Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestar fá launahækkun

Mynd af peningum

Þann 15. október síðastliðinn fengu prestar ríkiskirkjunnar launahækkun: ný gjaldskrá fyrir “aukaverk” presta var samin. Nú fá prestar ekki nema 11.000 krónur fyrir að ferma barn, 7.700 krónur fyrir hjónavígslu og 16.500 krónur fyrir greftrun með ræðu. Að gefnum nokkrum hógværum forsendum þýðir þetta að prestur fær nú að meðaltali 623.000 krónur árlega fyrir “aukaverk”, hækkun upp á 95.000 frá síðustu gjaldskrá. Að gefnu tilefni viljum við hvetja fólk til þess að skrá sig úr Þjóðkirkjunni

Hér er hægt að sjá útreikningana.

Ritstjórn 07.11.2013
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jón Ferdínand - 07/11/13 12:31 #

Þannig að dugmikill prestlingur getur verið að nálgast tvær millur á mánuði? Mætti þá ekki færa rök fyrir því að þeim ætti að nægja þessi aukarukkun sín sem mánaðarlaun? Af hverju þurfum við að gefa þeim auka millu á mánuði fyrir ekki neitt, þegar við þurfum hvort eð er að borga aukalega fyrir hverja þá "þjónustu" sem okkur vantar? Varla held ég að Jesú myndi taka vel í það að maður þyrfti að borga prestum fyrir að sinna hinni svokölluðu köllun sinni...


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/11/13 13:45 #

Jón, það hljómar eins og þú sért að ruglast eitthvað. Þessar 623.000 kr. eru árlegar (og að mínu mati afskaplega hóflega áætlað).


Freyr - 07/11/13 15:16 #

Hjalti, það eru prestar sem að ferma 100-200 börn á ári ef ekki meira, og miðað við 11.000 kr. fyrir hvert barn þá er það 1-2 millur á ári bara í fermingum, en það eru bara nokkrir prestar eins og jón sagði, svo eru ef til vill prestar sem gera mjög lítið af aukavinnu og eru þeir að lækka þetta meðaltal verulega mikið...


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/11/13 15:28 #

Í þeim sóknum þar sem flest börn fermast eru yfirleitt margir prestar sem skipta með sér fermingartekjunum. Í Grafarvogssókn eru t.d. um 250 fermingarbörn og fjórir prestar sem deila góssinu.


Ingi - 09/11/13 14:02 #

Er fermingargreiðslan fyrir hvern haus eða hverja athöfn? Það skiptir máli.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/11/13 18:12 #

Prestar fá 11.000 krónur fyrir hvert barn sem þeir ferma.


Ingi - 10/11/13 23:03 #

Er það ríkið sem borgar prestum eftir þessari verðskrá, eða er þetta það sem þeir mega rukka sóknarbörnin um?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 10/11/13 23:36 #

Þetta er verðið sem þeir sem sækja þessa þjónustu borga.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.