Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrú hlýtur styrk frá ESB

Vantrú hefur um áraraðir verið leiðandi afl í umræðunni um samband trúarbragða og ríkis annarsvegar og mannréttinda með tilliti til trúfélaga og trúarbragða hins vegar. Þrátt fyrir þetta hefur Vantrú ekki hlotið eina krónu í styrk frá hinu opinbera frá stofnun félagsins á meðan sóknargjöld, byggingastyrkir og aðrir rekstrarstyrkir hafa fallið í skaut hinna ýmsu hópa sem þó hafa ekki lagt meira til umræðunnar en Vantrú.

Trú og styrkur

Sökum lagaumhverfis sem gildir á Íslandi um trú- og lífsskoðunarfélög þar sem verulega hefur hallað á lífskoðunarfélög sem ekki byggja lífsýn sína á viðurkenndum trúarbrögðum hefur Evrópusambandið (ESB), eftir umsókn félagsins þess efnis snemma síðasta árs, ákveðið að veita Vantrú styrk til rekstrar félaginu. Styrkurinn kemur í kjölfar umsóknar Íslands í ESB og er styrkurinn liður í aðlögunarferli landsins að reglugerðum, lagaumhverfi og réttlætissýn sambandsins. Vantrú fellur styrkurinn í skaut sökum áralangrar vinnu Vantrúar að þessum málaflokkum á Íslandi og nauðsynlegrar áframhaldandi umræðu um málefni þau sem Vantrú lætur sig varða.

Styrkurinn er veittur úr sjóði Menningaráætlunar Evrópusambandsins en tilgangur hans er m.a. "að efla menningarleg samskipti og stuðla að skilningi milli þjóða og þjóðfélagshópa". Félagið Vantrú hefur frá stofnun þess stuðlað að þvertrúarlegum samskiptum og auknum skilningi og umburðarlyndi milli trúleysingja og trúaðra.

Von og kærleikur

Styrkurinn er til tveggja ára og tekur gildi frá og með 1. júní 2012. Styrkurinn nær yfir eðlilegan rekstur félagsins, s.s. rekstur og leigu skrifstofuhúsnæðis með aðföngum, ígildi eins starfsmanns í fullri vinnu yfir tímabilið, vefútgáfu vefs félagins og bókaútgáfu rita sem falla undir efnisatriði styrksins. Einnig er gert ráð fyrir tveimur ráðstefnum þar sem fjallað verður um tengsl mannréttinda og trúfélaga, aðkomu ríkisvaldsins að rekstri trúfélags og stöðu eins trúfélags umfram önnur í stjórnarskrá.

Vantrú þakkar ESB kærlega þann heiður sem sýndur er með styrkveitingunni og heitir því að fjármununum verði vel varið og í samræmi við yfirlýstan tilgang hans

Ritstjórn 01.04.2012
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 10:24 #

Loksins! Það var kominn tími til.


Teitur Atlason - 01/04/12 11:28 #

Hvað er styrkurinn hár?


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 11:34 #

Þörf viðurkenning.


Pétur (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 11:36 #

Styrkur? Frá ESB? Erum við viss um að allir félagsmenn séu sáttir við þetta? Fór engin umræða fram um þetta á spjallborðinu? Ég er ekkert sérstaklega ánægður með að svona stórar ákvarðanir séu teknar án samráðs við almenna félaga í Vantrú. Hverjir tóku þessa ákvörðun og hvenær?


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 11:57 #

Slakaðu á. Peningar eru peningar.

Það er ekki eins og við vöðum í seðlum.

Beggars can't be choosers, eins og þeir segja;)


Pétur (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 12:43 #

Sumir okkar vilja kannski ekki vera beggars


Pétur (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 12:43 #

En jæja, ræðum þetta kannski frekar á spjallborðinu


Teitur Atlason - 01/04/12 12:47 #

Má fá að vita hvað þessi styrkur var hár?


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 13:23 #

Þetta er hneyksli. Var þetta ástæðan fyrir að hluti stjórnar ferðaðist út til Brussel? Greinilega á fölskum forsendum!


Dísa - 01/04/12 13:37 #

Ætlið þið áfram að þræta fyrir það að vera trúfélag?!


Valgarður Guðjónsson - 01/04/12 14:00 #

Já, prik fyrir ESB... þetta er svo sem eðlilegt framhald af þeirri stefnu sem hefur verið fylgt stöðugt ákveðnar eftir á síðustu árum í Evrópu, þeas. að jafna aðstöðu lífsskoðunarfélaga og draga úr forréttindum trúfélaga. Sem er munurinn Dísa.


Halldór L. - 01/04/12 14:01 #

Ég vona að þetta tengist útgáfu á sögu félagsins og ævusögum helstu forsprakka þess.

http://gegnir.is/F/RVDACYRMBDPGRKB9JF8PCtroJLBF17loloFRY7YRI5trololoY374U2JV9U67-77653?func=short


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 14:24 #

Þetta eru góðar fréttir. Vantrú hefur hingað til verið frekar óformlegur félagsskapur sem starfar nær eingöngu á netinu en það má segja að félagið sé nú að verða „fullorðið“ með eigin starfsmann á launum og skrifstofu. Þetta mun auka verulega möguleika félagsins á að vinna að baráttumálum sínum og hafa áhrif á t.d. fjölmiðla, stjórnsýsluna og lagasetningu.

Næsta skref er að tryggja enn frekari styrki til að tryggja grundvöllinn fyrir fjöldahreyfingu trúleysingja til frambúðar, t.d. frá ríki eða sveitarfélögum.


Teitur Atlason - 01/04/12 16:15 #

Ég er hér með hættur í Vantrú. Bless.

Þetta er rugl.


Guðjón Eyjólfsson - 01/04/12 16:22 #

Er nokkuð fyrsti apríl í dag?


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/12 16:39 #

Jæja já Teitur. Hættur í Vantrú? Og hvaða trúfélag með snert af sjálfsvirðingu tæki við þér??

Pétur: Til hvers að ræða þetta mál á innrivef Vantrúar? Til að Bjarni Randver sjái ekki umræðurnar? Ha. Ha. Ha...

Dísa: Ef það er trúfélag að trúa því statt og stöðugt að engir guðir séu til, þá erum við trúfélag. QED!


Ragnar - 01/04/12 16:50 #

Vanheilagt bandalag íslamófasista og guðlausu marxistanna í Brussel er að taka á sig skírari mynd! Markmiðið er einfalt, að úthýsa ljósi Krists frá Evrópsku samfélagi. Verður Vantrú kannski með sína skrifstofu í moskunni í Sogamýri??


Einar Steinn Valgarðsson - 01/04/12 17:51 #

Hvaða dagur er nú aftur í dag?


Árni Árnason - 01/04/12 21:35 #

Getur Vantrú þá ekki gengið í Evrópusamband vantrúaðra ?


Hörður - 01/04/12 22:59 #

Aprílgabb


Hörður - 01/04/12 23:00 #

A prílgabb

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.