Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ert þú skráður á tru.is?

Háskóli Íslands

Það er alveg ljóst að algjör meirihluti kennara við guðfræðideild Háskóla Íslands eru aðdáendur ríkiskirkjunnar. Það er ekkert óeðlilegt. Heldur sjálfsögð réttindi að starfsmenn guðfræðideildar iðki sína trú og hafi sínar pólitísku skoðanir. Aftur á móti má deila um akademískt frelsi kennara sem eru í launuðu starfi fyrir ríkiskirkjunna samhliða kennslunni.

Hið akademíska frelsi

Það eru eflaust minni líkur að slíkur starfsmaður njóti akademísks frelsis. Ekki ósvipað og að starfa í greiningardeild banka á sama tíma og kenna viðskiptafræði. Slíkt launað starf hlýtur að reyna á siðferði starfsmannsins. Ætli að deildin hafi sett sér siðareglur í því sambandi? Eða er það möguleiki að siðareglur víki ávallt þegar Jesú á í hlut?

Það má reyndar velta fyrir sér blaðaskrifum einstaka starfsmanna deildarinnar sem eru rituð í nafni embættis þeirra í Háskólanum. Einum prófessornum þótti umsókn til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vera sterk vegna ríkiskirkjufyrirkomulagsins á Íslandi. Sami prófessor vildi innlima Lútersku fríkirkjurnar í ríkiskirkjuna.

Reyndar voru skrifin svo óheppilega öfgafull að prófessorinn baðst síðar afsökunar á þeim. Sumir kennarar skrifa blaðagreinar með starfsmönnum ríkiskirkjunnar. Eflaust er það gert til að auka vægi greinanna þegar háskólakennari og prestur rita saman grein um kirkjuna sína. Ekki ósvipað og þegar bankastjóri og prófessor hagfræðideildar skrifa saman greinar um bankann sinn.

Æsandi þrýstihópar

Svona fyrirkomulag vekur vissulega upp spurningar og vangaveltur um hver stýrir í raun guðfræðideild Háskólans. Háskólinn eða ríkiskirkjan? Allavega eru ástir sumra kennara á ríkiskirkjunni ansi frjálslegar og eldveggir á milli hagsmuna með því lægsta sem gerist í háskólasamfélaginu

Svo heppilega vill til að nýjar bænir, predikanir og blaðaskrif starfsmanna ríkiskirkjunnar eru flestar á trú punktur is. Vefsíðan er hluti af neti ríkiskirkjunnar og verður því seint tengd við efahyggju. Ekki er ástæða til að gera athugasemdir við að starfsmaður guðfræðideildar trúi á sama ríkisguð og starfsmenn ríkiskirkjunnar. Það er líka í góðu lagi að þeir skrifi sem einstaklingar greinar á tru.is.

Það er samt frekar pínlegt að hafa alla starfsmenn guðfræðideildar skráða sem höfunda á tru.is hvort sem þeir hafa skrifað þar greinar eður ei. Þar má sjá starfsmann guðfræðideildar með hlekk á nafnið sitt, en þó ekki með neinar greinar, predikanir eða bænir. Þannig virðast hann hafa verið sjálfkrafa skráður á ríkiskirkjusíðuna án þess að senda inn grein. Ekki ósvipað og hvítvoðungar eru skráðir í ríkiskirkjuna við fæðingu.

Megi gvuð blessa hið akademíska frelsi.


Mynd af aðalbyggingu frá Étienne Ljóni Poisson

Frelsarinn 29.01.2012
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/01/12 12:23 #

Það er samt frekar pínlegt að hafa alla starfsmenn guðfræðideildar...

Er þetta ekki misskilningur? Eru þau öll höfundar á trú.is?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/01/12 12:27 #

Næstum öll. Það vantar Sigfinn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/01/12 12:43 #

Hvað hefur Sigfinnur eiginlega gert til að verðskulda það?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 29/01/12 12:46 #

Hann er líklegast ekki í birtu náðarinnar.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 29/01/12 14:16 #

Hljómar eins og einelti.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/01/12 20:46 #

Hvað með stundakennara við guðfræði- og trúarbragðafræðideild - eru margir þeirra fastir pennar á heimasíðu ríkiskirkjunnar?

Varla eruð þið að halda því fram að það séu (óeðlileg) tengsl milli fræðideildar við Háskóla Íslands og eins tiltekins trúfélags? Það væri náttúrlega skandall.

Ég var að kíkja á þessar greinar Péturs Péturssonar sem vísað er á. Er þetta ekki bara eitthvað súrt grín?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/01/12 02:19 #

Menn tala mikið nú um stundir um akademískt frelsi og að ekki gangi að þrýstihópar úti í samfélaginu stjórni kennslu í Háskólanum. Ég sé ekki betur en Þjóðkirkjan sé slíkur þrýstihópur og með heljartök á kennsluháttum guðfræðideildarinnar.

Þarf ekki að kæra svonalagað?


Pétur Björgvin - 30/01/12 09:32 #

Sælir. Það vantar að nefna í þessari grein að í hópi dyggustu ummælaskrifenda á trú.is er að finna þó nokkra sem gjarnan skrifa pistla og/eða ummæli á vantru.is.

Er svo hugmyndasnauður í dag að mér dettur enginn góður brandari í hug varðandi þau tengsl. Þið hjálpið mér kannski!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/01/12 09:37 #

Nei, mér dettur ekki neinn brandari í hug heldur!


Oddur - 30/01/12 16:08 #

Ekki gleyma að kennararnir kjósa meðal annars biskup. Tengslin eru svo góð að þeir hafa atkvæðarétt um biskup þjóðkirkjunar.

http://tru.is/pistlar/2012/1/þjoðkirkjan-og-biskupskjor-arið-2012

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.