnaðarkirkjan 276 Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar 21 Reykjavíkurgoðorð 26 Heimakirkja 91 SGI á Íslandi 165 Menningarsetur múslima á Íslandi 360 Kirkja hins upprisna lífs 35 Alþjóðleg kirkja Guðs og embætti Jesú Krists 31 Catch The Fire (CTF) 206 Vonarhöfn 26 Himinn á jörðu 39 Bænahúsið 38 Emmanúel baptistakirkjan 26 Hjálpræðisherinn trúfélag 42 Ísland kristin Þjóð 16 Zuism 2 Siðmennt 612 Endurfædd kristin kirkja 1 Postulakirkjan Beth-Shekhinah 20 Önnur trúfélög og ótilgreint 20.959 Utan trúfélaga 17.218


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 14:53 #

Má ekki alveg fylgja með þessu að það eru um 95% af þjóðinni skráð í trúfélög og þar af 75,1% í Þjóðkirkjuna.

Þú gerir þau mistök að telja hópinn "Önnur trúfélög og ótilgreint" undir trúfélög, það er augljóslega rangt. Í þennan hóp falla t.d. þeir sem flytja sig til landins en skrá sig ekki í neitt trúfélag - auk nýfæddra barna sem ekki eru skráð í trúféla í dag.

Þannig að það eru tæplega 90% skráð í trúfélög.

Það er ekki nema einhver 3% aukning á aðilum utan trúfélaga/Siðmennt á þessu tímabili. (Tók báða þessa aðila saman) Held að það sé ekki fleiri aðilar þarna inni sem geta talist utan trúfélaga.

Sjá síðasta svar.

Auk þess. Í hópnum "Utan trúfélaga" er aukning um 3 prósentustig - eða úr 2.05% í 5.3% á árunum 1998-2014. Þetta er rúmlega 158% aukning á tímabilinu.

Ef við skoðum svo bara breytingu á fjölda meðlima á tímabilinu sjáum við að á tímabilinu stendur fjöldi meðlima ríkiskirkjunnar í stað meðan þeim sem eru skráðir Utan trúfélaga fjörgar úr 5591 í 17218. Hefur augljóslega fjölgað verulega.

Ég get alveg tekið undir það að fjöldinn í Þjóðkirkjunni er ekki réttur en það segir ekki til um að fólk sé trúlaust.

Að sjálfsögðu ekki, það er hægt að meta fjölda trúlausra með því að skoða rannsóknir/kannanir á trúarviðhorfum íslendinga. Samkvæmt þeim ætti a.m.k. fimmtungur þjóðarinnar að vera skráður utan trúfélaga.


Pétur - 07/03/14 15:39 #

Samkvæmt hagstofu þá er skilgreining á hópnum "önnur trúfélög eða óskilgreint" svona.

"Tölur miðast við 1. janúar ár hvert. Í þjóðskrá er skráð aðild að Þjóðkirkjunni og hverju trúfélagi sem dóms- og mannréttindaráðuneytið hefur viðurkennt til skráningar, sbr. lög um skráð trúfélög nr. 108/1999. Þeir sem eru í óskráðum trúfélögum eða trúfélögum sem upplýsingar vantar um, eru færðir í liðinn Önnur trúfélög og ótilgreint"

Þannig að það virðist vera að ég hafi tekið þetta rétt saman en þetta skiptir kannski ekki miklu máli nema þegar ætlunin er að leika sér með prósentureikninga eins og þið gerið þegar þið segið að aukningin sé 158% sem er að öllu líkindum rétt. Þetta hljómar betur en 3% aukning á 16 árum. En þetta er allt svo litlar tölur (Fyrir utan 158% talan) að ég get ekki séð hvernig hægt sé að vinna út frá þeirri nálgun að það sé mikil sveifla í átt að trúleysi.

Ég held að það sé mikil óánægja með Þjóðkirkjuna en það breytir því ekki að fólk hefur sína trú en það vill margt ekki tengja sig við Þjóðkirkjuna vegna ýmissa mála sem hafa komið upp. Ekkert frekar en að fólk vill tengja sig við Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn í dag. Það þýðir ekki að fólk sé hætt að fylgja sinni sannfæringu, það velur sér einfaldlega annan vettvang til að fylgja sinni lífsskoðun.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 15:46 #

...að ég get ekki séð hvernig hægt sé að vinna út frá þeirri nálgun að það sé mikil sveifla í átt að trúleysi.

Hver hefur haldið því fram? Það kom einmitt fram að trúfélagsskráningartölur endurspegla ekki trúarviðhorf Íslendinga.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 16:04 #

Þ.e.a.s. það hefur mér vitandi enginn haldið því fram að trúfélagsskráningartölurnar sýni fram á "mikla sveiflu ú átt að trúleysi".


Pétur - 07/03/14 16:43 #

Í greininni er sagt að árið 2004 hafi verið 86,1% skráðir í Þjóðkirkjuna og í sömu setningu er sagt að það ár hafi Vantrú verið stofnað.

Með því að byrja greinina á því að segja að nú sé eingöngu 75% skráðir í Þjóðkirkjuna, þá upplifði ég greinina þannig að það sé verið að reyna að sýna fram á að það sé mikil aukning á trúleysi í þjóðfélaginu. En þar sem þessi fækkun úr Þjóðkirkjunni er ekki í átt til trúleysis nema að litlu leyti (ca. 3%), þá fannst mér vanta í málfutning ykkar nánari útlistun á þessum sviptingum á skráningu tengt trú/trúleysi á undanförnum 16 árum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 16:51 #

Þannig að það virðist vera að ég hafi tekið þetta rétt saman

Ég ítreka það sem ég sagði, það er ekki rétt að halda því fram að 95% séu skráð í trúfélög. Meirihluti þeirra sem skráðir eru í "Önnur trúfélög og óskráð" eru aðfluttir sem ekki hafa haft fyrir því að breyta skráningu sinni. Þessir u.þ.b. 21 þúsund einstaklingar eru ekki skráðir í neitt trúfélag og fæstir þeirra hafa skráð sig beint í þennan lið heldur voru skráðir sjálfkrafa þegar þeir fluttu til landsins eða við fæðingu. Þarna eru auk þess þeir sem hafa skráð sig í trúfélög sem eru ekki til á Íslandi.

" En þar sem þessi fækkun úr Þjóðkirkjunni er ekki í átt til trúleysis nema að litlu leyti (ca. 3%),"

Já, ef þú horfir bara á prósentustig og einn tiltekinn hóp.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 16:58 #

Með því að byrja greinina á því að segja að nú sé eingöngu 75% skráðir í Þjóðkirkjuna, þá upplifði ég greinina þannig að það sé verið að reyna að sýna fram á að það sé mikil aukning á trúleysi í þjóðfélaginu.

Upplifun þín var röng ;)

Ef við pælum í aukningu á trúleysi, þá þurfum við að skoða kannanir á trúarviðhorfum. Ég held reyndar að þær sýni fram á aukningu á trúleysi, sbr nokkurra ára gamlan Capacent-þjóðarpúls þar sem að trúleysingjar voru í meirihluta í hópnum 19-30 ára.


Pétur - 07/03/14 17:04 #

Matti, gott mál að þú ítrekir þína skoðun en það þýðir ekki að allir geti tekið þig trúarlegan.

Útskýringin sem Hagstofan gefur er önnur en þín. Ég ætla ekki að rengja sannfæringu þína en ég er ekki eins sannfærður út frá þeim upplýsingum sem þú annarsvegar gefur og síðan það sem Hagstofan gefur upp á heimasíðu sinni.

Ekki það að þetta skiptir miklu máli út frá umræðunni. En þú af öllum mönnum hlýtur að vera sammála mér að sannfæring þín sé ekki nóg til þess að það sé rétt og satt.

Þetta er tekið af síðu hagstofu þegar náð er í upplýsingar um þennan flokk.

"Tölur miðast við 1. janúar ár hvert. Í þjóðskrá er skráð aðild að Þjóðkirkjunni og hverju trúfélagi sem dóms- og mannréttindaráðuneytið hefur viðurkennt til skráningar, sbr. lög um skráð trúfélög nr. 108/1999. Þeir sem eru í óskráðum trúfélögum eða trúfélögum sem upplýsingar vantar um, eru færðir í liðinn Önnur trúfélög og ótilgreint"


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 17:08 #

Þeir sem eru í óskráðum trúfélögum eða trúfélögum sem upplýsingar vantar um, eru færðir í liðinn Önnur trúfélög og ótilgreint

Taktu eftir því að þarna er verið að segja að þeir sem tilheyra tilteknum hópi A (eru í óskráðum trúfélögum eða trúfélögum sem upplýsingar vantar um) eru færðir í tiltekinn lið Z.

Þarna er því ekki fram að allir sem eru undir þeim lið (Z) tilheyri því þeim hópi (A).

Eða segðu mér þá hvert þeir eru skráðir sem flytja til Íslands án þess að skrá sig í trúfélag- annað en undir liðinn Önnur trúfélög og ótilgreint.


Pétur - 07/03/14 17:21 #

Matti - Getum við ekki bara sammælst að um að mögulega séu þessir aðilar að skiptast til helminga. Þannig að þetta er þá 92,5% sem eru skráð í trúfélag í dag samkvæmt hagstofu.

Er það ekki bara sanngjarnt.

Hjalti - Upplifun mín getur auðvita ekki verið röng, því þetta var sú upplifun sem ég fékk við lestur greinarinnar :) En ég skil hvað þú ert að fara.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 19:11 #

Nei, því það er rangt hjá þér :-) Það eru sárafáir í þessum hópi skráðir í eitthvað óskráð trúfélag eða trúfélag sem upplýsingar vantar um. Flestir sem eru skráðir í trúfélag í þessum lið eru skráðir í grínfélag eins og Jedi-regluna eða álíka.


Björn I - 07/03/14 19:21 #

Nánast allir þjóðkirkjumeðlimir sem vita að ég er utan trúfélaga hafa lýst áhyggjum af minni greftrun. Ég er nokkuð viss um að stærsti hluti þjóðkirkjumeðlima er þar vegna áhyggna/þekkingarleysis af eigin greftrun.

Nánast allir foreldrar í kringum mig sem ferma börn sín gera það vegna hefðar.

5,3% þjóðarinnar er utan trúfélaga.

Óttinn er sterkt afl.


Pétur - 07/03/14 19:42 #

Matti - Fyrir mér skiptir þessi prósenta ekki miklu máli. En það sem truflar mig er taktíkin sem þú notar.

Þér finnst allt í lagi að ég trúi þér án þess að þú leggir fram nein gögn um að þessir aðilar séu í einhverri Jedi reglu eins og þú nefnir.

Þú segir að þetta séu 21 þús. einstaklingar. Hvernig getur þú vitað hver lífsskoðun þessara aðila eru. Jafnvel þó að þú þekkir nokkra af þeim, þá efast ég um að það sé stór partur af þessum hópi og ég efast um að þeir ræði allir við þig um trú sína eða skort á henni.

Ég get ómögulega tekið þín orð fram yfir orð Hagstofunar og þar sem þú ert ekki tilbúin að sættast á málamyndun mína, þá verð ég einfaldlega að treysta á Hagstofu Íslands í umræðu minni um þessi mál.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 20:03 #

Þér finnst allt í lagi að ég trúi þér án þess að þú leggir fram nein gögn um að þessir aðilar séu í einhverri Jedi reglu eins og þú nefnir.

Þú þarft ekkert að trúa mér - bara svara einfaldri spurningu - hvar er fólkið skráð sem ekki er skráð í neitt trúfélag og hefur ekki skráð sig sérstaklega Utan trúfélaga.

Ég get ómögulega tekið þín orð fram yfir orð Hagstofunar ...

Ég er ekki að fara fram á það, þú rangtúlkar aftur á móti orð Hagstofunnar eins og ég hef útskýrt.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 20:11 #

Þú [Matti] segir að þetta séu 21 þús. einstaklingar. Hvernig getur þú vitað hver lífsskoðun þessara aðila eru.

Pétur, ég hef ekki séð Matta fullyrða neitt um trúarskoðanir þessa hóps í þessum umræðum.

Og eins og Matti hefur bent á, þá ertu að misnota útskýringuna á heimasíðu Hagstofunnar. (þeas að "X er sett í A" eigi að þýða að "bara X sé í A")

Það er nú almennt vitað að stór hluti þessa "ótilgreinda" hóps eru innflytjendur sem eru sett í þennan hóp sjálfkrafa (áður fyrr voru þeir sjálfkrafa skráðir í trúfélag sem þótti viðeigandi miðað við heimaland þeirra!)

Hvaða óskráðu trúfélög eru þetta sem þú heldur að 10.000 manns séu skráðir í?


Pétur - 07/03/14 22:26 #

Ég er ekki að mótmæla því að þessi ótilgreindi hópur sé settur sjálfkrafa í þennan hóp. En mér finnst ansi langt seilst hjá ykkur ef þið teljið að þetta séu allt trúleysingjar og eigi því heima í "ótilgreinda" partinum af hópnum frekar en "önnur trúfélög".

Ég get notað málfutning ykkar og sagt að það er nú almennt vitað að flestir sem eru skráðir í þennan hóp hjá hagstofunni eru í trúfélagi sem er ekki á skrá og hittast í heimahúsum og iðka trú sína.

Þessi nálgun skilar mér litlu því að þið trúið mér ekki frekar en ég að trúi ykkur að flestir í þessum hópi séu skráðir í grínfélag eins og Jedi-regluna.

Ef þetta er ykkar málflutningur og ykkur finnst þetta eðlilegur rökstuðningur, þá held ég að við komust lítt áleiðis með þetta.

Takk fyrir mig.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 23:02 #

mér finnst ansi langt seilst hjá ykkur ef þið teljið að þetta séu allt trúleysingjar

dæææs :-|


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 23:08 #

Pétur, það hefur bara enginn haldið því fram að "ótilgreindir" séu trúlausir. Þú vilt hins vegar telja þennan hóp með þeim sem skráðir eru í trúfélög. Það er einfaldlega rangt.

Ef málið snýt um það að þú trúir því ekki að það sé rétt að ótilgreindir séu að mestu leyti erlendir ríkisborgarar sem hafa ekki haft fyrir því að skrá sig í trúfélag, þá bendi ég þér einfaldlega á að skoða fjölda erlendra ríkisborgara á Íslandi í gegnum tíðina og bera saman við fjölda "ótilgreindra". Þá blasir við að um sama hóp er að ræða.


Jóhann - 07/03/14 23:22 #

Þarf ekki bara vísindalega rannsókn á því hversu margir "ótilgeindir" teljast til annarra trúfélaga, og hverjir megi teljast trúlausir?

Útkoman verður væntanlega eitthvað hlutfall, ekki satt?

Síðan mætti spyrja hversu ríkan þátt t.d. páskabíngó hefur haft í vaxandi trúleysi Íslendinga.


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 07/03/14 23:26 #

Það er sannarlega kominn tími á slíka rannsókn. Það væri ekki síður áhugavert að kanna trúarhita þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkju.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?