Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1992: Mikil aukning í kraftaverkum

Mynd af fyrirsögn viðtalsins

Á árinu 1992 var víst ótrúleg aukning á kraftaverkum á Íslandi, það er að segja ef eitthvað var að marka viðtal við Stefán Ágústsson, þáverandi forstöðumanns Vegarins sem birtist á baksíðu Tímans 2. apríl 1992. Algengasta kraftaverkið er hins vegar vægast sagt mjög vafasamt.

Fætur lengjast

Gefum Stefáni orðið:

Við höfum margoft séð fætur lengjast, … Síðast núna um helgina var hér maður frá Kanada, sem Drottinn hefur gert undur og tákn í gegnum. Hann bað fyrir fólki til lækninga og m.a. lengdist fótur á einstaklingi, sem var með mislanga fætur. Ég þori ekki alveg að fara með hvað hann lengdist mikið þar sem ég var ekki viðstaddur, en mér skilst að það hafi verið um þrír þumlungar."

Stefán sagðist ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna “almættið framkvæmi undur og tákn á fólki hér í ríkari mæli en áður“.

Nú, meira en þrjátíu árum síðar, getum við upplýst þessa miklu ráðgátu. Þetta voru loddarar:

Ritstjórn 30.10.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viðbrögð


Benni - 30/10/13 15:49 #

Þetta er einmitt það sem Guð varaði okkur við. Óhjákvæmilega fjölgar kraftaverkamönnunum við aukið trúleysi. Það er ófrávíkjanleg staðreynd!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/10/13 20:49 #

Með auknu trúleysi fækkar líka þeim sem taka mark á kraftaverkaloddurum. Hvert er þá vandamálið?


Einar Karl - 30/10/13 21:05 #

Og enn fær Vegurinn sóknargjöld úr ríkissjóði. Ríkisrekið rugl og blekkingarleikur.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.