Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ólögleg teiknimynd

Mynd af George Foote

Maðurinn hér fyrir ofan hét George W. Foote. Árið 1882 var hann dæmdur til tólf mánaða þrælkunarvinnu í Bretlandi fyrir guðlast. Glæpinn hafði hann framið í tímaritinu The Freethinker, og meðal þess sem hann var dæmdur fyrir voru teiknimyndirnar sem birtust í því blaði. Teiknimynd dagsins er ein þeirra:

Teiknimynd

Á vefsíðunni Freethought Archives er hægt að skoða allar teiknimyndirnar sem birtust í The Freethinker áður en Foote var dæmdur.

Þess má til gamans geta að á Íslandi árið 2014 gæti Foote fengið 3 mánaða fangelsisdóm fyrir þennan hræðilega glæp.

Ritstjórn 12.02.2014
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Birgir Hrafn - 12/02/14 09:53 #

Hvar er guðlastið í þessari mynd ?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 12/02/14 18:32 #

Birgir Hrafn, ég veit ekki hvort hann hafi verið dæmdur sérstaklega fyrir þessa teiknimynd. Kannski þóttu aðrar þarna vera meira guðlast.


Jóhann - 12/02/14 18:40 #

Ég hef fulla trú á að vísindin muni á endanum finna pillu gegn öllu biflíublæti.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.