Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjóðaratkvæðagreiðslan

Dómkirkjan og Alþingi

Þá er orðið ljóst að þjóðaratkvæðagreiðslan fór ekki eins og við vonuðumst eftir. Okkur þykir ólíklegt að skoðanakannanir síðastliðinna áratuga séu rangar eða þá að áróður ríkiskirkjunnar hafi haft þau áhrif að stór hluti þjóðarinnar hafi skipt um skoðun, þó svo að einhverjir hafi eflaust gert það.

Samkvæmt þessum skoðanakönnunum er mikil fylgni á milli aldurs og andstöðu við aðskilnað, og eldra fólk er einfaldlega líklegra til að mæta á kjörstað. Hver svo sem ástæðan var fyrir niðurstöðunum þá var munurinn það lítill að við næstu kynslóðaskipti mun meirihluti þeirra sem mæta að öllum líkindum kjósa með aðskilnaði og þá verður vonandi almennilegur valkostur fyrir aðskilnaðarsinna, en ekki val á milli óbreytts ákvæðis og "kirkjuskipunarákvæðis".

Að hafa eitt trúfélag í forréttindastöðu hjá ríkinu stríðir gegn grundvallarhugmyndum á borð við frelsi og jafnrétti, og sífellt fleiri gera sér grein fyrir að þetta fer ekki saman. Þetta var varnarsigur ríkiskirkjunnar í töpuðu stríði.

Ritstjórn 22.10.2012
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Óli Jón - 22/10/12 13:49 #

Já, þetta snýst um ein kynslóðaskipti. Fylgi við Ríkiskirkjuna fer gránandi og ljóst er að í næstu umferð verða niðurstöður meira í takt við nútíma viðhorf.


Reputo (meðlimur í Vantrú) - 22/10/12 14:07 #

Það er bara spurning hvenær við fáum tækifæri til að segja eitthvað um þessi mál aftur. Það geta liðið nokkrir áratugir áður en það gerist.

En núna held ég að málið sé að fara með þetta fyrirkomulag til dómstóla og fá úr því skorið hvort þetta standist. Mannréttindadómstóllinn mun pottþétt úrskurða núverandi fyrirkomulag ólöglegt þar sem enginn fjárhagslegur ávinningur er af úrsögn. Bara það að fá því breytt mun höggva stórt skarð í ríkiskirkjuna á komandi árum. Með auknum úrsögnum veikist einnig grundvöllurinn fyrir auka sporslunum sem þeir fá umfram aðra.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 22/10/12 14:39 #

Vill minna fólk á að skrá sig úr ríkiskirkjunni, ef það er ekki þegar búið að því.


danskurinn - 22/10/12 14:49 #

Það er einfaldlega galin hugmynd að rétt sé að greiða atkvæði um það hvort meirhluti eigi að hafa sérstök forréttindi umfram aðra.


Ingibjörg Ósk - 22/10/12 22:12 #

ég fann allavega lítið fyrir áhuga hjá mínum jafnöldrum varðandi þessar kosningar, því miður.. þessar niðurstöður við spurningu 3 komu mér rosalega á óvart, en þegar ég fór svo að spurja vini mína hvort þeir hafi ekki farið & kosið þá fékk ég iðulega bara "nennti ekki" "æææji var búin að gleyma þessu" o.s.frv..


Jón Steinar - 23/10/12 06:52 #

Ég held að flestir þeir sem sáu ofsjónum yfir tilgangi þessarar atkvæðagreiðslu hafi í ákefð sinni krossað við öll jáin, án þess að leiða hugann að þessu. Seðillin var þannig settur upp að hann bauð ekki mikið upp á heilabrot um atriðin. Annað hvort allt já eða allt nei. Fyrsta spurningin var meira að segja þannig að ef þú svaraðir henni neitandi, þá var óþarfi að krossa við rest. Ég hef talað tvær manneskjur, sem töldu sig hafa gert fljótfærnismistök þarna, akkúrat af nefndum ástæðum.


Ingibjörg Ósk - 23/10/12 10:38 #

ég er fædd 90 & fann lítið fyrir áhuga á þessum kosningum hjá jafnöldrum mínum, því miður.. var e-ð að reyna að reka á eftir nokkrum uppá kjörstað en fékk bara "æææji nenni ekki að pæla í þessu" kind of svör..


Sigurlaug Hauksdóttir - 23/10/12 11:13 #

Varðandi það að fólk kaus með því að hafa ríkiskirkjuákvæði í stjórnarskrá, þá lenti ég merkilegu samtali um daginn. Viðkomandi hafði af því VERULEGAR áhyggjur ef engin væri ríkiskirkjan að þá myndi maður lenda í vandræðum með jarðarfarir! Ég fékk spurningar eins og: "Hvar á þá að jarða mann þegar maður deyr?" "Hver jarðar mann þá?". Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta vart svaravert og sagði viðkomandi að honum væri þá væntanlega bara hent á haugana...


Sverrir Ari - 23/10/12 11:23 #

"Það er einfaldlega galin hugmynd að rétt sé að greiða atkvæði um það hvort meirhluti eigi að hafa sérstök forréttindi umfram aðra."

Tek heilshugar undir þetta. Auðvitað á ekki að kjósa um svona mál. Því þá ekki líka að kjósa um hvort svartir eigi að borga hærri skatt en hvítir eða eitthvað álíka fáránlegt.

Kosning er ekki svarið við öllu.


hilmar - 23/10/12 13:39 #

Held að Jón Steinar hafi á réttu að standa varðandi kjörseðilinn.

Uppsetningin var villandi.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 23/10/12 14:20 #

Við fáum sennilega aldrei svör við hverju uppsetningin breytti, en "segðu bara já við öllu" heyrðist á kjörstað - hjá þeim sem vildu styðja breytta stjórnarskrá.


EA - 23/10/12 17:27 #

@jón steinar og valgarður:

Er ekki frekar billegt að afgreiða niðurstöðuna með því að þetta sé misskilningur eða að fólk hafi ekki skilið þetta?

Ég var nú ekki fyrir þjóðkirkju í stjórnskrá, en greinilega eru það mjög margir. Það kom mér líka á óvart. En mér dettur ekki í hug að gera lítið úr því sem þeir ákváðu að kjósa.


Margrét Hafsteinsdóttir - 24/10/12 22:50 #

Ég var mjög svekkt yfir þessari niðurstöðu. Held að smölunin hjá Þjóðkirkjunni hafi haft áhrif. Svo eru ennþá svo margir íslendingar vitlausir í þessum málum eins og Sigurlaug bendir á hér fyrir ofan. Þið þyrftuð að skrifa pistil um réttindi manna eftir að það fer úr þjóðkirkjunni og ef það er engin þjóðkirkja. Fólk virðist almennt ekki vita að það skiptir engu máli við dauðann þótt maður sé utan trúarsafnaða og maður getur látið jarða sig og jarðsyngja hvar sem er, eða ættingjarnir ákveðið það réttara sagt ef maður hefur ekki skilið eftir sig óskir.

Ýmislegt fólk sem ég hef verið að ræða um þessi mál við, og þá sérstaklega eldra fólkið hefur einmitt verið að velta þessu fyrir sér. Margir halda einfaldlega að ef maður er ekki skráður í trúarsöfnuð, þá fá maður ekki jarðarför í kirkju eða reit í kirkjugarði :) svo einfalt er það.

Ég mæli með því að svokallaðir kirkjugarðar fái annað nafn og verði kallaðir hvíldarstaðir eða grafarsvæði eða eitthvað slíkt.

Verður ekki að smala saman fólki og biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi þjóðkirkjuna, þegar nýja stjórnarskráin tekur gildi?


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 25/10/12 00:25 #

EA, ég var nú ekki að afgreiða niðurstöðuna með þessu, en ég veit dæmi um fólk sem sagði "já við öllu" til að lýsa stuðningi við vinnu stjórnlagaráð.

En auðvitað geta þetta hafa verið örfá tilfelli sem litlu breyta.

En þetta var klúðursleg uppsetning á kjörseðlinum og ég skil ekki enn hvers vegna ekki var tekið mark á ábendingum, það hefði verið svo einfalt að hafa þetta í lagi.


Davíð - 06/11/12 07:16 #

Ég held reyndar að þið og vanmeti kirkjusókn í þjóðkirkjunni og áhuga fólks á henni.. Sjálfur sótti ég þjóðkirkjumessu í fyrsta skipti í ábiggilega 5 ár um daginn og það kom mér á óvart hverstu þétt var setið og lítið var um grá kolla...


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/11/12 07:51 #

Ríkiskirkjan nær kirkjusókn upp með afar einfaldri aðferði; fermingarbörn eru skikkuð til að mæta í messu. Stundum þurfa foreldrar þeirra að koma með.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.