Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ríkiskirkjupassinn

Mynd af passanum

Vantrú hefur nú loksins, í samstarfi við innanríkisráðuneytið og Biskupsstofu, tekist að koma á hinum svokallaða ríkiskirkjupassa. Með því að borga einungis 55.000 krónur* getur fólk fengið ríkiskirkjupassa sem tryggir aðgang þeirra að allri** þjónustu ríkiskirkjunnar!

Hér er ríkiskirkjupassinn (*.pdf)


*Sóknargjöld eru 728 kr. á mánuði árið 2013 #. Ofan á það bætast ~33% í Kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna. 7281,3125 = 56.784 kr.
*
*Borga þarf aukalega fyrir skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir

Ritstjórn 26.10.2013
Flokkað undir: ( Grín , Stjórnmál og trú , Sóknargjöld )

Viðbrögð


Björn I - 26/10/13 11:34 #

Grín og ekki grín.

Ég kaupi mér árspassa fyrir að fara á leiki með mínu liði. Á endanum eyði ég örugglega þessari upphæð í ársmiða fyrir þær greinar sem ég hef áhuga á að fylgjast með.

Þarna er verið að tala um vikulegar samkomur að minnsta kosti á 20% því verði sem ég þarf að greiða fyrir mitt áhugamál.

Hvernig væri nú að þeir sem hafi trú sem sitt hobbý og þá minnimáttarkennd sem felst í að telja það til fagnaðarerindis að láta drepa mig og mína, fari nú bara að borga fyrir sitt áhugamál.

Það kostar 1.500kr inn á fótboltaleik. Hvað með að það kosti svipaða upphæð í messu og mér sé hlíft við að greiða fyrir þetta pínlega áhugamál fólks sem þarf eitthvað annað en eigin ágæti til að upphefja sig?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 26/10/13 18:28 #

Hjartanlega sammála Björn. Eins og kerfið er núna er enginn "ríkiskirkjupassi" til, en það væri miklu eðlilegra að hafa hann heldur en núverandi kerfi.


Lárus Viðar - 27/10/13 04:32 #

Þetta er skondið vegna þess að þetta er satt. Kannski betra að segja grátbroslegt. Þau sem eru skráð í ríkiskirkjuna ættu að velta því fyrir sér í hvað peningar þeirra fara fyrst að athafnaþjónustan er ekki einu sinni innifalin.

Athugið einnig að ef við breytum ekki þessu kerfi þá mun kirkjan fá úthlutað sóknargjöldum og öðrum bitlingum úr ríkissjóði allt til enda veraldar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.