Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Síðasti villimaðurinn

Feispalmasunnudagur

Á einhverjum tímapunkti gera flestir upp við sig hvort trúarbrögð forfeðranna eigi erindi við sig í nútímanum. Hér eru nokkrar spurningar sem vert að velta fyrir sér. Ef meirihluti þeirra er svarað játandi þá er full ástæða til að staldra við og efast.

Þú skalt ekki...

Blóðfórnir
Er mannslífi fórnað á grimmilegan hátt í þínum trúarbrögðum til að þínu lífi sé bjargað?

Mannát
Er einhver athöfn þar sem líkami og blóð þess sem er fórnað etin til að öðlast kraft eða blessun guðsins?

Forystu karlmennið
Er guðinn dýrkaður sem foringi hópsins sem alpha male? Er samfélagsgerð guðsins af sama toga og þegar frummaðurinn lifði í litlum hópum með forystukarldýr sem stjórnaði hópnum? Er litið niður á konur í trúarritinu um guð þinn?

Frumhvatir og eigingjarna genið
Eignast guð þinn son með viljalausri konu? Krefst guðinn að sonurinn sé dýrkaður eins og hann sjálfur?

Siðblindi stríðsguðinn
Eru til sögur um sigra guðsins á óvininum? Beitir óhikað hryðjuverkum eins og að drepa frumburði til frelsa sitt fólk eða drekkja þúsundum í flóði til að halda völdum? Er þeim sem eru andsnúnir guðinum refsað en þeim umbunað sem fylgja honum?

Tapað tímaskyn
Þekkir guð þinn ekki sögu tímans frá upphafi þessa alheims eða jarðsöguna? Fjallar trúarrit þitt aðeins um brotabrot af jarðsögulegum tíma?

Landafræði í molum
Þekkir guð þinn ekki flatarmál jarðar í trúarritum sínum, hvað þá stærð alheiminn? Ná trúarbrögð þín aðeins utan um eina þjóð eða ættbálk á takmörkuðu landsvæði? Er guð þinn með svo takmarkaða heimsmynd að maðurinn átti í upphafi heima í aldingarði?

Röng heimsmynd
Hafa trúarbrögð þín þurft að bakka með forneskjulega heimsmynd? Til dæmis flata jörð sem miðju alheimsins, sköpunarsögur, tilvist sjúkdóma, tilurð jarðskjálfta eða eldinga. Hafa trúarbrögð þín haft rangt fyrir sér í stjörnufræði, líffræði, efnafræði, jarðfræði eða eðlisfræði?

Vinur einræðisherranna
Hafa trúarbrögð þín verið hægri hönd einræðisherra í margar aldir svo að þeir gátu haft tök á almúganum?

Glæpir gegn mannkyni
Hefur trúarstofnun þín einhvern tímann tekið fólk af lífi fyrir minnstu sakir? Til dæmis tilhæfulausar árásaferðir gegn öðrum trúarbrögðum, morð á einstæðum mæðrum vegna ófeðraðra barna, misþyrmt og myrt fólk á hroðalegan hátt fyrir t.d. trúvillu?

Snákaolíusölumenn
Notar guð þinn óheiðarleg vinnubrögð til að fá fylgjendur. Þykjast vera vinur litlamannsins, töfra fram mat, látalæti eins og að ganga á vatni eða talar í dæmisögum, lofa lækningu eða eilífu lífi?

Múgsefjun og áróðurstækni
Eru tilkomumiklar viðhafnabyggingar utan um athafnir tengdar trúarbrögðum þínum? Er hljómlist notuð til að ná múgsefjun í söfnuðinum? Tala forsvarendur guðsins úr upphækkuðum púltum niður til að safnaðarins til sína vald guðsins? Er heilagur reitur í viðhafnabyggingunni þar sem aðeins talsmaður guðsins stendur en fylgjendur fá aðeins að krjúpa við. Vill trúarstofnun þín halda úti barnatrúboði þar sem foreldrar geta ekki stjórnað trúboðinu? Bregst trúfélag þitt illa við gagnrýni?

Dýrt er guðsorðið
Allir vita að ef til væru raunverulegir guðir þá kostaði ekkert að viðhalda trú á þeim. Það kostar hins vegar að viðhalda mállausum guðum. Er mikill kostnaður að halda úti þínum guð með tilheyrandi viðhafnarlífi og embættismannakerfi? Vill trúfélag þitt forðast að borga skatta og gjöld?

Grænsápuguðfræði
Flýja umboðsmenn guðs þíns undan með út úr snúningum þegar trúarritið stenst enga skoðun? En þegar kemur að einhverju sem þeir vilja koma á framfæri þá er trúarritið heilög ritning, sannleikurinn, vegurinn og lífið?

Að lokum

Trúarbrögðin spila á tilfinningar fólks á sem flestum sviðum. Þau tigna sig sem kærleik ef skilja má orð predikara og presta. Hversu oft höfum við heyrt að engin skaðist af einni bæn? Bænin er fyrsta skrefið að breyta einstakling í villimann.

Það skal engan undra að ásókn siðblindingja og sjálfsdýrkara er mikil þar sem hægt er að fela sig bak við kærleikan. Sama gildir um lögbrjóta, fíkla og fauta sem þurfa að gæða sig nýrri ímynd. Trúarbrögðin eru leikvöllur villimennskunnar þar sem fórnarlömbin eru þau auðtrúuðu. Hver vill taka þátt í slíku? Á ríkið að standa í slíkum resktri? Hver vill verða síðasti villimaðurinn á 21. öld?

Frelsarinn 15.07.2012
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Halldór L. - 15/07/12 12:09 #

Ég man eftir þessari mynd úr sjónvarpinu fyrir einhverjum vikum.

Þarna var risastór salur úr steini með miðaldaskreytingum og fólk í skikkjum kyrjandi galdraþulur úr fornaldarbók til þess að veita æðstu manneskjunni auka mátt. Hélt að þetta væri léleg endurgerð á Harry Potter en svo var þetta bara vígsla biskups.

Talandi um að draga kirkjuna inn í nútímann.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.