Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Meirihluti gegn mannréttindum

Börn međ munki

Ţađ eru gríđarleg vonbrigđi ađ lesa álit meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar varđandi frumvarp um breytingu á lögum um trúfélög. Í álitinu kemur nefnilega fram ađ meirihlutinn vill ekki taka tillit til álits Jafnréttisstofu um sjálfkrafa skráninu barna í trúfélög.

Jafnréttisstofa benti á sínum tíma á ađ ţađ vćru engir hagsmunir barna ađ skrá ţau sjálfkrafa í trúfélög. Nefndin ákveđur ađ hunsa ţetta og fara ađ áliti sérhagsmunahópa sem grćđa peninga á skráningu barna í ţeirra félög.

Ţađ er í sjálfu sér eitthvađ rangt viđ skráningu barna í trúfélög. Ţađ er ígildi ţess ađ skrá ţau í stjórnmálaflokka - og láta ţá skráningu foreldra ţeirra ráđa. Ţađ er nefnilega ţannig ađ ţó foreldrar reyni kannski ađ hafa áhrif á trúar- og stjórnmálaskođanir barna sinna ţá eru börnin sjálfstćđir einstaklingar sem ţurfa ađ komast ađ sjálfstćđum niđurstöđum.

Börn eiga ekki ađ vera skráđ "utan trúfélaga" ţar til ţau ná sjálfrćđisaldri - ţau eiga ađ vera utan alls ţessa skráningarkerfis. Ţau ćttu einfaldlega ađ taka ákvörđun ţegar ţau hafa vilja og getu til ţess ađ taka ákvörđun um ţessi mál. Ţađ mćtti jafnvel senda ţeim skráningarblađ á 18 ára afmćli sínu.

Fyrir utan hve óréttlátt ţađ er ađ viđhalda skráningu barna í trúfélög ţá gerir frumvarpiđ líka ráđ fyrir ţví ađ skráning barna tengist forsjármálum foreldra. Ţađ er ótrúlegt ađ svona hugsanagangur sé enn í gangi. Foreldrar eiga ađ vera í samstarfi um uppeldi barna hvernig sem forsjármálum er háttađ. Hér er beinlínis veriđ ađ búa til kerfi ţar sem forsjárforeldri getur gengiđ ţvert á vilja hins foreldrisins. Ţađ er óréttlátt og er bara til ţess falliđ ađ skapa úlfúđ milli foreldra og slíkt kemur auđvitađ fyrst og fremst niđur á börnunum.

Viđ hvetjum Alţingi ađ taka afstöđu međ réttindum barna og á móti sérhagsmunahópunum. Framfarir á sviđi mannréttinda munu alltaf kalla fram deilur og ţingmenn ćttu ađ hafa kjark til ađ taka slaginn.

Ljósmynd: Peter Zarria á flickr

Ritstjórn 06.12.2012
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ


Einar Rúnarsson - 07/12/12 04:17 #

Auđvitađ á ţetta ađ vera val einstaklinga. Á ekki ađ ríkja hér trúfrelsi?


Boaz Nebo - 07/12/12 14:31 #

thad er skritid med fólk sem trúir á gvudi had thad á bát med ad skilja ordid frelsi . Ef menn setja ordid fyrir aftan trú thá thidir thad eithvad alt anad hjá túudum samanber rikisrekin kirkja og trú og frelsi til ad trúa ekki er trúfrelsi frelsi frá trú til dćmis í öllum opinberum biggingum . meriseiga kirkjur eru opinber eiga riksinsog ćttu tharafleidandi ad vera laus vid atvinnu trúbod . Drekkid Jól og bordid gott og singid hátt .

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.