Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1974: Andleg kynvilla

Mynd af andlegum kynvillingi

Við erum vön því að Þjóðkirkjan sé að berjast gegn innleiðingu venjulegrar “kynvillu”, en við gleymum því oft að áður fyrr þurfti klerkar landsins að berjast gegn annars konar kynvillu. Fyrir fjörutíu árum átti nefnilega að fara að vígja Auði Eir til prests.

Álit prests

Í Morgunblaðinu var rætt við nokkra presta á vígsludeginum, einn þeirra var Hannes Guðmundsson, og þetta var skoðun hans á vígslu kvenna:

Ég vil í upphafi taka það skýrt fram, að skoðun mín á kvenprestum beinist ekki persónulega gagnvart þeirri konu, sem nú hlýtur prestsvígslu fyrsta sinni á Íslandi. Ég óska henni og heimili hennar blessunar Guðs nú og áfram. Ég vona, að hér sé ekki um metnað eða fordild að ræða. Engu að síður tel ég, að íslenzka kirkjan sé hér að fara út á hála braut, ef ekki afvega, þar sem hin heilaga, almenna kirkja hefur frá öndverðu aldrei vígt konur til prestsembættis. Svo auðskilið og sjálfsagt þótti þetta, að engin guðfræðileg rök eru fyrir hendi. Þetta er ekki vanmat á stöðu konunnar innan kirkjunnar, því að kirkjusagan hefur i hávegum minningu helgra kvenna, sem fórnuðu lífi sínu í hennar þágu. Jesús Kristur átti mikilli kvenhylli að fagna og fól konum að flytja postulunum upprisuboðskapinn, en hitt er söguleg staðreynd, að þegar hann valdi postula sína var enginn þeirra kona. Þess vegna stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: hafði Jesús rétt fyrir sér, sá hann það, sem miður var, og einnig framtíð þeirrar jarðar, sem við nú byggjum. Var Jesús maður, takmarkaður eigin umhverfi, meðaldósent í guðfræði eða var hann eilífur Guð? Í mínum huga var og er Jesús Kristur sannur maður og sannur Guð. Þess vegna lit ég á vígslu kvenpresta sem andlega kynvillu, afbrigðilega, en ekki eðlilega. Mér hafði þótt, að nú væri stundin komin til að stofna nýtt embætti innan kirkjunnar, þar sem konan nýtur sín til fulls og fengi heilaga vígslu, sem svaraði til prestsembættis, eins og grísk- og rómverskaþólska kirkjan hafa innan sinna vébanda. Ég er blátt áfram undrandi að núverandi þrír biskupar skuli leggja blessun sína yfir þessi afglöp í þeim eina tilgangi að “geðjast öld þessari”.

Enn þann dag í dag er almennt stundað hjá kristnum kirkjum að veita einungis körlum æðstu embættin.

Ritstjórn 30.01.2014
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?