Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Aðalfundur Vantrúar

Aðalfundur Vantrúar var haldin nýlega og á honum var ný stjórn félagsins kjörin.

Egill Óskarsson mun gegna embætti formanns eins og undanfarið ár, Berglind Freyja Búadóttir tekur við varaformannsembættinu, Sindri Guðjónsson verður gjaldkeri, Rebekka Búadóttir gegnir áfram embætti ritara og Hjalti Rúnar Ómarsson tekur við embætti ritstjóra vefritsins Vantrú.is. Ný stjórn tók við störfum við lok aðalfundar.

Skipuð var ný staða útvarpsstjóra en hans hlutverk er að halda utan um vefvarpsþætti félagsins. Hauki Ísleifssyni hlýst sá heiður að vera sá fyrsti til að gegna þessu embætti.

Þremur greinum laga Vantrúar var breytt og verða þau uppfærð á vefritinu von bráðar. Um er að ræða orðalagsbreytingu á 3. og 7. grein laganna auk þess sem 5. grein var breytt á þann hátt að nú ber ritari stjórnar ábyrgð á því að rita fundargerðir og birta þær félagsmönnum en það er í takti við hefð félagsins.

Ritstjórn 15.03.2013
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.