Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trú, illir andar og vísindi

Mynd af Galileo Galilei

Á vefriti ríkiskirkjunnar birtist um daginn greinin Trú, Guð, og vísindi eftir prestinn Gunnar Jóhannesson. Í greininni heldur Gunnar því fram að trú og vísindi séu ekki í mótsögn og að vísindin geti ekki afsannað tilvist guðsins hans.

Mótsögn trúar og vísinda

Vísindi og trú fara ekki vel saman. Stundum eru fullyrðingar trúarbragðanna einfaldlega í mótsögn við niðurstöður vísinda. Vísindin segja okkur að jörðin sé margra milljarða ára gömul og að sjúkdómar og náttúruhamfarirhamfarir voru til löngu áður en manneskjur litu dagsins ljós. Trú stórs hluta trúmanna í heiminum, ef ekki meirihluti þeirra, er í svona mótsögn við vísindin.

En sumir trúmenn hafa áttað sig á því að það borgar sig ekki að mótmæla vísindunum. Ávextir vísindanna eru allt í kringum okkur og þess vegna ætti það að vera ljóst að hin vísindalega aðferð virkar til að afla þekkingar. Þessir trúmenn fallast á allt það sem að vísindin segja.

Augljóslega er trúin þeirra ekki í mótsögn við vísindi á sama hátt og trú ungjarðarsinna, en samt sem áður er ekki samræmi á milli vísinda og trúar.

Vísindin byggjast nefnilega á ákveðnu hugarfari eða dyggðum sem eru í algerri mótsögn við trúarbrögð. Til dæmis dugar ekki í vísindum að vísa á eitthvað kennivald til að sanna hlutina, allt er gagnrýnt, grandskoðað og varlega er farið í að draga ályktanir af gögnum.

Þessar dyggðir eru í andstöðu við trúarbrögð. Þar morir allt í vísunum í kennivald ("Biblían/páfinn/Jesú segir það!"), það er ljótt að efast og gagnrýna (áður fyrr drápu kristnir menn fyrir það) og himnakastalar trúarkenninga eru reistir á minnstu textabrotum.

Á hverju byggir Gunnar til dæmis trú sína á þrenningarkenninguna? Trú sína á meyfæðinguna? Trú sína á það að með dauða Jesú hafi hann afmáð syndir? Trú sína á að biblían sé “fullkomin, áreiðanleg, óskeikul og sönn”. Til þess að trúa þessum hlutum verður maður að leggja algerlega til hliðar vísindalegt hugarfar og gerast ógagnrýninn og auðtrúa.

Geta vísindin afsannað tilvist andavera?

Gunnar segir svo að vísindin geti ekki afsannað tilvist þess guðs sem hann trúir á (“Guð”) af því að “þau fást við hinn náttúrulega og efnislega heim. Guð er handan hans.

Þó svo að einhver andavera eigi að vera handan hins “náttúrulega og efnislega heims”, þá þýðir það ekki að vísindin gætu ekki afsannað tilvist þeirrar andaveru ef að andaveran hefur áhrif á heiminn.

Við getum til dæmis ímyndað okkur andaveru sem er “handan heimsins”, er almáttug, alvitur og vill eyða öllum sokkum í alheiminum klukkan 09:00 á morgun. Er hægt að afsanna tilvist þessarar veru? Vissulega, við bara fylgjumst með því á morgun hvort að það séu einhverjir sokkar til klukkan 09:01.

Þannig að þó svo að andavera sé “handan heimsins”, þá er hægt að rannsaka hvort hún sé til, ef heimur þar sem hún væri til væri öðruvísi en heimur þar sem hún væri ekki til.

Væri heimur með almáttugri, alviturri og algóðri andaveru öðruvísi en heimur án þannig andaveru? Væri heimur þar sem þessi sama andavera vill að allir trúi á tilvist hennar öðruvísi en heimur án þeirrar veru? Væri heimur þar sem fólk myndi kveljast að eilífu ef það trúir ekki á tilvist þessarar andaveru öðruvísi en heimur án þeirrar veru?

Ég held að svarið við því sé augljóst. Og þess vegna er hægt að afskrifa tilvist þessarar andaveru. Vissulega eru vísindamenn ekki að stunda rannsóknir á þessu. Þess þarf ekki, gögnin eru nefnilega allt í kring um okkur.

Hjalti Rúnar Ómarsson 20.02.2014
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Benni - 24/02/14 07:40 #

Ef þú veist það ekki, þá skal ég fræða þig á því að "big bang" sólmiðjukenningin, þróunarkenningin og strengjakenningin eiga það allar sameiginlegt að vera teknar beint úr kabbalah. Tilviljun? Það held ég ekki. Engin af þessum kenningum er sannreynd með tilraunum og verður sennilega aldrei. Hinsvegar hefur afstæðiskenningin verið afsönnuð með tilraunum. Það er örugglega ekki langt í það að þeir sem efast um strengjakenninguna þjéni ekki fyrir smjöri á brauðið sitt. Það munu prestar vísindanna og þeirra "já menn" sjá til. Alveg eins og með allar hinar villukenningarnar. "It is"... (a) magnificent mathematical garb whits fascinates, dazzels and makes people blind to the underlying errors. The theory is like a beggar clothed in purple whom ignorant people take for king... It's exponents are brilliant men but they are metaphicistists (meaning they deal with the supernatural rather then science)". (Nikola Tesla). "Today's scientists have substituded mathematics for experiments, and wander off through equation after equation, and eventually build a structure whits has no relation to reality"(Nicola Tesla). Jesú Kristur er sannleikurinn, sem krefst ekki ofskynjana eins og t.d. strengjakenningin. Kenningin sú, er sönnun þess hve vísindamenn geta komist í og leitt aðra í miklar ógöngur. Hún verður aldrei sönnuð eða afsönnuð með tilraunum. Í mínum huga er hún bull.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/02/14 09:27 #

"big bang" sólmiðjukenningin, þróunarkenningin og strengjakenningin eiga það allar sameiginlegt að vera teknar beint úr kabbalah.

Nei, þetta er ósköp einfaldlega bull sem byggir á mjög frjálslegum túlkunum á þessum vísindakenningum og textum kabbalah.

Tilviljun? Það held ég ekki.

Nei, ekki tilviljun heldur bull.

Hinsvegar hefur afstæðiskenningin verið afsönnuð með tilraunum.

Virkar GPS tækið þitt?


joi - 26/08/15 10:51 #

Ef guð væri til getur hann alls ekki verið allmáttugur og algóður. Ef hann er allgóður þa hlitur hann að vera máttlaus. Ef hann er allmáttugur þa hlítur hann að vera illur. Reyndar getur hann ekki verið til þvi allar sögurnar um hann hafa verið afsannaðar

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?