Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

RÚV og kirkjan

Mynd af merkjum RÚV og ríkiskirkjunnar

Þegar fréttir berast af niðurskurði hjá RÚV vakna óneitanlega upp spurningar varðandi aðgengi ríkiskirkjunnar að miðlinum. Hver er kostnaðurinn við útsendingar úr messum? Fá prestar borgað? Sér kirkjan sjálf um upptökuna? Borgar hún tæknimönnum? Eða er allur þessi kostnaður borgaður af RÚV? Er ekki þarna fundin leið til að skera niður? Í hið minnsta ætti kirkjan að þurfa að borga fyrir þennan auglýsingatíma sinn.

Ritstjórn 29.11.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Gunnlaugur Óli Leósson - 30/11/13 10:34 #

Það þyrfti nú að fá kirkjur landsins til að sinna sínum eigin rekstri ef þeir eru nú ekki að því nú þegar. Svo þessar Mýtur sem maður veit aldrei hvort að er áróður eða eitthvað álíka. En hvað er kirkjan að borga í skatta. Og af hverju fengu þeir rúmlega 400 milljóna króna styrk til viðbótar þess sem þeir fengu í fyrra? Og þetta á tíma þar sem við erum að skrimmta og pólitísku öflin eru að lofa hinu og þessu varðandi skuldalækkanir heimilla. Svo er skorið niður í framhaldsskólum, heilsugæslustöðum, lögreglu og í miðlakerfi landsins. Ef ég á að segja eins og er þá er þetta allt orðin einhver skop harmleikur. Okkur vantar lögreglu, sjúkraliða og kennara. Ekki presta og nunnur. Svo verður einhver að benda á það loksins að ísland er það land þar sem trúleysi mælist sem hæðst í vestræna heiminum. Og það liggur við að við erum með fleiri trúarflokka heldur en góða framhaldsskóla. Þetta er algjör hneysa sem ætti ekki að líðast hér Og ekki líður á löngu áður en þetta verður argasta vesen. Ef það er það ekki nú þegar.


Sigurvin L. Jónsson - 30/11/13 17:37 #

Danska ríkissjónvarpið lítur þetta sem hluta af hlutverki sínu og gerir það mun veglegar en RÚV.

http://www.dr.dk/tv/program/gudstjeneste-i-dr-kirken


Björn I - 04/12/13 22:10 #

Af hverju er fiskur í merki ríkiskirkjunnar?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/13 03:41 #

Fiskurinn var eitt af táknunum sem frumkristnir einstaklingar notuðu til að merkja sig. http://en.wikipedia.org/wiki/Ichthys


Björn I - 05/12/13 14:48 #

Af hverju voru þeir að merkja sig með fiski? Af hverju blása gyðingar í hrútshorn? Og hvaðan kom gullkálfurinn sem Móse þoldi ekki?

Getur þetta haft eitthvað að gera með snúning á möndulhalla jarðar og þá staðreynd að sumarsólstöður í 2150 ár stefna í átt að ákveðnu stjörnumerki hverju sinni?

Eru t.d. nautið, hrúturinn og fiskarnir í einhverri stjörnumerkjaröð?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/13 18:41 #

Er það eitthvað sem að fólk fyrir mörg þúsund árum gat séð fyrir og hefði séð ástæðu til að miða við?

Ég held að það sé manninum mjög tamt að nota allskonar dýr sem tákn fyrir hitt og þetta og það að sama dýrið sé notað í fleiru en einu samhengi þurfi ekki endilega að merkja að þar sé einhver tenging á milli.


Björn I - 06/12/13 17:06 #

Fólk fyrir mörg þúsund árum bjó ekki við sömu ljósmengun og við í dag. Hvað er langt síðan menn fóru að gefa stjörnumerkjum heiti?

Mér finnst það allavega nokkuð merkileg tilviljun, að Móse skuli hafa drepið dýrkendur gullkálfsins, á meðan hann sjálfur og gengið í kringum hann var stútfullt af pælingum um kindur, sbr hrúturinn hans Abrahams, páskalambið etc, sem og að gyðingar enn þann dag í dag blása í hrútshorn.

Svo mætir Jesú og fer að láta fólk borða fisk með brauðinu, jesúhopparar fara að hafa einhvern jesúfisk í hávegum o.s.frv.

Svo ef maður kíkir í moggann, þá eru þessi stjörnumerki öll í röð. Ég held að eingyðistrúarbrögðin séu bara persónugerving á sólinni og þeim 12 stjörnumerkjum sem fólk hefur í hávegum enn þann dag í dag.

Og af hverju á fólk, sem vissi að jörðin var hnöttótt, að sólin væri í miðju sólkerfisins og kunni að reikna, ekki að geta reiknað út gang sólkerfana út frá þeim forsendum sem það hafði safnað sér í gegnum aldirnar? Ekki var það upptekið af sunnudagsmessum eða rassinum á Kim Kardashian.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.