Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Öfgafulli vinalegi trúleysinginn

Skjáskot úr myndbandinu

Í þessi myndbandi segir vingjarnlegi trúleysinginn Hemant Mehta í stuttu máli hvers vegna honum finnst tal um "öfgatrúleysingja" vera bull og vitleysa.

Ritstjórn 27.10.2013
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


4real - 27/10/13 10:38 #

Öfgar eru að virða ekki aðra og fagna ekki fjölbreytileikanum. Í þessu sem öðru. Sætta sig við að aðrir séu frábrugðnir manni. Rannsóknir á eineggja tvíburum sem alast upp á sitt hvorum staðnum benda til að þeir verði yfirleitt svipað trúhneigðir, þó þeir alist upp í sitt hvorri trúnni, eða án hennar. Rannsóknir á "split brain patients" sýna að til eru menn með hægra heilahvel sem trúir á Guð og vinstra heilahvel sem gerir það ekki. Trú eða trúleysi er svona eins og samkynhneigð eða gagnkynhneigð. Líkamlegar tilhneigingar sem lítið er hægt að stýra. Auðvitað er hægt að bæla þær samt, til dæmis í samfélagi sem viðurkennir ekki samkynhneigð koma fáir út úr skápnum. Á Íslandi fela sumir unglingar trú sína til að falla betur í hópinn, en á heimsvísu er kannski meira um ofsóknir á trúleysingjum. Það eru örugglega þróunarlegar ástæður fyrir þessu fyrir mannkynið. Við þurfum ólíkar manngerðir með ólíka eiginleika, tilhneigingar og hæfileika til að geta þróast sem heild, sem tegund. Einhæfni er alltaf óæskileg. Nafn þessa manns Hemant Metha eitt og sér sýnir að hann er mjög hugaður maður og aðdáunarverður sem trúleysingi. Það er erfiðara að koma út úr skápnum í Miðausturlöndum, nema í Tel Aviv og nágrenni þar sem Dana International er ennþá vinsæl, heldur en á Íslandi. Og það er lífshættulegt að koma út úr skápnum sem trúleysingi í flestum löndum á því svæði.


4real - 27/10/13 10:44 #

Trú(leysi) tengist heilastarfsemi: http://www.youtube.com/watch?v=PFJPtVRlI64

Trú(leysi) virðist að hluta til meðfætt: http://www.ocregister.com/articles/twins-364573-genes-environment.html

Þetta er bara eins og gay/straight eða left/right handed


4real - 27/10/13 10:59 #

Ég var að fatta að Hemat Mehta er ættaður frá Punjab, sem gerir hann venjulegri og ekki eins að dáunarverðan og ef hann væri frá Miðausturlöndum. Ruglaðist á svipuðu írönsku nafni. Engu að síður mjög sniðugur og greindur maður, sem er þekktastur fyrir að hafa selt sál sína á ebay. Hann ætti bjarta framtíð sem atvinnugrínisti. Er líka sæmilega kurteis og fínn og fer ekki út í öfgar eins og Pat Condell og svoleiðis kallar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/13 17:21 #

Öfgar eru að virða ekki aðra og fagna ekki fjölbreytileikanum.

Þessu finn ég mig knúinn til að svara. Sjálfur fagna ég fjölbreytileikanum í hinum víðasta skilningi, er alþjóðasinni og fíla að sjá transvestíta, indíána, Zulumenn í þjóðbúningum, inúíta í skinnklæðum, araba í kuflum og hvað eina, allt í einum dásamlegum hrærigraut. Það er því varla hræðsla við fjölbreytni sem knýr mig til að gagnrýna trúarhugmyndir.

Getur ekki einmitt verið að gagnrýni mín beinist gegn einsleitni fremur en hið gagnstæða? Rétt eins og ég hef engan tolerans gagnvart stefnum eins og þjóðernishyggju, sem leitast við að steypa alla í sama mót og útiloka þá sem ekki falla í skorður, þá hef ég ekki tolerans gagnvart trúarhreyfingum sem hegða sér á þennan hátt. Þeir sem segja "Íslendingar eru kristin þjóð" eru í mínum huga að reyna að hamla fjölbreytni í samfélaginu og ýta undir einsleitni.

Ég tel slíka stefnu eina og sér skaðlega samfélaginu og þá er eftir að minnast á allt það annað í starfi trúarhreyfinga sem beinlínis er hættulegt þeim sem ekki falla undir dogmað, t.d. samkynhneigða.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/13 17:25 #

Best að taka það fram að ég mislas málsgreinina sem ég setti í tilvitnun. Fannst hún segja "öfgar ykkar eru að virða ekki..." Sé núna að þú ert að tala almennt. Bið forláts.


Hjalti Þór - 30/10/13 23:50 #

Er þá rétt skilið að til þess að teljast öfgamaður þurfi einstaklingurinn eða hópurinn að vera tilbúinn að fremja ofbeldi? ef þetta er skilgreiningin á öfga hugmyndafræði að þá er hægt að segja að ekki sé neinn öfgatrúarhópur á íslandi. Þar sem ég tel samt að fæst séum við til í að samþykja það sem staðreynd ætti að leyfa trúleysingjum sem og öðrum að vera yfirgangssamar hugmyndafræði bullur. En ætli það verði ekki að leyfa þeim þá líka slíkt hið sama og flestum öðrum að meirihlutinn er fólk sem vill bara lifa sínu lífi í friði og í leit að hamingju... eða bjór.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/11/13 14:14 #

Er þá rétt skilið að til þess að teljast öfgamaður þurfi einstaklingurinn eða hópurinn að vera tilbúinn að fremja ofbeldi?

Nei, en það virðist þurfa til að trúarhópar fái stimpilinn. Hér er beðið um örlítið samræmi.

...leyfa trúleysingjum sem og öðrum að vera yfirgangssamar hugmyndafræði bullur

Tja, af hverju eru talað um að sumir séu yfirgangssamar bullur fyrir eitthvað meðan aðrir eru sagðir hófsamir þó þeir gangi miklu lengra - t.d. með því að boða trú í leik- og grunnskólum svo ég taki dæmi.

Eitt af því sem trúleysingjar hafa einmitt verið að berjast fyrir er að fá að lifa sínu lífi í friði og leita að hamingju og bjór án afskipta trúarhópa. Þar erum við á sömu línu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.