Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Yfirlýsing vegna ummæla lögreglufulltrúa um Vantrú

Mynd af Ægissif

Í frétt Stöðvar 2 að kvöldi 29. nóvember um dreifingu afskorinna svínahausa á lóð þar sem moska á að rísa í Reykjavík er haft eftir ónefndum lögreglufulltrua að glæpurinn sé lítill og saklaus og ber fulltrúinn hann að jöfnu við andstöðu Vantrúar við Þjóðkirkjuna.

Vantrú mótmælir þessum orðum lögreglufulltrúans harðlega og fer fram á afsökunarbeiðni frá Lögregluembættinu í Reykjavík. Það að dreifa blóðugum svínshausum, blóði drifnum trúarritum og að mála stóran kross með svínablóði eru aðferðir sem eiga ekkert skylt við starfsemi Vantrúar. Komið hefur fram að athæfið sé nú rannsakað sem hatursglæpur og Vantrú lítur alvarlegum augum á að starfsemi félagsins sé líkt við slíka glæpi.

Starf Vantrúar felst fyrst og fremst í greinarskrifum. Það hefur aldrei komið til tals að kæra félagið fyrir þau skrif sem birst hafa á vefriti þess. Félagið heldur árlega bingó á föstudaginn langa til þess að mótmæla helgidagalöggjöfinni. Varla er lögreglufulltrúinn að líkja bingóspili og kakódrykkju við þann ófögnuð sem átti sér stað við Sogaveginn? Lögreglan hefur enda aldrei haft afskipti af bingóhaldinu.

Þess má einnig geta að starf Vantrúar miðar að trúfrelsi og félagið styður rétt fólks til að reisa sér trúarbyggingar. Gjörningurinn sem um ræðir er aðför að trúfrelsi.

Félagasamtök og einstaklingar verða að geta treyst því að fá ekki slíkar sendingar á sig frá valdstjórninni. Það er einfaldlega ótækt að sitja undir ávirðingum eins og þeim sem Vantrú fékk á sig frá Lögreglunni í Reykjavík.


Mynd fengin hjá Carlos Mejía Greene

Egill Óskarsson 30.11.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Vantrú )

Viðbrögð


agnes gests - 30/11/13 20:03 #

Því miður ríkir greinilegur rasismi hér á landi og er það sorglegt því þegar eg var barn (fædd 1936) v ar ekkert slíkt á dagskrá, enda er eg mjög sorgmædd yfir fólki, vel skóluðu fólki, sem hefur þessar skoðanir.


agnes gests - 30/11/13 20:03 #

Því miður ríkir greinilegur rasismi hér á landi og er það sorglegt því þegar eg var barn (fædd 1936) v ar ekkert slíkt á dagskrá, enda er eg mjög sorgmædd yfir fólki, vel skóluðu fólki, sem hefur þessar skoðanir.


Karl - 01/12/13 01:51 #

Kæra Agnes Gests. Þegar þú varst barn bönnuðu ráðamenn svörtum mönnum að starfa við herþjónustu hér. Verra en það þá sendu aðrir ráðamenn menn af gyðingahættum sem sóttu hér um hæli sem flóttamenn beinustu leið í gasklefana. Með ráðnum hug og af 100% nazískum ástæðum. Þín kynslóð var viðbjóðslegasta kynslóð heims þegar kemur að rasisma og þú hefur ekki efni á að hreykja þér yfir unga fólkið. Þau eru þínir afkomendur. En mín skoðun á þessu? Einn kostur þess að gera eitthvað svona ógeðslegt er að viðkomandi gerir með því lítið úr sjálfum sér. Hann felur ekki hatur sitt, mannfyrirlitningu og þröngsýni í helgislepjubúning og þykist vera siðmenntaður en stendur kannski í skipulögðu einelti á prestum eða stofnun sem varir í mörg ár og dýrmætar mínútur af lífi hans fara í bara af því honum líkar hún ekki. Að dreyfa svínum vekur fordæmingu fólks. Að ráðast að trúarhópi í orði breytir smám saman viðhorfinu og undirbýr jarðveg fyrir stórfelldar ofsóknir eða jafnvel útrýmingu af því tagi sem kemur ekki nema í kjölfar viðhorfsbreytingar. Þess vegna störfuðu svo margir sálfræðingar á vegum nazista, hundruðum saman bara hjá hernum og áráðursmálaráðherra var sálfræðingur. Þeir skyldu og þekktu mátt orðs og myndmáls. Og það var orð og myndmál sem hafði áhrif, en ekki dreifingar á svínspörtum sem hefðu bara vakið viðbjóð og óhug, þar til orðin og myndmálið hafði undirbúið jarðveginn þannig að þau gerðu það ekki lengur. Þannig að jaðarhópar ættu að óttast siðmenntað menntafólk með illan ásetning, en ekki svona skýl. Ég er ekki að segja Vantrú sé slíkt félag, en sumir hafa verið á mörkunum í umfjöllun sem hefur sloppið í gegnum hingað. Það er þó mjög fátítt. En sérst á mörgum öðrum vettvangi, og þá yfirleitt í garð annarra en Þjóðkirkjunnar. En höfum í huga að siðmenntuð mótstaða er hættulegri en hin ósiðmenntaða, sem er skaðlaus nema hin síðarnefnda njóti hjálpar hinnar fyrrnefndu í dágóðan tíma áður en hún verður með hennar hjálp samfélagslega viðurkennd sem eðlileg. Fólk sem gerir svona er líklega bæði veikt á geði og samfélagslega hornreka og því varla mjög hættulegt. En það voru "fínir" menn sem beittu engu nema valdi orðsins sem bönnuðu blökkumönnum að koma hingað og setjast að í marga ártugi, Agnes, og það voru "fínir" menn sem sendu saklaust fólk, fullorðna og börn, héðan burt í gasklefana. Og það voru "fínir" menn eins og Doktor Göbbels sem áttu síðan lokasökina á dauða þeirra.


Karl - 01/12/13 01:59 #

"Siðmenntaður" er hér notaður í kaldhæðinni merkingu um illa innrættan, óumburðarlyndan, læsan, löghlýðinn, millistéttar-góðborgara, sem andstæðu "skrýls" (samfélagslega óviðurkennds fólks) afþví tagi sem dreyfir svínspörtum. Það eru ekki villingar úr lágstétt sem ber að varast, því þeir hafa hvorki vald né áhrif til að gera mikið vont. Sér í lagi ekki þá á meðal þeirra sem þjást af alvarlegri geðveilu. Íslandssagan sannar að "fínir" ráðamenn gera mestan skaða þeim sem minna mega sín eða eru í minnihluta eða óvarðari en aðrir á einhvern hátt. Þeir gera það bak við skrifborð, eftir leiðum sem siðmenningin hefur samþykkt að lögmætt sé að fremja illvirki. Og hafa vald og þekkingu til að gera alvöru skaða. Þeir eru því mun fyrirlitlegri svona fársjúkum götuskrýl sem gerir ekkert annað en vekja samúð með þeim sem þeir reyna að sverta, sem betur fer.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 05:06 #

Þetta var voða fljótt að færast útí nasista samlíkingu. En án þess að ég vilji endilega taka þátt í slíkri umræðu þá þykir mér rétt að benda á að nasistar í þýskalandi voru skrýll löngu áður en þeir urðu góðborgarar. Mikið af árangri þeirra byggði á baki SA sveitanna sem voru í bara raun götugengi í einkennisbúningum. Það þarf ekki víðtækan stuðning almennings til að hafa völd ef þú getur ógnað fólki með ofbeldi.


Leifur Guðlaugsson - 01/12/13 11:47 #

Það er hárrétt Haukur það sem þú segir um upprunna nasistanna. Hinns vegar komst þessi skríll alls ekki til valda í gegnum ofbeldi. Fyrsta tilraun þeirra til að komast til valda var í gegnum ofbeldi og áttuðu þeir sig fljótt á því eftir það að þeir þurftu að beita sannfæringarkrafti til að koma sér áfram. Hinns vegar beittu þeir svo sannarlega miklu ofbeldi til þess að halda völdum, enginn getur neitað því.


Jóhann - 01/12/13 12:19 #

Það má vel vera að þið í Vantrú lítið ekki á ykkur sem haturssamtök. Það má einnig vera að ykkur finnist ekki sanngjarnt að valdstjórnin sjái ykkur sem haturssamtök. En ég sem einstaklingur get sagt ykkur að ég upplifi ykkur sem haturssamtök. Þið notið kannski "fallegri" og betur dulbúnar aðferðir til að spúa hatri ykkar en fávitarnir með svínshausana gera. En boðskapur ykkar er sá sami þegar upp er staðið. Þið sjáið það sem eitthvað í ykkar verkahring að hafa áhrif á trúarskoðanir annara og þið gerið það, þegar á heildina er litið, af heift og hatri. Oft vel dulbúna þó. Þið gætuð lært mikið af samtökunum Siðmennt. Það er nefnilega vel hægt að ræða trúmál á siðmenntaðan hátt. Ykkur hefur sjaldan tekist það.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 12:28 #

Upplifun þín er einskis virði ef þú færir ekki rök fyrir máli þínu, t.d. með því að vísa í dæmi um heift og hatur. Getur verið að þú segir að þetta sé "vel dulbúið" vegna þess að það er ekki til staðar?


Jóhann - 01/12/13 12:39 #

Upplifun mín sem einstaklings er aldrei einskis virði. Ótrúlegur hroki að halda slíku fram. Það er einmitt þessi hroki ykkar sem á stóran þátt í að upplifun af ykkur er neikvæð. Þið komið fram við aðra af hroka og yfirgang. Svo að ef þú vilt eitt lítið dæmi um hatur og heift þá getur þú bara lesið síðasta innlegg þitt hér, þar sem þú þykist þess valdur að dæma upplifun mína sem einstaklings einskis verða.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 12:42 #

Vá!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 13:15 #

Jóhann, ertu ekki að gera sjálfan þig sekan um nákvæmlega það sem þú sakar okkur um? Sjáðu þetta:

Það má vel vera að þið í Þjóðkirkjunni lítið ekki á ykkur sem haturssamtök. Það má einnig vera að ykkur finnist ekki sanngjarnt að Vantrú sjái ykkur sem haturssamtök. En ég sem einstaklingur og félagi í Vantrú get sagt ykkur að ég upplifi ykkur sem haturssamtök. Þið notið kannski "fallegri" og betur dulbúnar aðferðir til að spúa hatri ykkar en fávitarnir á Ómega gera. En boðskapur ykkar er sá sami þegar upp er staðið. Þið sjáið það sem eitthvað í ykkar verkahring að hafa áhrif á trúarskoðanir annara og þið gerið það, þegar á heildina er litið, af heift og hatri. Oft vel dulbúnu þó. Þið gætuð lært mikið af samtökunum Siðmennt. Það er nefnilega vel hægt að ræða trúmál á siðmenntaðan hátt. Ykkur hefur sjaldan tekist það.

Af hverju mátt þú en ekki við? Þú ert ekkert skárri en við, Í raun ertu verri, spúandi hatri í okkar garð.


Jóhann - 01/12/13 13:32 #

Ég er að tala við og um samtökin sem heild. Það er skýrt tekið fram. Matti mætir svo og svarar fyrir samtökin þar sem hann talar um mig sem einstakling. Það er ekki það sama og getur aldrei verið það sama þegar annars vegar einstaklingur tjáir sig um samtök og þegar þau sömu samtök tjá sig um einstaklingin. Alveg eins og það er ekki það sama þegar samtök tjá sig um valdstjórnina og þegar valdstjórnin tjáir sig um samtök.
Þessi ummæli mín eru skrifuð sem upplýsing til samtakanna þar sem ég er að benda á að valdstjórnin sé ekki ein um að sjá ykkur undir sama hatt og svínshausadreifararnir. En þar fyrir utan, af hverju ertu að blanda þjóðkirkjunni inn í þetta í afbökun þinni á orðum mínum? Ég hef ekkert með kirkjuna að gera.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 14:09 #

Lögreglufulltrúinn líkti svínahausaaðgerðinni við andspyrnu Vantrúar gagnvart Þjóðkirkjunni. Og ertu ekki að vísa í þá gagnrýni okkar þegar þú segir málflutning okkar hatursfullan? Í hvaða gagnrýni okkar ertu þá að vísa, ef ekki þessa gegn Þjóðkirkjunni?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 15:54 #

Held að maður þurfi að vera ansi reiður og frekar ungur (og ljótur?) maður til slá því saman sem tvennu að það að hindra byggingu mosku með einhverskonar blóðfórn og það að hafa áhrif á þjóðfélagsbreytingar með skrifum og einstaka saklausum uppákomum sé nærri því nándar alveg eins hegðun. Svo þarf maður að vera verulega stropaður til að lesa bara "Upplifun þín er einskis virði(!)" og ganga svo útfrá því að það er það sem Matti var að segja. Þú ert hatrammur mjög, Jóhann. Heiftin svoleiðis skín í gegn í skrifum þínum. Rignir eflaust vel uppí nefið á þér líka. Það er mín upplifun útfrá einstaklinssjónarmiðum og þarf því ekki að færa rök fyrir mínu máli. Kannski ertu alveg brjálaður líka. En þori þó ekki að fullyrða. Það væri einskis virði.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 18:18 #

Okkur þykir leiðinlegt að þú hafir upplifað gagnrýni okkar sem hatursáróður en við teljum það stafa af þínum fordómum en ekki okkar. Við hötum engan en leyfum okkur að gagnrýna alla. Skotmark okkar eru skoðanir en ekki fólk, við höfum ekkert á móti Múslimum en teljum Íslam byggjast á kjaftæði og vera á heildina litið skaðlegt fyrir samfélagið. Sama á við um önnur hindurvitni og fólkið sem þau aðhyllast. Því miður er heimurinn ekki svo einfaldur að aðeins slæmt fólk hafi slæmar hugmyndir.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/12/13 19:55 #

Að gefnu tilefni vil ég vitna í fyrri setninguna í athugasemd minni og feitletra það sem skiptir mestu máli.

Upplifun þín er einskis virði ef þú færir ekki rök fyrir máli þínu, t.d. með því að vísa í dæmi um heift og hatur

Mér finnst skrítið að vitna bara í fyrstu fimm orðin og láta eins og athugasemdin hafi verið dæmi um heift og hatur - þegar hún var einfaldlega hóflega orðuð ábending um að rök þurfi að fylgja.


Þórður Magnússon - 02/12/13 05:29 #

Jóhann,það er rétt, upplifun þín skipti nákvæmlega engu máli. Ef ég upplifi þig sem 16 metra gíraffa breytir það einhverju um það sem þú hafðir að segja? En ef ég upplifi þig sem kjána - nú eða snilling? Það er upplifun, ekki staðreynd. Þarf það rökræðu? Ekkert af þessu skiptir máli. En við getum fært rök fyrir máli okkar. Hafi vantrú beitt hatursáróðri þá er lítið mál að finna það og birta. Hæg heimatök þar, ekkert sem þessi samtök hafa birt hefur verið eytt eða breytt, ekki svo ég viti til. Það er því allt til. Þannig að án rökstuðnings ert þú á gíraffa planinu mínu.

Þú getur haft þá skoðun að Stjórnarráðið væri fallegra rautt - engin getur bannað þér þá skoðun. En haldir þú því fram að það sé rautt þá verður þú að bakka það upp með staðreyndum. Sá er munurinn.


Karl - 02/12/13 08:58 #

Hatursáróður er afstætt hugtak. Hanna Birna vildi víkka það út og banna "háð" beint gegn trúarbrögðum með lögum. Svipað hefur verið tekið upp í öðrum löndum og er líklegt að ganga í gegn fljótt í ýmsum þeirra landa ESb sem hafa ekki þegar tekið upp slíka stefnu. Augljóslega er slíkt hættulegt lýðræðinu. En það breytir því ekki að hatursáróður er hugtak sem er lagalega skilgreint með mismunandi hætti í ólíkum löndum, og því um afstætt fyrirbæri að ræða.


SiD - 06/12/13 10:03 #

truarbrogd eru ekki kinthatur muslimar eru ekki thjod eda thodarbrot og muslimafobia er ekki ord


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 06/12/13 11:42 #

Rétt, rétt og rangt. Viltu kannski útskýra hvað það tengist þessu?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.