Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Konjak grenningarpillur

Sellúlós

Í heimi megrunarpillanna ríkir hörð samkeppni. Sölumenn keppast um að hampa sinni vöru sem mest og fullyrða oft frjálslega um virkni hennar. Dæmi um slíkt má sjá á Facebook síðu nýlegrar megrunarvöru, sem heitir því skemmtilega nafni Konjak. Samkvæmt sölumönnum Konjak eru þessar pillur einstakar því þær innihalda trefjar sem eru þær einu sem Matvælaöryggisráð Evrópu (EFSA) telur að geti raunverulega flýtt fyrir þyngdartapi.

Hið virka efni

Þó er ekki allt sem sýnist. Á vefsíðu Konjak er ekki vísað í sjálfa yfirlýsinguna frá Matvælaöryggisráðinu. Þar kemur skýrt fram, rétt eins og segir á sölusíðu Konjak, að Matvælaöryggisráðið telur að sýnt hafi verið fram á að trefjarnar – sem kallast glucomannan – í pillunum geti hjálpað til við þyngdartap.

[...]the Panel concludes that a cause and effect relationship has been established between the consumption of glucomannan and the reduction of body weight, in the context of an energy-restricted diet.

Matvælaöryggisráðið tekur fram að trefjarnar virki í samvinnu við létt matarræði – og það er einnig tekið fram á vefsíðu Konjak. Hvert er þá vandamálið?

Fært í stílinn

Vandamálið er að sölusíða Konjak megrunarvörunnar telur einnig upp önnur jákvæð áhrif sem pillurnar eiga að valda; bætt melting, betri stjórnun á blóðsykri og minnkandi sætuþörf. Í skýrslu Matvælaöryggisráðsins er tekið fram að ekki hafi verið sýnt fram á að Konjak pillurnar hafi einmitt þessi áhrif á líkamann. Á vefsíðu Konjak er ekkert minnst á þetta, heldur er ósönnuðum fullyrðingum fléttað saman við ályktanir ráðsins um áhrif sem sýnt hefur verið fram á til að láta þær líta út fyrir að hafa einnig verið viðurkenndar af virtri stofnun. Þetta má til dæmis sjá í eftirarandi málsgrein úr fréttatilkynningu frá Konjak:

Þegar töflurnar leysast upp í vatni fylla þær upp í magann sem gerir það að verkum að við verðum fyrr södd og getum því ekki borðað sama magn og áður. Það er staðreynd sem studd er af rannsóknum! Auk áhrifa á matarlyst og blóðsykur hefur KONJAK einnig jákvæð áhrif á meltinguna .#

Villandi upplýsingar

Eina viðurkennda virka efnið í Konjak pillunum eru trefjarnar. Hins vegar gefur sölusíða Konjak það sterklega í skyn að Matvælaöryggisráðs Evrópu hafi viðurkennt öll þau meintu jákvæðu áhrif sem pillurnar eiga að hafa. Þannig er skýrsla ráðsins sett fram á villandi hátt til þess að gefa vörunni aukið vægi. Neytendur þurfa því ávallt að vera vel á verði þegar settar eru fram fullyrðingar um ágæti og virkni söluvara, því oft er lítið sem ekkert sem styður þær.

Rebekka Búadóttir 25.01.2012
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Björn I - 25/01/12 13:18 #

Brian veit hvað þarf til að grennast :) http://www.youtube.com/watch?v=Xge3fzPKV6I

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.