Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Einelti

Teiknimyndin

Nú er komið að hinum árlegu kirkjuferðum þar sem skólar borgarinnar neyða foreldra barna utan ríkiskirkjunnar að velja milli þess að 1) senda börnin í vafasamar aðstæður til fólks sem hefur fjárhagslegan hag af því að boða börnunum trú, 2) að taka börnin út fyrir hópinn og láta þeim líða eins og þau séu að missa af einhverju spennandi, 3) standa í deilum við skólastjórnendur sem gætu komið niður á börnum þeirra eða 4) að halda börnunum heima til að lenda ekki í árekstri.

Er ekki tímabært að skólastjórnendur (eða jafnvel prestar, ef einhverjir þeirra eru nægilega góðhjartaðir) taki sig til og hætti þessum sundrandi og særandi leik?

Teiknimynd

Ritstjórn 03.12.2013
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/12/13 09:35 #

Einn skólastjórnandi á höfuðborgarsvæðinu réttlætti kirkjuferðir með þessum hætti í fyrra.

Megintilgangur heimsóknanna er að fræðast um kirkjuna, jólin og boðskap þeirra og þýðingu í samfélaginu.

Nú spyr ég. Er þetta ekki óttalegt stagl? Er nauðsynlegt fyrir börnin að fræðast um þetta í kirkju á hverju einasta ári? Er ekki líka fjallað um þetta í skólanum?


Berglind - 03/12/13 10:22 #

Jæja, ég er alveg til í að tala um þetta. Ég er utan trúfélaga og skírði ekki börnin mín en el þau upp í kærleik og trú á sjálfan sig. Aftur á móti var ég að vinna á mjög kristilegum leikskóla þegar púkinn var lítill og hann var þar með mér. Hann varð fyrir þessu svaka áróðri, hver einustu jól og páska var troðið inn í hann Jesú þetta og Jesú hitt og presturinn kom meira að segja einu sinni í mánuði alla hans leikskólagöngu og var með helgistund í sal. Hann fékk aldrei að heyra það frá mér að þetta væri rangt eða að hann ætti ekki að trúa eða að hann ætti að trúa, aftur á móti sagði ég honum að þetta væri alfarið hans val og að hann gæti valið sér trú og gæti meira að segja skipt um skoðun. Í dag er þessi drengur að verða 13 ára og hefur mikla skoðun á þessum málum. Hann hefur ákveðið að láta ferma sig borgaralega en veit að valið er alfarið hans. Getum við ekki alveg slakað á og leyft þessum krílum að koma einu sinni á ári inn í hlýja kikjuna og hlusta á fagfólk tala um kærleik og frið?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/12/13 11:09 #

Er það í alvöru réttlæting fyrir barnatrúði þó mörg börn sem í því lenda verði ekki trúuð? Er trúboðið ekki einfaldlega rangt í sjálfu sér? Af hverju eigum við að láta það viðgangast?

Nú hef ég t.d. ekkert á móti kirkjuheimsóknum ef tilgangurinn er sá að fræða börnin - en mín reynsla er að það sé einfaldlega ekki tilgangurinn. Það skiptir mig litlu máli hvort þetta sé árangursríkt hjá kirkjunni.


Rebekka (meðlimur í Vantrú) - 03/12/13 11:10 #

Getum við ekki líka alveg slakað á og sleppt því að senda börn í kirkju? Foreldrar ættu að sjá um trúaruppeldi barna sinna, ekki skólarnir.


Berglind - 03/12/13 12:31 #

Nú er þetta bara mín upplifun á þessu. Dóttir mín er búin að vera hjá Hjallastefnunni, bæði í leikskóla og nú í grunnskóla og veit varla hver Jesú er eða já er ekki, æi þið skiljið mig. Það er í sjálfu sér betra fyrir mig sem uppalanda og mér þykir hún ekki vera að missa af neinu enda eru kirkjur landsins opnar fyrir fólk ef það vill fara þangað með börnin sín. Mér leiðist bara svo þessi gremja yfir kirkjuheimsóknum leikskólabarna, þetta er ferlega hátíðlegt og meira menning okkar íslendinga en trúarlegt. Getum við ekki lifað í sátt og samlindi sama hvaða trú við kjósum okkur? Berum smá virðingu fyrir kikjunnar fólki sem vinnur af sinni samfæringu og krafti fyrir fólkið sem það þjónar. Það hjálpar okkur ekkert að tala niður til þess af fordómum og fáfræði.


Oddur - 03/12/13 12:32 #

Nú er ég spenntur að vita hvað Þessi sömu Kristnu einstaklingar segðu ef Klerkur Múslina kæmi jafn oft í heimsókn og farið væri í heimsókn í moskvu Múslina. Ætli það myndi ekki kveða við annan tón þá!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/12/13 16:31 #

Mér leiðist bara svo þessi gremja yfir kirkjuheimsóknum leikskólabarna, þetta er ferlega hátíðlegt og meira menning okkar íslendinga en trúarlegt.

Það er enginn að fara fram á að þú upplifir þessar ferðir með neikvæðum hætti - en fjölmargir foreldrar gera það. Þessir foreldrar vilja ekki að börn þeirra sitji undir trúboði og eini valkosturinn í dag er að draga börnin úr hópnum - sem mörgum finnst ekkert val. Þér má alveg "leiðast" gremjan, en mér þætti betra að þú reyndir að sýna þessu fólki samkennd. Er virkilega ástæða til að gera þetta?

Getum við ekki lifað í sátt og samlindi sama hvaða trú við kjósum okkur? Berum smá virðingu fyrir kikjunnar fólki sem vinnur af sinni samfæringu og krafti fyrir fólkið sem það þjónar. Það hjálpar okkur ekkert að tala niður til þess af fordómum og fáfræði.

Sátt og samlyndi hljóta að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Í því felst m.a. að beina ekki trúboði að börnum foreldra sem ekki aðhyllast þessi tilteknu trúarbrögð. Ég get alls ekki samþykkt að vandinn sé þeir sem eru ekki sáttir við trúboðið.

Margt kirkjunnar fólk á virðingu skilið, en það að stunda trúboð sem beinist að börnum er ekki verknaður sem okkur ber skylda að virða.

Kirkjuferðir í fræðslutilgangi eru eitt (þó ég hafi bent á í fyrri athugasemd að fræðslugildið getur varla talist gild skýring ár eftir ár). En það er ekki verið að fara fram á mikið þegar trúboð er fellt út úr slíkum ferðurm (þó kirkjufólki gangi víða afar illa að sleppa trúboðinu).

Hver hefur talað niður til einhvers hér af fordómum og fáfræði? Vinsamlegast ekki koma með svona innlegg í umræðuna nema að gefnu tilefni.


Aðalsteinn - 03/12/13 22:32 #

Mér finnst það bera vott um mikla fordóma og fáfræði fólks í þessum félagsskap að halda því fram að börn séu heilaþvegin af starfsfólki þjóðkirkjunnar.

Fáfræði ykkar felst í því að þið vitið greinilega ekki hvað heilaþvottur er en sakið samt fjölda fólks um að beita slíkri meðferð. Það eru fordómar.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 03/12/13 22:40 #

Mér finnst það bera vott um mikla fordóma og fáfræði fólks í þessum félagsskap að halda því fram að börn séu heilaþvegin af starfsfólki þjóðkirkjunnar.

Ég er sammála því að það sé eflaust tæknilega rangt að nota orðið "heilaþvottur", en það er t.d. staðreynd að hluti af markmiði barnastarfs ríkiskirkjunnar að sannfæra börnin um kenningar kirkjunnar, og hún notfærir sér trúgirni barnanna.


Aðalsteinn - 04/12/13 01:58 #

"Tæknilega" rangt? Þetta er bara alrangt og í raun alvarlegt meiðyrði í garð þess fjölda einstaklinga sem starfar innan þjóðkirjunnar að saka það um að heilaþvo börn. Ef ég kallaði ykkur í Vantrú barnaníðinga vegna þess að þið viljið banna hópferðir barna í kirkju á skólatíma væri það þá bara "tæknilega" rangt hjá mér?

Mér finnst að þið ættuð að biðja starfsfólk þjóðkirkjunnar afsökunar á þessum beinu og óbeinu ásökunum ykkar um að það stundi heilavott á börnum. Slíkar árásir eru málstað ykkar síður en svo til framdráttar heldur sýna miklu fremur fram á vanþekkingu ykkar á störfum þessa fólks og fordóma í þeirra garð, jafnvel hatur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/12/13 03:51 #

Feimnismál ríkiskirkjunnar


Matti (meðlimur í Vantrú) - 04/12/13 08:15 #

Aðalsteinn, mér finnst barnatrúboð kirkjunnar miklu alvarlegra mál heldur en notkun á orðinu "heilaþvo" í skopmynd. En þér?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 04/12/13 09:53 #

Aðalsteinn, ríkiskirkjan notfærir sér trúgirni barna til þess að reyna að troða skipulega kennisetningum sínum í börn. Eflaust er tæknilega rangt að tala um "heilaþvott", en þetta er ekki mjög eðlisólíkt.

Þannig að þetta er langt frá því að vera alrangt og meiðyrði.


Aðalsteinn - 04/12/13 16:52 #

Já, segjum það.En þá er það líka allt í fínu að kalla ykkur í Vantrú barnaníðinga, ofstækisfólk, sértrúarsöfnuð, haturshóp, eineltisfélag, siðleysingja og fordómafulla heimskingja og aumingja sem vita hvorki eitt né neitt um hvað mannleg samskipti snúast. Það þarf ekkert að rökstyðja það, þetta er bara tæknilegt en samt sem áður sannleikur málsins.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 04/12/13 17:09 #

Nei Aðalsteinn, af því að þetta sem þú nefnir er allt langt í frá rétt. ;)

Ímyndaðu þér að Sjálfstæðisflokkurinn myndi skipulega reyna að sannfæra lítil börn um hvað flokkurinn væri frábær, væri með vikulegan skóla þar sem börnin syngja um hvað flokkurinn er frábær og fleira í þeim dúr. Tæknilega séð væri þetta kannski ekki heilaþvottur, en mér þætti alls ekkert undarlegt ef fólk myndi kalla þetta heilaþvott.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/12/13 18:55 #

Það þarf ekkert að rökstyðja það

Aðalsteinn, það er ágætis rökstuðningur í greininni sem ég vísaði í.


Björn I - 04/12/13 21:54 #

Það verður gaman að sjá skólana fara með nemendur í mosku á Ramadan í framtíðinni. Það er jú svo nauðsynlegt að fræða þau um trúarbrögð.


Aðalsteinn - 05/12/13 14:06 #

"Aðalsteinn, mér finnst barnatrúboð kirkjunnar miklu alvarlegra mál heldur en notkun á orðinu "heilaþvo" í skopmynd. En þér?"

Trúboð í heild sinni má svo sannarlega gagnrýna en í mínum huga væri heilaþvottur á börnum ekkert nema barnaníð og ég sé ekkert spaugilegt við að ásaka starfsfólk þjóðkirkjunnar um slíkt, hvort sem sú ásökun er bein eða óbein. Ekki bætir úr skák að í "skopmyndinni" er kennarinn gerður samsekur níðingnum. Ykkur finnst þetta fyndið, mér finnst þetta lágkúra.

Hjalti: Ímyndaðu þér vefsíðu félags þar sem félagsmenn héldu því fram að málflutningur þeirra byggðist á staðreyndum á sama tíma og þeir væru að breiða út þann boðskap að starfsfólk þjóðkirkjunnar væru siðlausir barnaníðingar og stuðningsfólk barnaníðs. Þætti þér undarlegt ef fólk sem veit betur drægi þá ályktun að félagsmennirnir hlytu sjálfir að vera eitthvað brenglaðir í hugsun?

Aðalsteinn, það er ágætis rökstuðningur í greininni sem ég vísaði í.

Það er nákvæmlega enginn rökstuðningur í greininni fyrir því að trúboð sé það sama og heilaþvottur, einungis persónulegar ályktanir greinahöfundar, Hjalta. Það eru ugglaust til ótal dæmi um að trúboð sé stundað í barnastarfi kirkjunnar, en hvar bendir Hjalti á heimild fyrir því að börn séu heilaþvegin af starfsfólki þjóðkirkjunnar eins og hann vill meina að sé staðreynd, eða a.m.k. réttmæt ásökun? Svar: Hvergi, enda er þetta bara hans eigin skáldskapur sem hann vill greinilega telja öðrum trú um að sé sannleikur. Afsakið að mér skuli finnast þetta alvarlegt.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 05/12/13 14:22 #

Aðalsteinn. Hver telur þú eiginlega vera muninn á því að "heilaþvo" og að notfæra sér trúgirni barna með því að innræta þeim trúarkenningar skipulega? Hvað er það sem gerir "heilaþvott" (ég veit ekki hvernig þú vilt skilgreina það orð) miklu hræðilegri heldur en það sem ríkiskirkjan stundar?

Svar: Hvergi, enda er þetta bara hans eigin skáldskapur sem hann vill greinilega telja öðrum trú um að sé sannleikur.

Hvað vil ég telja öðrum trú um að sé sannleikur?

Ertu að tala um að "í barnastarfi kirkjunnar er reynt á mjög skipulagðan hátt að sannfæra lítil börn um hinar ýmsu kennisetningar ríkiskirkjunnar" (svo að ég vitni í greinina mína"? Því ef svo er, þá vil ég telja öðrum trú um að það sé sannleikur, og það er alls enginn skáldskapur.

Eða ertu að tala um að "í barnastarfi kirkjunnar er stundaður heilaþvottur"?


Aðalsteinn - 06/12/13 14:49 #

Þú segist ekki vita hvernig ég skilgreini orðið "heilaþvottur". Samt skrifaði ég hér fyrir ofan að í mínum huga þá væri sá sem beitti barn heilaþvætti barnaníðingur. Leyfðu mér að útskýra þetta betur fyrir þér í örstuttu máli svo og öðrum sem vita e.t.v. ekki hvað heilaþvottur er og hvaða aðferðum er beitt til að heilaþvo fólk.

Sá sem hefur verið heilaþveginn hefur sætt frelsissviptingu og verið haldið í einangrun við ömurlegan kost. Í þeirri ánauð hefur hann skipulega verið beittur bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi, ásamt stöðugum hótunum um að hann fái frelsi sitt aldrei aftur og verði jafnvel líflátinn von bráðar. Honum er neitað um svefn, hreinlæti og samskipti við aðra en kvalara sína. Þetta er gert kerfisbundið yfir langan tíma (mismunandi eftir mótstöðuafli fórnarlambsins) þar til búið er brjóta viðkomandi gjörsamlega niður þannig að hann hefur misst allan sjálfstæðan vilja og glatað allri stjórn yfir eigin hugsunum, tilfinningum og ákvörðunum. Þegar þetta hefur tekist er viðkomandi orðinn að viljalausu verkfæri í höndum kvalara sinna sem geta fengið hann til að hugsa, gera og segja hvað sem er til að þóknast sér.

Nú má alveg gagnrýna trúboð, eins og ég hef sagt, en að halda því fram að trúboð sé heilaþvottur er alrangt, eins og ég sagði líka hér fyrir ofan. Að ásaka, eða láta að því liggja, að starfsfólk kirkjunnar heilaþvoi börn er ekkert nema rógur og tilraun til að meiða mannorð þess.

Ég séð ykkur í Vantrú krefjast þess að aðrir komi með dæmi til að styðja við fullyrðingar sínar og skoðanir. Komdu nú með eitt sjálfur. Geturðu nefnt dæmi um að barn hafi verið heilaþvegið í barnastarfi þjóðkirkjunnar? Eitthvað barn sem hefur komið heilaþvegið heim úr kirkju? Ef þú getur það ekki en heldur samt áfram að halda því fram, eða lætur að því liggja að starfsfólk þjóðkirkjunnar stundi heilaþvott á börnum þá áttu greinlega við siðleysi að stríða, svo og aðrir sem breiða þennan róg út. Þannig sé ég þetta.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/12/13 14:55 #

Sá sem hefur verið heilaþveginn hefur sætt frelsissviptingu og verið haldið í einangrun við ömurlegan kost. Í þeirri ánauð hefur hann skipulega verið beittur bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi, ásamt stöðugum hótunum um að hann fái frelsi sitt aldrei aftur og verði jafnvel líflátinn von bráðar.

Þetta er alltof þröng skilgreining á hugtakinu heilaþvottur, það er mun víðtækara. Sjá t.d. Wikipedia síðuna um Mind Control/Brainwashing.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 06/12/13 15:58 #

Aðalsteinn, augljóslega skilja ég og höfundur teiknimyndarinnar "heilaþvott" allt öðruvísi heldur en þú.

Þessi skilgreining sem þú kemur með útskýrir hvers vegna þú ert svona rosalega hneykslaður. En vonandi áttarðu þig núna á því að sú hneykslun byggir á misskilningi hjá þér.


Björn I - 06/12/13 17:23 #

Þegar Gunnar í krossinum bauð fermingabörnum upp á Pizzur fyrir nokkrum árum, misstu foreldrar sig í fjölmiðlum og kröfðust þess að hann væri ekki að troða sér fram fyrir þeirra barnatrú. Hvað gerir þetta fólk þegar grunnskólar fara með börn þeirra í mosku á Ramadan í nánustu framtíð?

Á þeim tíma var auðvitað í tísku að hata Gunnar, þó hann héldi svo sem aldrei neinu öðru fram en ríkisguðinn sagði í biblíunni. Ég hlakka til að sjá viðbrögð foreldra þegar grunnskólar hrúga krökkunum árlega í mosku til að kenna þeim að biðja með Allah af því að það er orðið mikilvægara að kenna börnum um allskonar guði, en að kenna þeim að lesa.

Ég held að margir muni þurfa að bíta fast í tunguna á sér, því fólk má auðvitað ekki vera "rasistar".

Þetta eru skemmtilegir tímar fyrir trúleysingja sem eiga börn með greind yfir meðaltali :)


Aðalsteinn - 07/12/13 06:16 #

"Þetta er alltof þröng skilgreining á hugtakinu heilaþvottur"

Hugtakið "heilaþvottur" (brainwash) merkir samkvæmt Collins English Dictionary (feitletranir eru mínar):

"to effect a radical change in the ideas and beliefs of a person, especially by methods based on isolation, sleeplessness, hunger, extreme discomfort, pain, and the alternation of kindness and cruelty."

Í Merriam-Webster er hugtakinu m.a. lýst svona (feitletranir eru mínar):

"The techniques of brainwashing usually involve isolation from former associates and sources of information; an exacting regimen calling for absolute obedience and humility; strong social pressures and rewards for cooperation; physical and psychological punishments for noncooperation, including social ostracism and criticism, deprivation of food, sleep, and social contacts, bondage, and torture."

Viltu ekki hafa samband við ritstjórana og benda þeim á að þú vitir betur hvernig á að skilgreina hugtakið "heilaþvottur".

En svo við sleppum kaldhæðninni ...

Ef þú ætlar að útvíkka hugtakið "heilaþvottur" þannig að merking þess innihaldi ekki frelsissviptingu, einangrun eða líkamlegt og andlegt ofbeldi (pyntingar), þá ertu um leið búinn að þynna skilgreininguna á heilaþvotti svo mikið að hugtakið hefur enga raunverulega merkingu lengur. Það má þá nota það um allan áróður; auglýsingar, trúboð, vefsíðu Vantrúar og bara allar sértækar skoðanir og áróður fólks fyrir hverju sem er, hvar sem hann kemur fram. Allt verður að heilaþvætti í huga þess sem skilgreinir hugtakið svo vítt. Vissulega hafa margir gert það (sjá Wikipediugreinina sem þú vísar í og fyrirvarana "especially" og "usually" í orðabókaskilgreiningunum hér fyrir ofan), en það þýðir ekki að það sé rétt heldur er verið að rugla saman áróðri annars vegar og heilaþvætti hins vegar. Raunverulegur heilaþvottur inniheldur alltaf frelsissviptingu, einangrun og bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi (pyntingar). Annars er ekki um heilaþvott að ræða.

Svipað gildir um hugtak eins og "trú" þegar talað er um trúað fólk. Trú í því samhengi merkir alltaf trú á eitthvað fyrirbæri sem engin vísindaleg sönnun er fyrir að sé raunverulega til staðar. Ef maður útvíkkar merkingu hugtaksins "trú" á sama hátt og þið viljið greinilega útvíkka merkingu heilaþvættis, þ.e. að skilgreiningin á "trú" þurfi ekki að takmarkast við trú á ósannaða hluti, þá má auðvitað halda því fram að trú á hvað sem er, t.d. á að jörðin sé hnöttótt, sé líka "trú". Trúlausir verða meira að segja trúaðir þegar hugtakið er þynnt út á þennan hátt. Mynduð þið í Vantrú fallast á þá skilgreiningu?

Þú heldur því fram Hjalti að ég sé bara að misskilja hlutina, án þess að færa minnstu rök fyrir þeirri staðhæfingu önnur en þau að þú og fleiri skilji hugtakið "heilaþvottur" öðruvísi en ég.

Ef ég væri á þessu plani í málflutningi þá gæti ég fullyrt að þú værir ekki bara sjálfur trúaður og heilaþveginn, heldur værir þú með skrifum þínum á þessari vefsíðu að heilaþvo aðra. Það væri þá minn "skilningur", ég hefði rétt fyrir mér og sorrí bara að ég skilji hugtökin sem ég nota öðruvísi en þú og einhver annar. En svona málflutningur væri rangur og órökréttur hjá mér. Á sama hátt er það rangt og órökrétt af þér og öðrum að ásaka eða gefa í skyn að starfsfólk þjóðkirkjunnar heilaþvoi börn. Trúboð er áróður, ekki heilaþvottur. Áróður má og á að gagnrýna en heilaþvottur er glæpur. Það er enginn misskilningur.

Ef þú ætlar samt sem áður að láta það standa að starfsfólk þjóðkirkjunnar stundi heilaþvott á börnum þá skora ég á þig aftur að benda á dæmi um börn sem hafa verið heilaþvegin af þessu fólki ásökunum þínu til staðfestingar. Ef þú getur það ekki og skautar bara framhjá þessari áskorun eins og þú gerðir í síðasta innleggi þá er alveg ljóst að þú ert eingöngu að nota hugtakið til að rægja starfsfólk þjóðkirkjunnar og meiða æru þess, sem í mínum huga lýsir alvarlegu siðleysi og setur trúverðugleika þinn og þessa félagsskapar, Vantrúar, langt niður fyrir ruslflokk.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/12/13 10:14 #

Nei, viltu ekki bara lesa það sem þú vitnar í?

" usually involve "
"especially by methods based on"

Síendurtekinn áróður á annars ágætlega við í þessu tilviki, útilokun úr hópnum enn betur.

Hvað finnst þér annars um það í þessu samhengi þegar ríkiskirkjuprestur sagði: "það vill nú svo heppilega til að börn eru gjarnan leiðitöm, hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus" ?

Annars er þetta eitt orð í skopmynd. Mikið yrði ég glaður að sjá þig bregðast jafn hart við þegar drullað er yfir trúleysingja.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/12/13 12:26 #

Ef maður kíkir á Merriam-Webster þá sér maður líka svona skilgreiningar:

  1. a forcible indoctrination to induce someone to give up basic political, social, or religious beliefs and attitudes and to accept contrasting regimented ideas
  2. persuasion by propaganda or salesmanship

Þannig að það er alls ekki augljóst að frelsissvipting, einangrun og líkamlegt og andlegt ofbeldi (pyntingar) sé nauðsynlegt svo að réttmætt sé að tala um "heilaþvott". Þetta orð er einfaldlega oft notað í víðari merkingu en þú vilt nota, og teiknimyndin hérna notaði þá víðu merkingu.

Þú varst hneykslaður af því að þú virtist halda að hér væri verið að nota "heilaþvott" í þeirri þröngu merkingu sem þú vilt nota. Það var misskilningur.

Svo er ég ósammála því að "heilaþvottur" missi alla merkingu þó svo að það sé víkkað út. Þegar kemur að kirkjunni þá er hún að stunda skipulagt innrætingarstarf gegn fólki sem getur ekki veitt neinar varnir (sbr ummælin sem Matti vísaði á). Mér finnst eðlismunur á því og t.d. auglýsingabæklingum.

Ef þú ætlar samt sem áður að láta það standa að starfsfólk þjóðkirkjunnar stundi heilaþvott á börnum þá skora ég á þig aftur að benda á dæmi um börn sem hafa verið heilaþvegin af þessu fólki ásökunum þínum til staðfestingar.

Aðalsteinn, ég ætla auðvitað ekki að benda á dæmi þess að börn hafi verið heilaþvegin af Þjóðkirkjunni, ef þú ert að nota þína skilgreiningu á "heilaþvotti". Svo nota ég almennt ekki orðið "heilaþvottur" og hef amk ekki sagt að Þjóðkirkjan stundi "heilaþvott" í þessum umræðum.


Aðalsteinn - 08/12/13 10:41 #

"Nei, viltu ekki bara lesa það sem þú vitnar í?

Vilt þú ekki lesa fyrst og skilja það sem ég skrifaði?

Síendurtekinn áróður á annars ágætlega við í þessu tilviki"

Eins og segi, ef þið ætlið að túlka "heilaþvott" svona vítt þá er allt orðið heilaþvottur, líka þessi vefsíða Vantrúar sem heldur úti síendurteknum áróðri gegn kristni, þjóðkirkjunni og starfsfólki þjóðkirkjunnar. Samþykkir þú það eða gildir víða skilgreiningin hjá þér bara yfir það sem þér hentar?

"útilokun úr hópnum enn betur."

Útilokun úr hóp er ekki heilaþvottur, ekki einu sinni í víðu skilgreiningunni.

"Hvað finnst þér annars um það í þessu samhengi þegar ríkiskirkjuprestur sagði: "það vill nú svo heppilega til að börn eru gjarnan leiðitöm, hættulega leiðitöm, trúgjörn og grandalaus""?

Þessi setning er mjög stuðandi og gagnrýnisverð svona ein og sér og mikilvægt að sá sem sagði þetta útskýri orð sín. Við skoðun sá ég reyndar að þessi tiltekni prestur, Guðmundur Guðmundsson, sem skrifaði þetta árið 1997 (og virðist svo hafa birt greinina á netinu árið 2005), svaraði fyrir þessi orð á þinni eigin vefsíðu, við grein þína "Berjum presta", og útskýrði þau þannig að þarna hefði hann fyrst og fremst verið að benda kollegum sínum á að ábyrgð þeirra væri mikil í barnastarfi kirkjunnar. Setninguna má síðan skoða í sjálfri greininni á vefsíðusafninu, en hana er ekki lengur að finna á sínum upprunalega stað.

"Annars er þetta eitt orð í skopmynd."

Þetta eina orð nægir til að gera "skopið" að alvarlegri ásökun um að starfsfólk þjóðkirkjunnar níðist á börnum með heilaþvætti og njóti til þess stuðnings skólakennara.

"Mikið yrði ég glaður að sjá þig bregðast jafn hart við þegar drullað er yfir trúleysingja.

Mér leiðist alveg óskaplega þegar fólk er að ráðast að ósekju hvert á annað á netinu, sér í lagi þegar árásin felur í sér ásökun um glæpsamlegt athæfi og er því ærumeiðandi um leið. Fólk sem gerir slíkt á að mínu mati við alvarlegan siðferðisbrest að stríða. Ég er ekki með neina heildarlausn á vandanum en bendi á að þeir sem vilja ekki verða fyrir árás ættu þá að hafa það sem fyrstu reglu að ráðast ekki sjálfir á aðra. Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér er hin gullna regla í mannlegum samskiptum og það er nokkuð augljóst að sá sem ræðst á aðra má búast við að ráðist sé á hann.

Í þessu samhengi er grein þín "Berjum presta" athyglisverð. Þar kallar þú presta "prestfífl", starfsfólk þjóðkirkjunnar "hyski" og klikkir svo út með því að segja að þau séu "barnaníðingar". Kannski þú ættir að líta þér aðeins nær áður en þú kvartar yfir árásum annarra.

"ég ætla auðvitað ekki að benda á dæmi þess að börn hafi verið heilaþvegin af Þjóðkirkjunni"

Nei, enda getur þú það ekki, og það eitt sýnir hversu rangt það er af þér og Vantrú að láta liggja að því að starfsfólk þjóðkirkjunnar stundi slíkan verknað.

Annars tel ég mig hafa útskýrt málið fyrir þér og nenni ekki að skrifa mikið meira um þetta. Langar samt að lokum að leggja fyrir þig spurningu:

Í Merriam-Webster er hugtakið "religion" (trú) m.a. skilgreint svona:

  1. the belief in a god or in a group of gods
  2. an organized system of beliefs, ceremonies, and rules used to worship a god or a group of gods
  3. an interest, a belief, or an activity that is very important to a person or group

Í mínum huga eru fyrstu tvær skilgreiningarnar réttar. Sú þriðja er hins vegar ákaflega víð, svo víð að noti maður hana verður félagsskapur eins og Vantrú trúarhópur og félagsmenn trúaðir, svo og fullt af öðrum áhugahópum og hellingur af trúlausu fólki.

Í ljósi þess að þér finnst rétt að nota víðu skilgreininguna á hugtakinu "heilaþvottur" finnst þér þá líka rétt að nota þá víðu á hugtakið "trú", eða viltu bara fá að velja, eftir því sem hentar þínum málflutningi?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/12/13 14:03 #

Í þessu samhengi er grein þín "Berjum presta" athyglisverð. Þar kallar þú presta "prestfífl", starfsfólk þjóðkirkjunnar "hyski" og klikkir svo út með því að segja að þau séu "barnaníðingar". Kannski þú ættir að líta þér aðeins nær áður en þú kvartar yfir árásum annarra.

Mér finnst það alltaf segja mikið um fólk og heiðarleika þess þegar það vitnar í orð mín í þessari tilteknu grein en ekki orðin sem ég vitnaði í og ollu því að ég skrifaði greinina. Satt að segja finnst mér mín orð í greininni afar saklaus í samanburði. Svo kemur fram í athugasemd minni við bloggfærsluna að ég var að sjálfsögðu að færa í stílinn. En þetta er í takt við það sem ég var að segja í síðustu athugasemd minni hér fyrir ofan.


Aðalsteinn - 09/12/13 23:34 #

Þetta er nú svo yfirmáta undarlegt innlegg hjá þér og út úr kú að það er best að láta því ósvarað og óska þér frekar góðs bata.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 10/12/13 00:10 #

Nei, enda getur þú það ekki, og það eitt sýnir hversu rangt það er af þér og Vantrú að láta liggja að því að starfsfólk þjóðkirkjunnar stundi slíkan verknað.

Aðalsteinn, ég tók það sérstaklega fram að ég hefði auðvitað ekki dæmi um að ríkiskirkjan heilaþvoi börn eins og þú skilgreinir heilaþvott. Og enginn hefur haldið því fram að hún stundi það.

Annars tel ég mig hafa útskýrt málið fyrir þér og nenni ekki að skrifa mikið meira um þetta.

Jamm. Við erum að fara í hringi. Mér finnst það vitlaust að nota orðið "religion" um Vantrú af því að mér finnst það einfaldlega ekki passa við þá merkingu sem almennt er notuð, ólíkt "heilaþvotti" sem ég tel að sé almennt með víðari merkingu en þú vilt fallst á.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/12/13 08:35 #

Þetta er nú svo yfirmáta undarlegt innlegg hjá þér og út úr kú að það er best að láta því ósvarað og óska þér frekar góðs bata.

Þetta er væntanlega málefnalegt innlegg frá þér?


Aðalsteinn - 10/12/13 16:14 #

"Þetta er væntanlega málefnalegt innlegg frá þér?"

Lítur þú á bataóskir sem "málefni"?

Hjalti, ég er sammála því að við erum komnir í hring með þetta en langar samt að bæta a.m.k einni athugasemd við. Hef bara ekki tíma fyrr en á föstudag. Heyrumst þá.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/12/13 16:38 #

Lítur þú á bataóskir sem "málefni"?

Nei, en ég tel það ekki málefnalegt þegar talað er niður til mín eða gefið í skyn að ég sé veikur þegar ég er það ekki (þó ég hafi verið með pest um helgina).


Aðalsteinn - 10/12/13 16:54 #

En þér finnst það "málefnalegt" að kalla fullt af fólki hyski og barnaníðinga sem eru það svo sannarlega ekki? Þarftu ekki aðeins að fara aða lækka í þér hrokann og yfirdrepsskapinn og líta í eigin barm? Það er full ástæða til að óska þér góðs bata. Þú þarft svo sannarlega á honum að halda.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.