Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Til varnar heilbrigðri skynsemi

Fjall

Hómópatinn Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir var ekki sátt við gagnrýni sem hún fékk í grein eftir Sif Sigmundardóttur núna í maí. Smáskammtakuklarar virðast almennt ekki taka gagnrýni vel.

Hómópatía: Það er ekkert í því

Þrátt fyrir fjölda rannsókna á hómópatíu síðustu árhundruð sem sýna enga virkni hafa hómópatar hunsað öll vísindi og gagnrýni og halda áfram að selja sína vöru. Viðskiptavinir og fórnarlömb þeirra vita þó sjaldnast hvað er í þessum svokölluðu "remedíum" þeirra: ekkert!

Með "ekkert" meina ég: ekkert! Það er ekki dropi, ekki einusinni mólikúl af virku efni í þessum "remedíum". Hómópatar virðast hafa afneitað veruleikanum og búið til sinn eigin í staðinn, þar sem því minna sem finnist af ákveðnu efni, því meiri verði hin svokölluðu áhrif þess. Það er því auðvelt fyrir Jónu að segja að meðferð hennar hafi engin slæm áhrif, þar sem hún hefur nákvæmlega engin áhrif.

Gegn fölskum vonum

Þrátt fyrir að "remedíurnar" hafi engin líkamleg áhrif þá hafa þær áhrif á buddu þeirra sem kaupa þjónustu og vörur hómópata. Þeir lifa á því að selja þeim sem hafa misst vonina á nútíma vísindalegt heilbrigðiskerfi. Fólki með kvilla og sjúkdóma sem nútíma læknavísindi hafa ekki enn getað læknað. Þeir bjóða þeim hlýju, samúð og von um lækningu. Von sem fólk í erfiðum aðstæðum þráir. Von sem hefur ekkert bak við sig.

Það getur vel verið að góðvildin ein sé á bakvið starf margra smáskammtakuklara, en meðferð þeirra veitir ekkert nema falskar vonir. Er ekki kominn tími á að Hómópatar horfist í augu við raunveruleikann og fari og finni sér eitthvað annað að gera?

Kristján Lindberg 25.05.2012
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Jon Steinar Ragnarsson - 26/05/12 05:02 #

Á heimasíðu sinni krefst hún þess að fá að sleppa við virðisaukaskatt. Bandalag Íslenskra græðara svokallað berst fyrir viðurkenningu á öllu kukli hvaða nafni sem það nefnist og jafnræðis við aðrar heilbrigðisstéttir.

Það er hreint fenómenalt að lesa þvaðrið á þessari síðu.


Valtýr - 27/05/12 03:24 #

Jón, hvað þýðir "fenómenalt"?


Jón Steinar - 28/05/12 02:36 #

Valtýr, þú ættir að vita það. Vissulega er þetta stafað upp á Íslenska mátann en ef þér gengur betur að fletta upp Phenomenal, þá finnurðu svarið.


Haraldur hannes - 06/06/12 14:40 #

Svolítið skondið að renna yfir þessa síðu hjá ykkur. Einhliða gagnrýni er frekar rýkjandi og þó svo þessi síða heitir Vantrú er greinilegt að mikil trú á sinn sannleika er ríkjandi hjá sumum einstaklingum. Það var einn vitur maður sem sagði mér : "there is a diffrent between knowing and knowledge". Sem á svo sannalega við þessa síðu. Þessi síða og fleiri sýna okkur hversu brenglaður hugsunarháttur okkar er orðin, við erum farin að tengja heilsu okkar við trú á því sem aðrir segja. En svo þegar á hólminn er komið virðast allir vera ljúga, að ykkar sögn. Skil ekki hvar menn hættu að horfa eftir lausnum þegar kemur að heilsunni, það þarf alltað að finna plástur og segja gott heitið! Eins og stendur í þessari grein " Þeir lifa á því að selja þeim sem hafa misst vonina á nútíma vísindalegt heilbrigðiskerfi. Fólki með kvilla og sjúkdóma sem nútíma læknavísindi hafa ekki enn getað læknað. Þeir bjóða þeim hlýju, samúð og von um lækningu. " Fyrsta sem mig langar að spyrja, svona fyrst allir eru með vestrænum lækningum, fyrir hvað eru nútímalæknavísindi þekkt fyrir að lækna? Þá er ég ekki að tala um lyfjagjöf, hún læknar ekki neitt og ekki heldur bráðalækningar. Á við raunverulega lækningu á hinum ýmsu kvillum, þar sem er vitað hver orsök vandamáls er og tekist á við það samkv. Því.

Svo kemur annað upp eftir að hafa lesið þetta. Finnst engum þetta vanvirðing gagnvart þeim sem hafa fengið bata frá homopatiu? Margir hafa fengið fullann bata eftir að hafa verið eins og spil í stokki hjá hinu almenna kerfi! En hjá þeim er það knowing, ekki knowledge eins og ykkur hinum. Þið talið með trú með vantrú að vopni, furðulega lýkt öfgahópi með sterka rödd!

Ástæðan fyrir því að hið "óhefðbundna" er til staðar og fer vaxandi, er vegna hins óskilvirka árangurs sem hið "hefðbundna" er með. Tölur á sjúkdómum jafnt sem almennum kvillum vex og vex.. Skuggalegar tölur koma upp þegar maður fer yfir aukningu í samanburði við fólksfjölgun!

Árangurinn á að tala ekki trúin. Ef gagnrýni er á annað borð þarf almenn skynsemi að vera þar líka. Hin almenni heilbrigðisstarfsmaður hlýtur að hafa metnað á því að ná árangri í starfi, þá á ég ekki við að verða deildarstjóri, heldur ná bættri heilsu á því fólki sem leytar til hans/hennar.

En öll gagnrýni er góð gagnrýni því þá er farið dýpra í hlutina, þar liggur sannleikurinn.

P.s ekki vera vitlaus með remedíurnar, þú finnur ekki mikið af efnasamsetningum þar, nema kannski frá alkahóli eða salti. Kafa dýpra, skoða sannleikan sem þú greinilega ert ekki búinn að kynna þér, finnur svarið í eðlisfræðinni og ef þú vilt fara enn dýpra, skammtafræði! Og nei... ég er ekki Hómopati!


Haraldur Hannes - 06/06/12 14:51 #

Þar sem kemur um bráðalækningar, virðist standa að þær lækni ekkert.. Ég er ekki að meina það þannig, ekki nota þær sem dæmi var meiningin.


Halldór L. - 06/06/12 17:27 #

Í fyrsta lagi eru ekki neinar "vestrænar lækningar". Það eru bara lækningar og svo kjaftæði.

Og fyrst að lyfagjöf læknar ekki neitt þá ætla ég að biðja þig um að gera genalauginni greiða og henda pensillíninu þínu næst þegar þú færð blóðeitrun.

Ef að þú heldur svo að enginn í "vestrænum" lækningum hafi greint uppruna sjúkdóma þá vinsamlegast ekki fara í aðgerð á hjarta ef að þú ert með kvilla þar eða fara í bólusetningu þegar það kemur faraldur. Nei svona í alvörunni, fyrir genalaugina.

Í öðru lagi þá eru þeir sem að fá bata eftir bulllækningar engu skárri en þeir sem að fá lyfleysur. Ef að hægt væri að sýna fram á annað væru óhefðbundar [bull] ekki kallað óhefðbundið heldur yrði notað í ríkara mæli.

Annað sem að þú sagðir var bara glórulaust raus um sannleika og gagnrýni og þekkingu sem að ekki versti vitleysingur gæti séð vit í.


Haraldur Hannes - 06/06/12 19:02 #

Tómatur og túmatur.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja við þessu svari.
Að segja Vestrænt er ágætis skilgreining, en ekki að það skiptir einhverju máli. Þú segir kjaftæði ég segi Vestrænt.

"Smáskammtakuklarar virðast almennt ekki taka gagnrýni vel." mér sýnist þessi hópu lítið vera skárri miðað við síðustu athugasemd og fleiri.

Afsakaðu að ég fór ekki í smáatriði um lyfin hér áðan. Vandamál á hinum almenna kvilla læknast ekki með lyfjum, lyf eru ekki þekkt fyrir að lækna, þú veist það alveg. Pensilín hins vegar drepur margar bakteríur, góðar og slæmar! Það er ástæða að þú gætir fengið sveppasýkingua eftir pensillin notkun. En hvar situr pensillínið núna?? Á brúninni við það að vera algjörlega gagnslaust vegna ofskömmtun hjá læknum! 14 bakt. Orðnar ónæmar! Ástæða ofnotkunar er vegna hversu stutt lausnir ná hjá hinu almenna heilbrigðiskerfi. Hvað gerir kerfið ef pensilín hættir að virka alveg, se, er bráðlega? Samt vill ég ekki setja þetta allt á lyfjaávísanir, erum líka að fá sýklalyf i gegnum kjötmatvæli!

Hvað kemur því við að greina uppruna sjúkdóms og aðgerð á hjarta?? Aðgerð er gerð til að laga eða viðhalda.. Vandamálið er ekkert endilega hjartað en það getur verið undir áhrifum! Orsök og afleiðing. Bólusetningar eru gagnrýndar af hinum virtustu vísindamönnum og sú umræða á ekki heima hér!!

Þú segir að " þeir sem að fá bata eftir bulllækningar engu skárri en þeir sem að fá lyfleysur." En þeir fá bata, hvað er slæmt við það? "lækningar" treysta mikið á lyfleysuáhrifin, gott dæmi eru þunglyndislyfin sem tekin voru fyrir Í 60 min. Um daginn, þar sést líka hvernig lyfjaiðnaðurinn vinnur, svona fyrir lyfjaáhugamann eins og þig.

Um að gera að berjast gegn því sem virkar fyrir fólk... það er almenn skynsemi er það ekki ?

Hvernig er hægt að vera með glórulaust raus um sannleika? Það er allavegana gott að þú sért það vitlaust að skilja það:)


Halldór L. - 06/06/12 22:37 #

Ég er ekki í Vantrú, en þeir gaurar taka víst vel í gagnrýni sem að mark er takandi á.

Veistu afhverju pensillín er ofnotað? Vegna þess að það virkar. Og það er vitað hvernig það virkar. Vísindalega sannað að það virki. Með alvöru vísindalegum tilraunum.

Mark er takandi á "vestrænum" (vísindalegum/alvöru) læknavísindum vegna þess að þau draga ekki lausnir út um rassinn á sér. Þarna er beitt hinni vísindalegu aðferð. Hérna er ein besta útskýringin á hinni vísindalegu aðferð, því að verndarar bulllækninga virðast ekki skilja hana: http://www.thegodlessheathen.com/img/2011/10/scientific-method-vs-religion.png

Ef að þú heldur að enginn sjúkdómur hafi verið greindur og læknaður þá ertu ekki í lagi.

Bólusetningar eru vel hæfar í þessa umræðu, aðallega vegna þess að málefnaleg umræða sem ætti að fara um þær er eitruð af t.d. hómópötum sem að ala á hræðsluáróðri. Stórhættulegt það. Svona vegna þess að fólk skilur ekki og jafnvel vill ekki skilja hvernig alvöru* læknavísindi virka.

Svo beitirðu strámanni þegar þú segir að ég sé á móti lyfleysum. Ég hef einstakan áhuga á þeim og því hvernig þær virka. Það þýðir samt ekki að það ætti að fylla huga fólks af einhverju bulli sem að fer hvergi heim og saman við EFN103 (t.d. hómópatía).

*Alvöru vísindi? Það er eins og að segja "alvöru stærðfræði"

Og já, mestmegnis var þetta glórulaust raus hjá þér um gagnrýni og sannleika.


Haraldur Hannes - 07/06/12 17:18 #

Ok, kannski er ég ekki að koma pointinu nægilega skýrt fram hérna. Ég er ekki hérna til að vera með reiðiskrif og predikanir.

Ég veit að pensilín virkar, enda drepur það margar bakteríur. Bæði slæmar og góðar. Þú spyrð mig hvort ég viti af hverju það er ofnotað og segir því það virkar. Ég ætla ekki að taka það af þér. Þá spyr maður sig, af hverju að vera gefa það við öllu?? Því engvar aðrar lausnir eru í boði innan kerfisins. Vegna þess er þetta búið að skapa stórt vandamál sem er að koma í bakið á börnum okkar jafnt sem okkur. Það er HEIMSKULEGT að halda það að þú getir bara gefið pensilín við flestu til þess að vona að það nái einkennum í burtu og hafi engvar afleiðingar síðar meir, ekki bara pensilín, þetta á við um flest lyf. Inn í hverju boxi lyfja stendur hversu miklar aukaverkanir geta verið af þessu ákveðna lyfi, það fer frá varaþurrki og gæti endað alla leið til dauða. Gott og gilt, mikil áhætta en gæti bjargað mannslífi.. Skil það. En hvað svo.. á bara halda áfram að gefa lyfið það sem eftir er því það er "lækningin"? Yfirleitt líður tíminn og aukaverkanir koma fram, þar er því tekið sem nýtt ástand með engri tengingu til lyfja(þvi engin gagnagrunnur er til um ávísanir), svo er gefið annað lyf sem er sérhæft á þessu vandamáli. Gæti hins vegar verið að þú fáir sveppi við að taka þetta lyf svo hérna er annað lyf. Áfram líður tímin og vandamálin en til staðar en þú finnur lítið fyrir þeim því þú ert deyfður, þynntur eða eitthvað álíka með lyfjunum. Ný vandamál koma upp sem aukaverkun á hinum lyfjunum, þú ferð aftur til læknis með það í hausnum að þú hlytir bara vera meingallað eintak. Mættur til læknis, segir hvað er að og færð lyf samkv. Því! Svo aðeins seinna ertu með athyglisbrest og færð ritalín ofan á allt, svona til að hressa þig aðeins við, augun fara sökkva, tilfinningar verða hverfular og raunveruleikinn verður ein lyfjaþoka! En hvað er betra en góður lyfjakokteill, ekki margt segja flestir fíklar! Svo er það nýjasta að gefa sterk krabbameins lyf við allskonar gigt, börnum líka. Eðlilegt?? Nei, frekar örþrifaráð sem getur haft skelfilegar afleiðingar.

Belive you me kallinn minn að þetta þekki ég mjög vel, öll mín 30 ár hef ég verið innan um hið almenna heilbrigðiskerfi vegna veikinda nákominna fjölskyldumeðlima, ekki bara einn. Svo í mínu starfi sé ég þetta á hverjum degi, alltaf sama ferlið! Einu sinni enn.. " there is a diffrent between knowing and knowledge"

Skil ekki afhverju það þarf að vera svona mikil spenna á milli fólks sem vinnur með heilbrigði en eftir mismunandi fræðum. Ef árangu er greinilegur, á ekkert annað að skipta máli. Það er ekki eitthvað eitt rétt, við erum öll einstök á okkar egin hátt.

Við hvað eru nútíma læknavísindi hrædd við? Af hverju er alltaf settur upp varnarmúr hjá læknavísindum þegar kemur upp umræða varðandi heilsu og þær nálganir sem eru í boði? Eina sem það sýnir mér er hroki, yfirgangur og brothætt stollt!

Allavegna... Ég sagði ekki að enginn sjúkdómur hafi verið greindur og ekki læknaður. Ég sagði að flest LYF lækna ekki. Þau slá bara á einkenni. Orsök liggja enn óljós.

Kem með eitt dæmi: Maður kemur inn til þín með mígreni. Meltingin er slæm, verkir í mjöðmum, sefur illa, hár blóðþrýstingur, hjartsláttartruflanir og fótapirringur á kvöldinn.

Almenn lausn: mígrenislyf, verkjalyf vegna mjaðma, jafnvel aðgerð ef verkjalyfin virka ekki. Svefntöflur fyrir nóttina vegna svefnleysis og fótapirrings, eða fótaóeyrð. Gæti mögulega verið bent á að taka Husk vegna meltingunar en líklega asetophylus eða eitthvað annað lyf. Blóðþrýstingslyf og kannski þvagræsandi með vegna þess að mikill bjúgur gæti myndast vegna blóðþrýstingslyfjana. Ekkert finnst í hjarta, kólestról mælt, lítur vel út. Kannski yrði gefið hjartamagnyl til að þynna aðeins blóðið til prufunar og sjá hvort truflanirnar hætta.

Eðlilegt? Já í nútíma læknavísindum... Þar sem aðaluppbygging þess byggist á stórum iðnaði sem veltir að meðaltali 40 milljörð$ á ári, með sölumenn sem vita ekki betur. Vill enn og aftur benda á 60 min þáttinn sem var um daginn, þar sérðu hvernig iðnaðurinn starfar. En er þetta eðlileg þróun eða eðlilega lausn? NEI.. Það þarf að vera annsi hugsunarlaus til þess að sjá það ekki og finnast þetta bara eðlilegt.

Það þarf að endurhugsa heilbrigðiskerfið, við erum að eyða 10-13 milljörðum af skattpeningum í niðurgreiðlu lyfja, kerfið í heild er rekið á tæpum 100 milljörðum. WEF gaf út um daginn að alþjóðlegur kostnaður heilbrigðiskerfa á eftir að fara upp um 150-200% næstu 18 árin. Þ.e.a.s 250-300 milljarð króna heilbrigðiskerfi hér heima... Talandi um niðurskurð!!

Nú þarf bara að hætta þessum sandkassaleik, ræða þetta að alvöru og fara finna lausnir og aðrar aðferðir. Það er gríðaleg aukning á hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum sem er farin að hafa mikil áhrif á landann. Það sýnir okkur að hið almenna leið er ekki að virka, segir sig sjálft. Læknar eiga að vera leytandi, ef þeir eru að vinna eftir þeim heilindum sem er gert ráð fyrir af þeim en ekki að hagsmuni að leiðarljósi.

Sagði aldrei að þú værir á móti lyfleysu. Lestu yfir textann aftur hér að ofan. Núna máttu segja að ég er að rausa :) en svona er þetta bara, því fyrr sem við gerum eitthvað í því, því mun betra. Mikið af þeim vísindum sem unnin eru í dag, eru með hagnað að leiðarljósi. Það eru gölluð vísindi, getur enginn sagt annað held ég.

Þakka þér fyrir áhugann að lesa raus mitt ;)


Haraldur Hannes - 07/06/12 17:47 #

Gleymdi að bæta við dæmið um manninn. Það getur verið einn orsakavaldur af þessu öllu þó svo ferlið spannar lengra. Enn út af nútímavísindum, er ekki hægt að greina hvað það er. En ef kerfið væri í miklum hug að finna lausnir en ekki viðhalda, þá væri það hægt.


Valtýr - 07/06/12 22:23 #

Takk fyrir svarið Jón. Það er rétt hjá þér, ég hefði átt að fatta þetta (I can't brain today, i have the dumb).


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 08/06/12 16:34 #

Flott að sjá fólk ræða þessa hluti, byð fólk bara um að halda því sæmilega on-topic og laust við allan skæting. Og svona persónulega væri ég alveg til í að fólk gæti stytt mál sitt smávægilega bara svona svo maður gefist ekki upp á miðri leið.


Halldór L. - 08/06/12 19:30 #

Þú ert bara að búa til strámenn úr þessu pensillíni. Ekkert annað og það er hræðilega leiðinlegt að vera að eltast við strámenn.

Við hvað eru nútíma læknavísindi hrædd við? Af hverju er alltaf settur upp varnarmúr hjá læknavísindum þegar kemur upp umræða varðandi heilsu og þær nálganir sem eru í boði? Eina sem það sýnir mér er hroki, yfirgangur og brothætt stollt!

Hugsaðu um þetta svona: Fólk er nógu heimskt til þess að kaupa hvaða vitleysu sem er þegar það er veikt og margir nógu hættulega einfaldir til þess að skeyta ekki um alvöru meðferðir heldur fara út í bullið. Og hvað með þetta með mígrenis-manninn? Það er ekki gott að ekki skuli vera hægt að ráðast á sjálft meinið, en þetta er það besta sem að fæst í dag. Ef að þú ert með eitthvað betra en það sem að heil vísindagrein hefur upp á að bjóða (og hefur þúsundir ef ekki milljónir manna vinnandi við betri lausnir, og hafa verið að því í þó nokkra tugi ára) þá máttu endilega koma með það. En það t.d. að rítalín slái bara á einkenni ofvirkni en ekki orsök þýðir ekki að við ættum öll að fara í DNA heilun. Þú ert með lélegan lækni, lygara jafnvel, ef að hann heldur því fram að eitthvað eins og þunglyndislyf og ritalin lækni sjúkdóma. Það er enginn með sjálfsvirðingu að halda því fram, bara það að það slái á einkennin.


Georg P. Sveinbjörnsson - 28/09/12 13:15 #

Þótt margt sé vafasamt í náttúrlækningum virðist ekki síður ástæða fyrir heilbrigða skynsemi þegar lyfjaiðnaðurinn er annars vega eins og er alltaf að koma betur og betur í ljós. http://www.guardian.co.uk/business/2012/sep/21/drugs-industry-scandal-ben-goldacre


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 29/09/12 23:09 #

Já það er best að vera hæfilega skeptískur á flest. Vita hvað maður veit, hvað maður getur vitað og hvernig maður getur vitað það.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.