Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1995: Tekjur ríkiskirkjunnar tvöfaldast

Mynd af fréttinni

Í kjölfar nýrra fjárlaga hefur mikið verið rætt um milljarðana fjóra sem ríkiskirkjan fær frá ríkinu árlega. Af því tilefni er gott að rifja aðeins upp frétt sem Helgarpósturinn birti árið 1995.

Fréttin segir frá því að á tímabilinu 1984-1995 höfðu tekjur ríkiskirkjunnar tvöfaldast að raunvirði. Jafnvel prestar hennar sáu að kirkjan var að efnast töluvert; í fréttinni er vitnað í Örn Bárð Jónsson “Tekjur kirkjunnar eru vægast sagt miklar.”

Aðalástæðan fyrir þessari gífurlegu hækkun virðast hafa verið lög um sóknargjöld sem sett voru árið 1987. Það kemur líklega fáum á óvart að nefndin sem samdi þau lög var að helmingi skipuð af ríkiskirkjunni sjálfri.

Með fréttinni fylgir ansi sláandi súlurit sem sýnir þessa gífurlegu hækkun svart á hvítu:

Helgarpósturinn, 1995-05-04 bls. 9

Á þessum tíma virðist mönnum hafa verið einhver umræða um fjölda björgunarþyrla á landinu og blaðamaðurinn veltir því fyrir sér hve margar björgunarþyrlur hefði verið hægt að kaupa fyrir þennan pening:

Til viðmiðunar má einnig nefna að ef framlög til kirkjunnar hefðu haldist óbreytt að raungildi frá árinu 1984 þar til nú gæti íslenska þjóðin verið búin að kaupa sér átta björgunarþyrlur af fullkominni gerð síðan þá og keypt sér eina á ári héðan í frá fyrir mismuninn á framlaginu þá og í dag.

Hvað ætli hafi verið hægt að kaupa marga línuhraðla ef framlög til ríkiskirkjunnar hefðu haldist óbreytt að raungildi frá árinu 1984?

Ritstjórn 09.10.2013
Flokkað undir: ( Baksýnisspegillinn , Ríkiskirkjan )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?