Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er hægt að vera frjálshyggjumaður og í Þjóðkirkjunni?

Mynd af frelsisstyttunni

Á að aðskilja ríki og kirkju? Ég held að það séu einungis örfá pólitísk deilumál í nútímanum sem eru auðveldari fyrir frjálshyggjumann að svara. Þarna er ríkisvaldið að skipta sér af ótrúlega persónulegum hluta lífs einstaklingsins. Þarna er ríkið að standa í rekstri trúfélags, þegar einstaklingar gætu auðveldlega séð um þetta. Þarna er þegnunum mismunað. Það á auðvitað að aðskilja ríki og kirkju.

Því miður er Þjóðkirkjan sjálf stærsti andstæðingur aðskilnaðar ríkis og kirkju.

Þó svo að það séu einhverjir einstaklingar innan forrystusveitar Þjóðkirkjunnar sem styðja aðskilnað, þá eru þeir í örlitlum minnihluta. Þjóðkirkjan hefur barist hart gegn aðskilnaði og gerir það enn. Það er að vissu leyti skiljanlegt. Þau vilja ekki losna við forréttindin og það getur verið freistandi að hanga á ríkisspenanum.

En þar sem Þjóðkirkjan er helsti andstæðingur aðskilnaðar, þá er stuðningur við hana stuðningur við áframhaldandi samband ríkis og kirkju. Skráning í Þjóðkirkjuna styrkir hana bæði fjárhagslega og svo notar kirkjan fjölda skráðra meðlima sem rök fyrir ríkiskirkjufyrirkomulaginu. Skráning úr Þjóðkirkjunni er því stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju.

Þess vegna ætti frálshyggjumaður sem vill vera samkvæmur sjálfum sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni.

Ef hann vill tilheyra frjálsu trúfélagi sem líkist Þjóðkirkjunni, þá getur hann gengið í Fríkirkjuna í Reykjavík, Fríkirkjuna í Hafnarfirði eða Óháði söfnuðinn. Eða þá bara Ásatrúarfélagið eða Siðmennt. Svo er auðvitað hægt að skrá sig utan trúfélaga (og þar með lækka útgjöld ríkisins um 12.000 krónur á ári).

Því hvet ég þig, kæri frjálshyggjumaður, til þess að skrá þig úr Þjóðkirkjunni.


Mynd fengin hjá Ed Marshall

Hjalti Rúnar Ómarsson 09.12.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Rafn - 09/12/13 16:27 #

Senda þessa spurningu á vísindavefinn


Sverrir Ari - 10/12/13 20:55 #

Við þetta má bæta að atkvæðagreiðsla um aðskilnað ríkis og kirkju samræmist ekki frjálshyggjusjónarmiðum þó sumum þætti það eðlilegt. Suma hluti á alls ekki að kjósa um heldur ættu frelsis og jafnréttis ákvæði í stjórnarskrá að tryggja hlutlaust ríki í trúmálum. Okkar stjórnarskrá er óréttlát að þessu leyti og ætti að breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.