Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Predikarar Los Angeles

Skjáskot úr myndbandinu

Nýlega hóf göngu sína í Bandaríkjunum ný þáttaröð: Preachers of L.A. Trailerinn fyrir þessa þætti veitir manni ágæta innsýn í það hve mikil svikamylla trúarbrögð eru.

Ritstjórn 12.10.2013
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Júlía Linda - 13/10/13 21:18 #

Vekur með mér efa um almenna skynsemi fjöldans þegar maður horfir á þessi risavöxnu fyrirtæki í USA blómstra í nafni þessarar ótrúlegu trúar. Er það virkilega svo að hægt sé að telja fólki trú um hvað sem er sé það sett í rétta búninginn?


Benni - 23/10/13 18:51 #

Þú ættir að fá Nóbelinn fyrir að halda því fram, að peningagráðugir trúlausir predikarar séu sönnun fyrir því að túarbrögð séu svikamylla. Eru lög og reglur þá óþarfar, þar sem að sumir fara ekki eftir þeim?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/10/13 20:41 #

Af hverju segir þú að þetta séu trúlausir prédikarar?

Því var ekki haldið fram að þessir fégráðuðu kristnu prédikarar væru sönnun fyrir þvi að trúarbrögð séu svikamilla - þeir veita innsýn í það. Óskaplega oft er það svo að í kringum kristni maka einhverjir krókinn. Hér landi geturðu litið á presta ríkiskirkjunnar sem hafa afskaplega fínar tekjur miðað við aðra ríkisstarfsmenn - og gleymum ekki biskup með rúma milljón á mánuði sem prestum finnst of lítið. Svo eru það svona klerkar. Er allt þetta lið trúlaust?


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 23/10/13 21:06 #

Benni, ég held ekki að það sé um svakalega minni svikamyllu að ræða þó svo að "höfuðpaurarnir" séu trúaðir. Þeir eru alveg jafn mikið að græða á trúgirni fólks og þeir sem trúa ekki.

Og auðvitað eru til trúarbrögð þar sem að höfuðpaurarnir eru ekki að græða, en ég held að það sé ekki almenna reglan.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.