Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Spegillinn endurbirtur

Mynd af forsíðu Spegilsins

Fyrir 30 árum birtist 2. tölublað 43. árgangs grínblaðsins Spegilsins. Lögreglan gerði tölublaðið upptækt og ritstjóri Spegilsins, Úlfar Þormóðsson, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir að hafa brotið gegn 125. grein almennu hegningarlaganna: Hann hafði framið guðlast.

Síðan þá hefur blaðið verið ófáanlegt. Þangað til núna!

Spegillinn

Á heimasíðu Landsbókasafni Íslands blasir þessi tilkynning við ef maður reynir að skoða blaðið:

Skjáskot af síðu Landsbókasafnsins

Því ákváðum við að verða okkur út um eintak af blaðinu og skanna það. Við hvetjum lesendur til að dreifa blaðinu sem víðast. Það sýnir að ritskoðun af þessu tagi gengur ekki upp í þeim heimi sem við lifum í nú:

Spegillinn 43. árgangur 2. tölublað (einnig hægt að sækja hér) (.pdf)

Enn í dag stendur í lögum að “Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.” # Við vonum að með þessu tiltæki munum við loksins verða kærð fyrir guðlast.

Ef fólk vill fræðast meira um Spegilsmálið þá er umfjöllun um það á Vantrú

Ritstjórn 07.10.2013
Flokkað undir: ( Guðlast )

Viðbrögð


Jón Frímann - 07/10/13 12:37 #

Þetta blað er ekki bannað þar sem ég bý eða hýsi mína vefi. Þannig að ég mun hýsa þetta blað upp ef yfirvöld á Íslandi reyna að ritskoða þetta blað í annað skiptið.


Sindri - 07/10/13 12:54 #

Bara svona af almennri forvitni, veit einhver hvað í blaðinu var það sem þótti stangast á við 125. greinina? Bara greinin um fermingar almennt, eða einhver sérstakur partur af henni?


Jón Valur Jensson - 07/10/13 13:08 #

Lögin eru óbreytt, nema hvað nú er refsað með "sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]".1)

1) L. nr. 82/1998, 48. gr.

Þess vegna er þessi birting ykkar enn óheimil.

Taka má fram, að það er meiri háttar niðurhal að ná inn þessu pdf-skjali ykkar, tekur margar tölvur langan tíma – og til hvers?! Er einhverjum sæmd að birtingu guðlasts?


Jón - 07/10/13 13:20 #

Spegillinn á Google Drive


Rebekka (meðlimur í Vantrú) - 07/10/13 13:22 #

Heyrðu mig Jón Valur, ert þú að hala niður ólöglegu guðlastsefni? Ég er ánægð með þig.

Annars er þessi endurbirting fyrst og fremst til að vekja athygli á fáránleika guðlastslaganna sem enn eru í gildi.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 07/10/13 13:55 #

@Sindri: Síður 24-25 eru guðlastið ógurlega. Þú getur lesið tilvitnun í dóm Hæstaréttar í umfjöllun okkar um Spegilsmálið


Jón Valur Jensson - 07/10/13 15:01 #

Nei, ég hef engu slíku halað niður, Rebekka! Annars er siðfræðingum og guðfræðingum siðferðislega séð heimilt að skoða slíka ólöglega hluti, sé það gert í fræðilegu rannsóknarskyni.


Snorri - 07/10/13 16:01 #

Jón Valur minn! (Upphrópunarmerkið þér til heiðurs...)

Ég er með lélega tölvu og löturhægt net, það tók sekúndu eða svo að sækja Spegilinn. Ekki vera að reyna að fæla fólk frá því að gera það með svona lygum.

Svo þarftu ekkert að fela áhuga þinn á Speglinum og innihaldi hans með tali um siðferðislegar heimildir. Ef einhverjir hafa slíkar heimildir, þá eru það allir.

Við lesum öll það sem okkur sýnist, þegar við viljum og hvar sem er, án heimildar frá anda úr töfralampa sem löngu er búið að sjóða niður í stóran málmkubb og henda út á haf. Það reynir maður allavega að gera - og fengi að gera - væri það ekki fyrir yfirvöld og þeirra ansans afskiptasemi. Eins og í tilfelli Spegilsins þar sem ríkið, mátturinn og dýrðin, í pervertisma sínum, keyptu allt fjandans upplagið og patentuðu lesturinn. Hvað ætli mörg eintök hvíli í skúffunum á biskupsstofu?

Takk Vantrú fyrir að breyta þessu!


Jórunn Sörensen - 07/10/13 17:22 #

Ég þakka Vantrú af heilum hug fyrir að leyfa almenningi að skoða - og eiga - þetta frábæra blað!


Sindri Þór - 07/10/13 18:57 #

30 ára gamalt djók stendur vel fyrir sínu. Þetta er mjög fyndið. Hló upphátt... nokkrum sinnum!


oddur - 08/10/13 08:59 #

Ég man vel eftir þessu á sínum tíma og fannst þetta fáranlegt þá. Frábært framtak hjá ykkur.


Jóhann - 08/10/13 21:13 #

Það sem Jóni Vali þykir frekt og þráfaldlega bannað, finnst sjálfum Guði grátbroslegt og glottir útí annað

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.