Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Christopher Hitchens látinn

Því sem staðhæft er án sannana, er hægt að vísa frá án sannana.

Heimspekingurinn, ræðumaðurinn, rit- og pistlahöfundurinn Christopher Hitchens lést í nótt, þann 16. desember. Hann greindist með krabbamein í vélinda vorið 2010. Hitchens var ötull baráttumaður fyrir bættum lífsgæðum og bættri hugsun. Hann var óvæginn í sínum skoðunum hvað varðar trúmál, kreddur, hindurvitni og annað kjaftæði. Hann var vissulega umdeildur og fólk þarf ekki að vera sammála öllu sem hann sagði.

Trúleysi er sú skoðun sem veldur engu hugrænu misræmi. Það er ekki kennisetning. Dauðinn er algjör, þannig er hægt að hunsa loforð um himnasælu og ógnina um helvíti. Lífinu hér á þessari jörðu, með allri sinni dulúð og fegurð og sársauka, er hægt að lifa af mun meiri ákafa: við hrösum og stöndum upp, við getum verið sorgmædd, sjálfsörugg, óörugg, einmana, fundið hamingju og gleði. Það er ekkert meira; en ég vil ekki meira.
Ayan Hirsi Ali, birtisti í bókinni The Portable Atheist sem Hitchens ritstýrði


Sjá einnig:

Ritstjórn 16.12.2011
Flokkað undir: ( Samherjar , Vísun )

Viðbrögð


Sigurlaug Hauksdóttir - 16/12/11 14:00 #

Sannanlega einn af fáum útvöldum sem á eftir að lifa þrátt fyrir að vera dauður. Ef það er einhver sem hægt er að hafa eftirfarandi um, þá er það Hitchens.

Deyr fé, 
deyja frændur, 
deyr sjálfur ið sama. 
En orðstír 
deyr aldregi 
hveim er sér góðan getur.

Jón Thoroddsen - 16/12/11 14:13 #

Snillingur fallinn frá.

"I have found, as the enemy becomes more familiar, that all the special pleading for salvation, redemption and supernatural deliverance appears even more hollow and artificial to me than it did before." - úr bréfi til bandarískra trúleysingja.


Arnar Sigurður (meðlimur í Vantrú) - 16/12/11 14:50 #

Minningin um stórsnjallan og góðan mann lifir áfram.


Jón Ferdínand - 16/12/11 17:39 #

Hans verður saknað innilega! Ræðu- og ritsnillingar eins og Christopher Hitchens eru einfaldlega of fáir, ég efast að ég muni sjá eins öflugan orðsnilling næstu áratugina. Megi Hitchslappið lengi lifa! http://www.youtube.com/watch?v=mQorzOS-F6w


Ævar Austfjörð - 16/12/11 18:40 #

þetta hefur væntanlega verið stórsnjall maður, ég veit svosem ekkert um það. Hann var samt ekki snjallari en svo að hann hnýtur um sína eigin fullyrðingu. Sumsé þá að "dauðinn er algjör" það hlýtur að flokkast sem fullyrðing sem ekki er hægt að sanna, svo ég hlýt að vísa henni frá, án sannana. En mikið held ég að hann sé hissa akkúrat núna.......blessaður kallinn


Halldór Benediktsson - 16/12/11 19:01 #

Ævar, þessi þýðing er villandi/röng. Hér er upprunalegur texti: "The only position that leaves me with no cognitive dissonance is atheism. It is not a creed. Death is certain, replacing both the siren-song of Paradise and the dread of Hell. Life on this earth, with all its mystery and beauty and pain, is then to be lived far more intensely: we stumble and get up, we are sad, confident, insecure, feel loneliness and joy and love. There is nothing more; but I want nothing more." -- Christopher Hitchens, The Portable Atheist: Essential Readings for the Non-believer


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/12/11 20:32 #

Sumsé þá að "dauðinn er algjör" það hlýtur að flokkast sem fullyrðing sem ekki er hægt að sanna, svo ég hlýt að vísa henni frá, án sannana.

Eins og fram kemur í textanum, þá er þetta haft eftir Ayan Hirsi Ali, en tekið úr bók sem Hitchens ritstýrði.

Allt sem við vitum um líf bendir til þess að þegar lífi líkur taki ekkert við. Ég myndi því segja að þessi fullyrðing (hvort sem hún er illa þýdd eða ekki) sé sjálfgefin og til þess að afneita henni þurfi að færa fram gögn - þ.e.a.s. að sanna þurfi að hún standist ekki.


Laddi (meðlimur í Vantrú) - 16/12/11 22:02 #

Nokkrir gullmolar frá Hitch hér og hér...


Jon Steinar - 16/12/11 22:58 #

Við munum seint eignast annan Hitchens. Hann skilur eftir stórt skarð.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.