Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Veraldarhyggja

Skjáskot úr myndbandinu

Í þessu fimmtán mínútna myndbandi útskýrir Bretinn QualiaSoup hvað veraldarhyggja þýðir, og hvers vegna trúmenn jafnt sem trúleysingjar ættu að fagna veraldlegu samfélagi.

Ritstjórn 15.09.2013
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Einsi - 15/09/13 13:12 #

Qualiasoup og TheraminTrees eru bræður. Báðir þess virði flétta upp á youtube.com


Guðjón Eyjólfsson - 16/09/13 10:20 #

Það er enginn vafi á að þessi maður er skynsamur. En þetta er ekkert annað en áróður- draumur margra trúleysingja er að trúað fólk verði annars flokks borgar og að öllu trúarlegt verði úthýst úr orpinberu samfélagi og veraldleg viðhorf verði alls ráðandi. slíkt ástand er gjarna nefn hlutleysi. Það er auðvita alveg rétt að það eru til trúleysinjar sem er treystandi til þess að koma vel fram, en því miður er það ekki algildt. Kynni mín af trúleysingju staðfestir að það er misjafn sauður í mörgur fé. Þó langflestir komi vel fram hef ég líka kynnst hinu að menn misnoti vald sitt á ósanngjarna hátt. Forsendan er gagnkvæmt traust, en það er alls ekki til staðar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/09/13 10:30 #

...draumur margra trúleysingja er að trúað fólk verði annars flokks borgar[ar]

Eru trúleysingjar að þínu mati "annars flokks borgarar" í dag?

...og að öllu trúarleg[u] verði úthýst úr opinberu samfélagi og veraldleg viðhorf verði alls ráðandi.

Það sem þú kallar "opinbert samfélag" tölum við um sem opinberar stofnanir eins og t.d. skóla. Er í alvöru verið að gera trúað fólk að annars flokks borgurum með því að færa trúboðið úr skólunum í kirkjurnar, úr ríkisfjölmiðli í einkafjölmiðil?

...slíkt ástand er gjarna nefn hlutleys[i]

Já, enda er bara verið að fara fram á hlutleysi, ekki innrætingu gegn trú í leikskólum, grunnskólum, ríkisfjölmiðlum og öðrum opinberum stofnunum.

Kynni mín af trúleysingju staðfestir að það er misjafn sauður í mörgur fé. Þó langflestir komi vel fram hef ég líka kynnst hinu að menn misnoti vald sitt á ósanngjarna hátt.

Hvernig hafa trúleysingjar misnotað vald sitt á ósanngjarnan hátt? Geturðu nefnt okkur eitthvað dæmi um slíkt?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 16/09/13 14:18 #

Ég ætla að veðja á að dæmið sé Stalín og Hitler.


Erlingur - 23/09/13 00:17 #

Svo virðist vera að hæfni þeirra sem svara hjá ykkur virðast ekki kunna grundvallaratriði varðandi vísindaleg vinnubrögð. Í stað þess að ræða innslagið með faglegum hætti þá er farið hjólað í viðkomandi, hvað viðkomandi er heimskur, innslagið vitlaust osfrv. Ég hef greinilega ofmetið hæfni ykkar til rökræðna.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 23/09/13 00:48 #

Bíddu við Erlingur, hvergi er gert lítið úr manninum, heldur eingöngu verið að biðja hann um nánari skýringar á (vægast sagt) undarlegum ummælum.

Hvergi er sagt að maðurinn sé heimskur. Ekki orð um að innslagið sé vitlaust.

Og nei, ég er ekki að hjóla í þig, bara að benda þér á að innihaldið í þessari athugasemd þinni stenst enga skoðun.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.