Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er yfirstjórn ríkiskirkjunnar vanhæf?

Biskupsstofa

Á blaðsíðum Fréttablaðsins hefur nýlega farið fram örlítil ritdeila[1] milli Arnar Bárðar Jónssonar, ríkiskirkjuprests, og Eggerts Eggertssonar, fyrrverandi formanns golfklúbbs sem þeir báðir eru meðlimir í. Þrætueplið er sóknargjöld og eftir að hafa lesið greinar Arnar Bárðar er ég farinn að trúa því að hann telji yfirstjórn kirkjunnar samanstanda af vanhæfum vitleysingum.

Félagsgjöld og sóknargjöld

Eins og bent hefur verið hér á Vantrú oft og mörgum sinnum eru sóknargjöld ekki félagsgjöld og sumir kirkjunnar menn eru jafnvel farnir að viðurkenna það.

Þetta sést afskaplega vel þegar golfklúbbur þeirra félaga er borinn saman við ríkiskirkjuna. Ef þú ert félagii í golfklúbbnum þá borgar þú ákveðið gjald til hans sem kallast félagsgjald.

Hvort sem einstaklingur er félagi í ríkiskirkjunni eða ekki þá borgar hann ekkert sérstakt gjald til kirkjunnar eða ríkisins. Hins vegar borgar ríkið ákveðna upphæð til kirkjunnar fyrir þá sem eru skráðir í hana. Þessir peningar koma beint úr sameiginlegum sjóðum ríkisins.

Hvað er kirkjan að spá?

Gleymum öllu þessu í augnablik og gerum ráð fyrir því að fullyrðingar Arnar Bárðar séu réttar. Þetta segir Örn:

Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. #

Ef ríkið er að stela (Örn segir að þetta sé “tekið ófrjálsri hendi” #) 36% sóknargjaldins af kirkjunni, af hverju kærir Þjóðkirkjan ríkið ekki einfaldlega? Við erum ekki að ræða um einhverja smáupphæð, gróft reiknað[2] þá eru þetta um það bil 1,2 milljarðar króna árlega. Af hverju gerir yfirstjórn kirkjunnar ekkert í málinu?

Og ef ríkiskirkjan getur “auðvitað séð um innheimtuna sjálf” eða bara fengið banka til að sjá um það, og fá þar með auka milljarð árlega, hvers vegna gerir hún það ekki? Hvers vegna hefur hún ekki fyrir löngu gert það? Er milljarða sparnaður eða tekjuauki ekki nægt tilefni til að skipta um meintan innheimtuaðila?

Annað hvort hefur yfirstjórn kirkjunnar klúðrað málum hennar gjörsamlega síðustu árin, eða, eins ótrúlegt og það kann að hljóma, hefur hún ekki gert þetta af því að Örn Bárður er að bulla.

[1] Greinarnar í ritdeilunni eru (í tímaröð) - Kirkja og kylfingur, Kirkjan kostar lítið, Kirkja og klúbbur, Ekkert, Eggert

[2] Sóknargjald árið 2012 var ~8400 kr á mann á ári. Upphaflega upphæðin, ef við gerum ráð fyrir 36% skerðingu er því 8400/0,36 = ~13.200kr. Mismunurinn er því 13.200-8400 = 4.800kr árlega á mann. Sextán ára og eldri í Þjóðkirkjunni eru 190.734. Kirkjan fær ~30% ofan á sóknargjöld í framlögum til tveggja sjóða. Samtals er þetta því 4.800190.7341,3 = 1,19 milljarðar króna.

Hjalti Rúnar Ómarsson 07.01.2013
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan , Sóknargjöld )

Viðbrögð


JohannV (meðlimur í Vantrú) - 07/01/13 18:47 #

Hlekkurinn á seinustu greininga (grein Eggerts) virkar ekki
Gott stuff annars Hjalti :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/01/13 18:51 #

Takk fyrir ábendinguna, þetta hefur verið lagað.

Varðandi síðustu málsgrein greinarinnar langar mig að vitna í netprestinn: Þarf eitt að útiloka annað?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?