Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúleysi í þættinum Lóðrétt og lárétt


Í upphafi ársins 2006 fékk Ævar Kjartansson þau Jórunni Sörensen og Birgi Baldursson í þáttinn sinn Lóðrétt og lárétt, til að fjalla um lífsviðhorf trúlausra. Vantrú var þá enn ungt félag og vefritið aðeins rúmlega tveggja ára gamalt. Orðræða eins og sú sem þarna fór fram hafði varla heyrst í útvarpi fram að þessu og má því segja að Ævar hafi með þessu brotið ákveðið blað í opinberri umræðu um trú og trúleysi.

Nú gefst tækifæri til að rifja upp þennan þátt.

Hér má hlaða niður hljóðskránni.

Ritstjórn 20.02.2013
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Jórunn Sörensen - 20/02/13 11:17 #

Gaman að rifja þetta upp. En segir okkur einnig að fyrst þetta viðtal er enn - eftir sjö ár einstakur atburður hvað umræðan um trúleysi er enn stutt á veg komin. Okkur er enn stillt upp eins og við séum í vörn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/02/13 02:15 #

Það er svona stutt síðan að raddir trúleysis heyrðust ekki á opinberum vettvangi að Jórunn þakkaði Ævari sérstaklega fyrir að við fengjum að koma í þáttinn, svo fólk gæti heyrt að við værum bara venjulegt fólk, ekki siðleysingjar!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/02/13 02:17 #

Þegar viðtalið birtist reit ég þessa grein.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.