Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1995: Sveppa-teið ótrúlega

Mynd af styttu af fréttinni

Árið 1995 gekk sveppa-te-æði yfir Ísland. Á mörgum heimilum mátti finna krukku eða fötu fulla af vatni með einkar ógirnilegum sveppi á yfirborðinu. Úr vatninu var búið til te sem átti að vera allra meina bót. Hinn þrettánda maí það árið sagði DV frá hinum ótrúlega lækningarmátti kombucha-sveppsins:

Allra meina bót

Í fréttinni segir að japanski vísindamaðurinn dr. Pan Pen sýni fram á að “sé teið drukkið daglega byrji hárið aftur að vaxa á karlmönnum á fjórum til sex mánuðum, gráu hárin fá lit og sjónin skerpist”. Þjóðverjinn dr. Skienar notar teið hins vegar sem “undirstöðu krabbameinsmeðferðar.”

Auk þess að hafa þessi ótrúlegu meðmæli frá vísindamönnum, þá er líka listi af ótrúlegum fullyrðingum frá einhverjum ónefndum aðilum:

Í þeim lista sem fólk hefur fengið í hendur sem útbýr teið má lesa að það fjarlægi hrukkur og brúna bletti af höndum. Sveppurinn sé rakagjafi fyrir húðina. Fullkomnlega ræktaður sveppur kemur í veg fyrir ákveðnar tegundir af krabbameini og hann hjálpar konum á breytingaskeiðinu. Sveppurinn losar um hægðatregðu og bætir vöðvabólgu og verki í öxlum og hálsi, lungnakvef, astma og hósta á 2-3 dögum og svo mætti lengi telja, t.d. að hann bæti meltinguna og lækki æðafitu.

Það er merkilegt að svona kraftaverkalyf hafi allt í einu bara horfið, það er eins og þetta hafi bara verið tískufyrirbæri, en ekki lækningin á öllum sjúkdómum heimsins. Kannski hætti fólk bara að drekka þetta af því að sveppurinn var ekki beint girnilegur:

Mynd af sveppnum


Mynd fengin hjá zeevveez

Ritstjórn 17.12.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 18/12/13 03:17 #

Kom ekki í ljós að þetta var krabbameinsvaldandi og datt þess vegna fljótt úr tísku?


Ásdís - 18/12/13 22:23 #

Hahahaha! Sit hérna og orga af hlátri! XD Man eftir þessum viðbjóði, átti vini sem að voru med þennan hrylling í fötu. Ég man ekki hvernig þetta ógeð bragðaðist, ætli ég hafi ekki bara fengið eitthvað áfall af að prófa þetta og bara bælt því að ég smakkaði þetta, þangað til ég sá greininga um þetta núna. Ég held ég þurfi á áfallahjálp að halda núna, þessi sveppur lítur mjög ógirnilega út!


GHK - 19/12/13 14:56 #

Kombucha er reyndar ekki sveppur heldur sambýli baktería og gerla.


Guðmundur - 25/12/13 09:55 #

Það var reyndar ekki gert te úr þessu, heldur gumsið látið liggja í svörtu tei og tei gerjaðist og var síðan drukkið. Miðað við það sem maður les um þetta þróast þetta í Asíu og Rússlandi sem e.k. fátækradrykkur, þar til heilsugúrúar á vesturlöndum ná að finna flöt á þessu til að markaðssetja þetta sem lausn allra mála. Man ekki eftir að hafa séð talað um að þetta sé krabbameinsvaldandi, held þetta sé frekar skaðlaust sull sem slíkt, en ofgerjun og óhreinindi geti haft slæm áhrif á fólk.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.