Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1974: Kirkjuþing varar við The Exorcist

Mynd af frétt um þennan atburð

Árið 1974 kom myndin The Exorcist til Íslands. Einn maður virðist öðrum fremur hafa gert sér grein fyrir því hversu hættuleg þessi mynd var sálarlífi almúgans: þáverandi biskup ríkiskirkjunnar, Sigurbjörn Einarsson.

Að horfa á myndband er góð sturlun

Á kirkjuþingi 1974 lagði Sigurbjörn fram þessa ályktun:

Kirkjuþing 1974 varar eindregið við því, að kvikmyndin ,,The Exorcist" verði tekin til sýningar hér á landi. Hvarvetna þar, sem mynd þessi hefur verið sýnd, hefur hún haft stórskaðleg áhrif á geðheilsu fjölda manna. Kirkjuþing leyfir sér að vænta þess, að kvikmyndahúsaeigendur hafi þá ábyrgðarvitund, að þeir bjóði ekki þessari hættu hingað heim.

Ályktunina rökstuddi þessi mikli hugsuður meðal annars svona:

[The Exorcist] hefur hvarvetna vakið mikinn óhugnað, og þeir, sem hana hafa séð, hafa sturlazt umvörpum. Prestur einn hér í borg, sem sá kvikmynd þessa í Englandi, kvaðst hafa verið lengi að ná sér eftir það.

Við vitum ekki til þess að landsmenn hafi “sturlazt umvörpum” eftir að myndin barst til Íslands. En skiljanlega hefur greyið presturinn verið lengi að ná sér eftir myndina, prestarnir trúa því jú að illir andar séu til í alvörunni.

Þetta var ekki í síðasta skiptið sem klerkar hafa reynt að koma í veg fyrir sýningar á umdeildum myndum, árið 1997 kom ríkiskirkjan til dæmis í veg fyrir að hin frábæra The Last Temptation of Christ yrði sýnd í ríkissjónvarpinu.


Heimild: Tíminn, 1. nóvember, 1974 bls 3

Ritstjórn 27.12.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Þorsteinn - 27/12/13 13:42 #

Ég var meira að segja að lesa í nýjasta hefti tímaritsins Sögu að Sigurbjörn Einarsson hafi verið mikið viðriðinn sturluð viðbrögð íslenska ríkisins við "ástandinu" svokallaða á meðan hernáminu stóð, og stutt eindregið frekari frelsissviptingar kvenna en var farið út í. Hvílíkur og annar eins karakter...


Einar Karl Friðriksson - 27/12/13 14:49 #

"The film earned 10 Academy Award nominations, winning two ..." "In 2010, the Library of Congress selected the film to be preserved as part of its National Film Registry."

http://en.wikipedia.org/wiki/The_Exorcist_(film)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.